Lífið

Vörpuðu sprengju á arki­tektana á Ítalíu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikil framkvæmd framundan hjá þeim Sveinbirni og Þorgerði.
Mikil framkvæmd framundan hjá þeim Sveinbirni og Þorgerði.

Gulli Helga fylgist með íslenskum hjónum taka sín fyrstu skref í því að kaupa sér hús á Sikiley á Ítalíu í áttundu þáttaröðinni af þáttunum Gulli byggir á Stöð 2.

Þau Þorgerður Sigurðardóttir og Sveinbjörn Dagnýjarson fjárfestu í fimm hundruð fermetra friðuðu 250 ára gömlu húsi í bænum Modica á eyjunni og það í miðborginni. Það að húsið sé friðað gerir alla framkvæmdina mun erfiðari því ekki má gera hvað sem er.

Búið er að taka húsið í gegn að utan en það á eftir að gera allt að innan. Gulli mætti út og aðstoðaði þau hjónin við verkið.

Þau hjónin höfðu ákveðið allt og iðnaðarmennirnir voru klárir að byrja. Þá kom mágkona Þorgerðar með þá hugmynd að færa eldhúsið á annan stað og í raun sneri öllu á hvolf. Þetta hugnaðist hjónunum sem voru sannfærð að stærra eldhús væri eitthvað sem myndi virka fyrir þau. En allt hönnunarferlið hafði tekið mikinn tíma enda þarf að huga að mörgu þegar kemur að friðuðu húsi.

Því voru ítölsku arkitektarnir alls ekki sáttir og tók við mjög svo þungur fundur eins Þorgerður lýsir í innslaginu hér að neðan. Fylgst verður áfram með ferlinu á Sikiley síðar í þáttunum Gulli byggir.

Klippa: Vörpuðu sprengju á arkitektana á Ítalíu sem skildu ekki þarfir Íslendingana





Fleiri fréttir

Sjá meira


×