Vonast til að fleiri fái niðurgreiðslu á sprautunni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. október 2024 22:04 Sara Hlín Hilmarsdóttir greiðir þrjátíu þúsund krónur á mánuði fyrir eina sprautu. vísir/vilhelm Kona sem sprautar sig með þyngdarstjórnunarlyfinu Wegovy vill að lyfið verði niðurgreitt í meira mæli. Hún fær enga niðurgreiðslu og sér fram á að borga rúmlega 300 þúsund á ári fyrir lyfið. Í Kompás sem sýndur var á mánudag var fjallað um sprengingu í ásókn þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Rætt var við lækna um þeirra skoðun á lyfjunum og konu sem hefur sprautað sig með þeim í von um að léttast. Í þættinum kom fram að ein eins milligramma sprauta af Wegovy kosti viðmælandann 28 þúsund krónur. „Og vitandi það að þetta er lyf sem ég mun að öllum líkindum mun þurfa að vera á það sem eftir er,“ segir Sara Hlín Hilmarsdóttir sem hefur notað Wegovy. Lyfin eru aldrei hugsuð sem skammtímanotkun og segir læknir um ævilanga meðferð að ræða. Sara mun því þurfa að greiða 336.000 á ári fyrir lyfið. Verði hún á því næstu tíu árin nemur kostnaðurinn 3,3 milljónum og eftir fjörutíu ára notkun verður hún búin að eyða 13 milljónum í efnin. Afmarkaður hópur fólks fær lyfið niðurgreitt og eru skilyrðin ströng. Beiðni um niðurgreiðslu verður að koma frá lækni og einungis þeir sem eru með yfir 45 í BMI þyngdarstuðli og með lífsógnandi sjúkdóma tengda þyngdinni fá lyfin niðurgreidd. Og þeir sem eru með 35 í BMI þyngdarstuðli og með mjög alvarlegan lífsógnandi sjúkdóm. Vonast til að fleiri fái niðurgreiðslu Sara uppfyllir hvorugt skilyrðið en vonast til þess að stjórnvöld ákveði að niðurgreiða lyfið í frekari mæli. „Ég trúi því ekki að ég þurfi að borga 30 þúsund á mánuði þar sem eftir er, miða við þróunina þá hef ég fulla trú á að við munum fá þetta niðurgreitt en eins og staðan er í dag fæ ég þetta ekki niðurgreitt.“ Á stundum ekki fyrir næstu sprautu Það hafi gerst að hún geti ekki keypt mánaðarskammtinn vegna kostnaðar. „Já það hefur gerst. Það var um miðjan mánuð og ég missti þá úr tvo skammta og mér leið þá soldið eins og ég væri smá á byrjunarreit aftur, mér fannst ég þurfa að byggja upp þolið aftur, þrjátíu þúsund er mjög mikið.“ Kompás Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9. október 2024 07:02 Skorti langtímarannsóknir á áhrifum Ozempic og Wegovy Læknir segir skynsamlegt að setja vinnureglur um hvenær skuli ávísa þyngdarstjórnunarlyfjum og hvenær ekki. Það muni taka nokkur ár í viðbót áður en góður skilningur fáist á langtímaávinningi og mögulegum aukaverkunum af lyfjunum. 8. október 2024 15:02 Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. 8. október 2024 07:02 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Í Kompás sem sýndur var á mánudag var fjallað um sprengingu í ásókn þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Rætt var við lækna um þeirra skoðun á lyfjunum og konu sem hefur sprautað sig með þeim í von um að léttast. Í þættinum kom fram að ein eins milligramma sprauta af Wegovy kosti viðmælandann 28 þúsund krónur. „Og vitandi það að þetta er lyf sem ég mun að öllum líkindum mun þurfa að vera á það sem eftir er,“ segir Sara Hlín Hilmarsdóttir sem hefur notað Wegovy. Lyfin eru aldrei hugsuð sem skammtímanotkun og segir læknir um ævilanga meðferð að ræða. Sara mun því þurfa að greiða 336.000 á ári fyrir lyfið. Verði hún á því næstu tíu árin nemur kostnaðurinn 3,3 milljónum og eftir fjörutíu ára notkun verður hún búin að eyða 13 milljónum í efnin. Afmarkaður hópur fólks fær lyfið niðurgreitt og eru skilyrðin ströng. Beiðni um niðurgreiðslu verður að koma frá lækni og einungis þeir sem eru með yfir 45 í BMI þyngdarstuðli og með lífsógnandi sjúkdóma tengda þyngdinni fá lyfin niðurgreidd. Og þeir sem eru með 35 í BMI þyngdarstuðli og með mjög alvarlegan lífsógnandi sjúkdóm. Vonast til að fleiri fái niðurgreiðslu Sara uppfyllir hvorugt skilyrðið en vonast til þess að stjórnvöld ákveði að niðurgreiða lyfið í frekari mæli. „Ég trúi því ekki að ég þurfi að borga 30 þúsund á mánuði þar sem eftir er, miða við þróunina þá hef ég fulla trú á að við munum fá þetta niðurgreitt en eins og staðan er í dag fæ ég þetta ekki niðurgreitt.“ Á stundum ekki fyrir næstu sprautu Það hafi gerst að hún geti ekki keypt mánaðarskammtinn vegna kostnaðar. „Já það hefur gerst. Það var um miðjan mánuð og ég missti þá úr tvo skammta og mér leið þá soldið eins og ég væri smá á byrjunarreit aftur, mér fannst ég þurfa að byggja upp þolið aftur, þrjátíu þúsund er mjög mikið.“
Kompás Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9. október 2024 07:02 Skorti langtímarannsóknir á áhrifum Ozempic og Wegovy Læknir segir skynsamlegt að setja vinnureglur um hvenær skuli ávísa þyngdarstjórnunarlyfjum og hvenær ekki. Það muni taka nokkur ár í viðbót áður en góður skilningur fáist á langtímaávinningi og mögulegum aukaverkunum af lyfjunum. 8. október 2024 15:02 Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. 8. október 2024 07:02 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9. október 2024 07:02
Skorti langtímarannsóknir á áhrifum Ozempic og Wegovy Læknir segir skynsamlegt að setja vinnureglur um hvenær skuli ávísa þyngdarstjórnunarlyfjum og hvenær ekki. Það muni taka nokkur ár í viðbót áður en góður skilningur fáist á langtímaávinningi og mögulegum aukaverkunum af lyfjunum. 8. október 2024 15:02
Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. 8. október 2024 07:02