„Verð að líta á sjálfan mig sem KR-ing“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. október 2024 11:02 Orri Steinn Óskarsson. Vísir/Sigurjón „Það er alltaf geggjað að koma til Íslands, finna kuldann í beinunum og hitta fjölskylduna og strákana aftur,“ segir Orri Steinn Óskarsson, landsliðsmaður í fótbolta. Orri Steinn var síðast hér á landi í september þegar Íslands vann 2-0 sigur á Svartfjallalandi í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar og er nú kominn í svipuðum erindagjörðum. Fram undan eru leikir við Wales og Tyrkland á Laugardalsvelli. Klippa: „Pabbi er alltaf hress“ Faðir hans, Óskar Hrafn Þorvaldsson, er þjálfari KR sem var í miklum vandræðum fyrir mánuði síðan en hefur náð að rétta úr kútnum. Síðustu tveir leiki hafa unnist 7-1 gegn Fram og 4-0 gegn KA. Er Óskar þá ekki hressari en fyrir mánuði síðan? „Pabbi er alltaf hress. Hann er léttur og ljúfur, og þegar menn eru með 11-1 í markatölu í síðustu tveimur leikjum þá verður auðvitað aðeins léttara yfir en venjulega. Það er gott að sjá og gott að sjá liðið komast aðeins á meira ról en það hefur verið á,“ segir Orri Steinn sem hefur þó ekki haft mikinn tíma til að fylgjast með leikjunum enda í nægu að snúast við að koma sér fyrir á nýjum stað og að setja sig inn í hlutina hjá Real Sociedad sem hann skipti til um þarsíðustu mánaðarmót. „Eins mikið og ég get. Það hefur verið mikið að gera síðasta mánuðinn. Ég hef reynt en ekki getað fylgst með öllu,“ segir Orri Steinn. En er ekkert erfitt fyrir stuðningsmann Gróttu að halda með KR? „Ekki þegar pabbi þinn er þjálfarinn, þá er það ekki mikið vesen. Maður er búinn að vera milli Vesturbæjarins og Gróttu frá því að maður var lítill. Þetta er í nágrenninu og maður fór oft á KR-leiki. Pabbi er auðvitað KR-ingur og mamma líka svo það er ekki mikið hatur frá mér. Ég verð að líta á sjálfan mig sem KR-ing núna, þar sem pabbi er þar,“ segir Orri Steinn. Orri verður hluti af landsliði Íslands sem mætir Wales í Þjóðadeildinni á föstudagskvöld. Leikurinn er klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn KR Besta deild karla Grótta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Sjá meira
Orri Steinn var síðast hér á landi í september þegar Íslands vann 2-0 sigur á Svartfjallalandi í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar og er nú kominn í svipuðum erindagjörðum. Fram undan eru leikir við Wales og Tyrkland á Laugardalsvelli. Klippa: „Pabbi er alltaf hress“ Faðir hans, Óskar Hrafn Þorvaldsson, er þjálfari KR sem var í miklum vandræðum fyrir mánuði síðan en hefur náð að rétta úr kútnum. Síðustu tveir leiki hafa unnist 7-1 gegn Fram og 4-0 gegn KA. Er Óskar þá ekki hressari en fyrir mánuði síðan? „Pabbi er alltaf hress. Hann er léttur og ljúfur, og þegar menn eru með 11-1 í markatölu í síðustu tveimur leikjum þá verður auðvitað aðeins léttara yfir en venjulega. Það er gott að sjá og gott að sjá liðið komast aðeins á meira ról en það hefur verið á,“ segir Orri Steinn sem hefur þó ekki haft mikinn tíma til að fylgjast með leikjunum enda í nægu að snúast við að koma sér fyrir á nýjum stað og að setja sig inn í hlutina hjá Real Sociedad sem hann skipti til um þarsíðustu mánaðarmót. „Eins mikið og ég get. Það hefur verið mikið að gera síðasta mánuðinn. Ég hef reynt en ekki getað fylgst með öllu,“ segir Orri Steinn. En er ekkert erfitt fyrir stuðningsmann Gróttu að halda með KR? „Ekki þegar pabbi þinn er þjálfarinn, þá er það ekki mikið vesen. Maður er búinn að vera milli Vesturbæjarins og Gróttu frá því að maður var lítill. Þetta er í nágrenninu og maður fór oft á KR-leiki. Pabbi er auðvitað KR-ingur og mamma líka svo það er ekki mikið hatur frá mér. Ég verð að líta á sjálfan mig sem KR-ing núna, þar sem pabbi er þar,“ segir Orri Steinn. Orri verður hluti af landsliði Íslands sem mætir Wales í Þjóðadeildinni á föstudagskvöld. Leikurinn er klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn KR Besta deild karla Grótta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Sjá meira