Tvö eftir í leiðtogakjöri breskra íhaldsmanna Kjartan Kjartansson skrifar 9. október 2024 15:21 Næsti leiðtogi Íhaldsflokksins verður annað hvort Robert Jenrick (t.v.) eða Kemi Badenoch (t.h.). Vísir/Getty Val flokksmanna breska Íhaldsflokksins stendur nú á milli tveggja fyrrverandi ráðherra flokksins eftir að James Cleverly, fyrrverandi innan- og utanríkisráðherra, helltist úr lestinni í leiðtogakjöri þeirra í dag. Úrslita er ekki að vænta fyrr en í byrjun nóvember. Íhaldsflokkurinn beið sögulegan ósigur undir forystu Rishi Sunak í þingkosningum í júlí. Sunak sagði í kjölfarið af sér sem leiðtogi flokksins. Kosið var á milli Cleverly, Roberts Jenrick, fyrrverandi innflytjenda- og húsnæðismálaráðherra, og Kemi Badenoch, fyrrverandi viðskiptaráðherra í atkvæðagreiðslu þingmanna flokksins. Badenoch fékk flest atkvæði, eða 42, Jenrick fékk einu atkvæði færra en Cleverly var í þriðja sæti með 37 atkvæði. Úrslitin þóttu koma verulega á óvart en búist var við því að Cleverly kæmist í lokaumferðina. Hann hlaut flest atkvæði í þriðju umferð leiðtogakjörsins í gær og ræða hans á landsfundi flokksins í síðustu viku mæltist vel fyrir. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þingmenn hafi tekið andköf þegar úrslitin voru tilkynnt í þingsal í dag. James Cleverly var spáð áfram í lokaslag leiðtogakjörsins en var óvænt felldur í næstsíðustu umferð í dag.Vísir/EPA Kosið verður á milli þeirra Jenrick og Badenoch og eiga úrslitin að liggja fyrir 2. nóvember. Leiðtogakjörið hefur staðið yfir frá því í síðasta mánuði. Priti Patel, fyrrverandi innanríkisráðherra, er á meðal þeirra sem þingmenn flokksins höfnuðu í fyrri umferðunum. Badenoch hefur verið þingkona Norðvestur-Essex frá árinu 2017. Hún var viðskiptaráðherra í stjórn Sunak frá febrúar 2023 til kosninganna í sumar og gegnir nú stöðu skuggaráðherra húsnæðismála. Badenoch er borin og barnfædd í London en foreldrar hennar eru nígerískir innflytjendur. Jenrick var ráðherra innflytjendamála frá 2022 til 2023 og ráðherra húsnæðismála frá 2019 til 2021. Hann hefur setið á þingi fyrir Newark undanfarin tíu ár. Bretland Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Íhaldsflokkurinn beið sögulegan ósigur undir forystu Rishi Sunak í þingkosningum í júlí. Sunak sagði í kjölfarið af sér sem leiðtogi flokksins. Kosið var á milli Cleverly, Roberts Jenrick, fyrrverandi innflytjenda- og húsnæðismálaráðherra, og Kemi Badenoch, fyrrverandi viðskiptaráðherra í atkvæðagreiðslu þingmanna flokksins. Badenoch fékk flest atkvæði, eða 42, Jenrick fékk einu atkvæði færra en Cleverly var í þriðja sæti með 37 atkvæði. Úrslitin þóttu koma verulega á óvart en búist var við því að Cleverly kæmist í lokaumferðina. Hann hlaut flest atkvæði í þriðju umferð leiðtogakjörsins í gær og ræða hans á landsfundi flokksins í síðustu viku mæltist vel fyrir. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þingmenn hafi tekið andköf þegar úrslitin voru tilkynnt í þingsal í dag. James Cleverly var spáð áfram í lokaslag leiðtogakjörsins en var óvænt felldur í næstsíðustu umferð í dag.Vísir/EPA Kosið verður á milli þeirra Jenrick og Badenoch og eiga úrslitin að liggja fyrir 2. nóvember. Leiðtogakjörið hefur staðið yfir frá því í síðasta mánuði. Priti Patel, fyrrverandi innanríkisráðherra, er á meðal þeirra sem þingmenn flokksins höfnuðu í fyrri umferðunum. Badenoch hefur verið þingkona Norðvestur-Essex frá árinu 2017. Hún var viðskiptaráðherra í stjórn Sunak frá febrúar 2023 til kosninganna í sumar og gegnir nú stöðu skuggaráðherra húsnæðismála. Badenoch er borin og barnfædd í London en foreldrar hennar eru nígerískir innflytjendur. Jenrick var ráðherra innflytjendamála frá 2022 til 2023 og ráðherra húsnæðismála frá 2019 til 2021. Hann hefur setið á þingi fyrir Newark undanfarin tíu ár.
Bretland Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira