Frá vinnustofum til borðstofa Halla Margrét Hinriksdóttir og Inga Minelgaite skrifa 9. október 2024 14:31 Í dag upplifa margir að verkefnin séu að hrannast upp bæði í vinnu og einkalífi, og margir segja að þeir hafi aldrei áður haft jafn mikið á sinni könnu. Nýlegar rannsóknir okkar sýna að um 90% aðspurðra finna fyrir auknu álagi vegna þessa. Þetta kemur ekki á óvart, því við lifum á tímum þess sem er kallað verkefnavæðingar (e. projectification). Verkefnavæðing lýsir því hvernig við notum verkefni og verkefnastjórnunartól sífellt meira til að skipuleggja og vinna, bæði þegar kemur að störfum okkar sem og okkar einkalífi. Með þessari nálgun er verkum oft skipt upp í smærri einingar sem krefjast mikillar einbeitingar og hraða, svipað og í spretthlaupi. Vandamálið er hins vegar að margir upplifa lífið eins og maraþon sem hlaupið er á spretthraða. Þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að við upplifum streitu og jafnvel kulnun. En hvernig takast konur á við þetta aukna álag? Til að svara því beindum við sjónum okkar að íslenskum konum í leiðtogahlutverkum í viðskiptalífinu. Niðurstöður sýndu að nútímakonur eru undir töluverðu álagi og hafa þær þróað ýmsar mótvægisaðferðir til að halda jafnvægi. Sú helsta fólst í sér að þær nýttu sér færni í verkefnastjórnun til að nálgast atvinnu- og fjölskyldulíf. Margar þessara kvenna nýta sömu aðferðir í verkefnastjórnun heima fyrir og í vinnunni, til að takast á við dagleg verkefni heimilisins, hvort sem það er að skipuleggja afmæli, sjá um flutninga eða halda utan um tómstundir barnanna. Verkfærin sem þær beita í starfi reynast því ekki síður gagnleg á heimilinu. Við sjáum að aðferðir eins og LEAN virka jafn vel við að stýra heimilisframkvæmdum eins og við að koma nýrri vöru á markað eða innleiða nýtt kerfi. Konurnar sem rætt var við líta á sig sem „verkefnastjóra fjölskyldunnar,“ þar sem þær bera ábyrgð á heimilisstörfum og barnauppeldi (önnur vaktin) auk tilfinningalegs álags og skipulagningar fjölskyldutengdra verkefna (þriðja vaktin). Þrátt fyrir að ábyrgðinni sé oft deilt milli gagnkynja maka, finnst konum þær yfirleitt bera þyngri ábyrgð á þessum verkefnum, sem leiðir til aukins hugræns álags við að samræma vinnu og fjölskyldulíf. Við lifum á tímum þar sem fólk er yfirbugað af fjölda verkefna, bæði í starfi og einkalífi. Að stjórna þessum verkefnum á skilvirkan hátt er því ekki lengur sérhæfður hæfileiki heldur ómissandi færni í daglegu lífi. Verkefnavæðingin, sem hefur fest sig í sessi í nútímasamfélagi, hefur endurspeglast í aukinni þekkingu og áhuga á verkefnastjórnun og þekkingu tengda henni. Samkvæmt Forbes hefur þessi atvinnugrein vaxið gríðarlega og gert er ráð fyrir að þörfin fyrir nýja verkefnastjóra aukist enn frekar á næstu árum – með um 25 milljón nýrra starfa á heimsvísu. Að tileinka sér verkefnastjórnun er því ekki lengur valkostur, heldur ákveðin nauðsyn í okkar hraða og verkefnamiðaða heimi. Niðurstaðan er einföld: Ef þú stjórnar ekki verkefnum þínum, stjórna þau þér. Þetta á jafnt við um vinnu og einkalíf. Eins og Maylor setti fram: „Lífið er eitt stórt verkefni.“ Reynslan af íslenskum viðskiptakonum sýnir að verkefnastjórnun gæti verið leyndarmálið að betra jafnvægi og minni streitu í fjölskyldulífinu. Halla Margrét Hinriksdóttir, verkefnastjóri fjárfestingaverkefna ON Dr.Inga Minelgaite, Prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, Forstöðumaður MS náms í verkefnastjórnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Streita og kulnun Mest lesið Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun 15. maí 2023 - 75 ár frá upphafi Nakba Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Í dag upplifa margir að verkefnin séu að hrannast upp bæði í vinnu og einkalífi, og margir segja að þeir hafi aldrei áður haft jafn mikið á sinni könnu. Nýlegar rannsóknir okkar sýna að um 90% aðspurðra finna fyrir auknu álagi vegna þessa. Þetta kemur ekki á óvart, því við lifum á tímum þess sem er kallað verkefnavæðingar (e. projectification). Verkefnavæðing lýsir því hvernig við notum verkefni og verkefnastjórnunartól sífellt meira til að skipuleggja og vinna, bæði þegar kemur að störfum okkar sem og okkar einkalífi. Með þessari nálgun er verkum oft skipt upp í smærri einingar sem krefjast mikillar einbeitingar og hraða, svipað og í spretthlaupi. Vandamálið er hins vegar að margir upplifa lífið eins og maraþon sem hlaupið er á spretthraða. Þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að við upplifum streitu og jafnvel kulnun. En hvernig takast konur á við þetta aukna álag? Til að svara því beindum við sjónum okkar að íslenskum konum í leiðtogahlutverkum í viðskiptalífinu. Niðurstöður sýndu að nútímakonur eru undir töluverðu álagi og hafa þær þróað ýmsar mótvægisaðferðir til að halda jafnvægi. Sú helsta fólst í sér að þær nýttu sér færni í verkefnastjórnun til að nálgast atvinnu- og fjölskyldulíf. Margar þessara kvenna nýta sömu aðferðir í verkefnastjórnun heima fyrir og í vinnunni, til að takast á við dagleg verkefni heimilisins, hvort sem það er að skipuleggja afmæli, sjá um flutninga eða halda utan um tómstundir barnanna. Verkfærin sem þær beita í starfi reynast því ekki síður gagnleg á heimilinu. Við sjáum að aðferðir eins og LEAN virka jafn vel við að stýra heimilisframkvæmdum eins og við að koma nýrri vöru á markað eða innleiða nýtt kerfi. Konurnar sem rætt var við líta á sig sem „verkefnastjóra fjölskyldunnar,“ þar sem þær bera ábyrgð á heimilisstörfum og barnauppeldi (önnur vaktin) auk tilfinningalegs álags og skipulagningar fjölskyldutengdra verkefna (þriðja vaktin). Þrátt fyrir að ábyrgðinni sé oft deilt milli gagnkynja maka, finnst konum þær yfirleitt bera þyngri ábyrgð á þessum verkefnum, sem leiðir til aukins hugræns álags við að samræma vinnu og fjölskyldulíf. Við lifum á tímum þar sem fólk er yfirbugað af fjölda verkefna, bæði í starfi og einkalífi. Að stjórna þessum verkefnum á skilvirkan hátt er því ekki lengur sérhæfður hæfileiki heldur ómissandi færni í daglegu lífi. Verkefnavæðingin, sem hefur fest sig í sessi í nútímasamfélagi, hefur endurspeglast í aukinni þekkingu og áhuga á verkefnastjórnun og þekkingu tengda henni. Samkvæmt Forbes hefur þessi atvinnugrein vaxið gríðarlega og gert er ráð fyrir að þörfin fyrir nýja verkefnastjóra aukist enn frekar á næstu árum – með um 25 milljón nýrra starfa á heimsvísu. Að tileinka sér verkefnastjórnun er því ekki lengur valkostur, heldur ákveðin nauðsyn í okkar hraða og verkefnamiðaða heimi. Niðurstaðan er einföld: Ef þú stjórnar ekki verkefnum þínum, stjórna þau þér. Þetta á jafnt við um vinnu og einkalíf. Eins og Maylor setti fram: „Lífið er eitt stórt verkefni.“ Reynslan af íslenskum viðskiptakonum sýnir að verkefnastjórnun gæti verið leyndarmálið að betra jafnvægi og minni streitu í fjölskyldulífinu. Halla Margrét Hinriksdóttir, verkefnastjóri fjárfestingaverkefna ON Dr.Inga Minelgaite, Prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, Forstöðumaður MS náms í verkefnastjórnun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun