Ísland á fyrir höndum tvo krefjandi leiki á Laugardalsvelli, við Wales á morgun og Tyrkland á mánudag, en riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lýkur svo með útileikjum við Svartfjallaland og Wales í næsta mánuði.
Sjá má upptöku af fundinum hér fyrir neðan.
Wales og Tyrkland eru með fjögur stig hvort, Ísland þrjú og Svartfjallaland ekkert. Efsta liðið kemst upp í A-deild Þjóðadeildar og tryggir sér mjög líklega farseðil í umspil fyrir HM 2026. Neðsta liðið fellur í C-deild, liðið í 2. sæti fer í umspil við lið úr A-deild, og liðið í 3. sæti í umspil við lið úr C-deild. Óvíst er hvar Ísland myndi spila í slíku umspili.