Minnist Baldocks með hlýju: „Honum þótti alltaf vænt um Vestmannaeyjar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. október 2024 09:03 George Baldock varði sumrinu 2012 í Vestmannaeyjum. vísir/getty/vilhelm Fyrrverandi samherji Georges Baldock hjá ÍBV minnist hans með hlýhug. Hann segir að hann hafi verið mjög vinnusamur og smellpassað inn í samfélagið í Vestmannaeyjum. Baldock fannst látinn á heimili sínu í Grikklandi í fyrradag, aðeins 31 árs. Baldock var nýgenginn í raðir Panathinaikos en fram að því hafði hann leikið allan sinn feril á Englandi fyrir utan sumarið 2012 þegar hann lék með ÍBV í Pepsi-deildinni. Baldock stimplaði sig vel inn í Eyjaliðið sem endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar og náði Evrópusæti. Meðal samherja Baldocks þetta sumar var Þórarinn Ingi Valdimarsson, núverandi leikmaður Stjörnunnar. Honum brá við að heyra fréttirnar af sínum gamla liðsfélaga. „Þetta var bara sjokk, að heyra að strákur sem er yngri en maður sjálfur hafi fundist látinn. Og strákur sem maður þekkti og var þekkt stærð í fótboltaheiminum. Það var hræðilegt að heyra af þessum atburði,“ sagði Þórarinn í samtali við Vísi. Frábær týpa og karakter Baldock er uppalinn hjá MK Dons og lék 125 leiki fyrir liðið. Það tók hann þó sinn tíma að brjóta sér leið inn í aðallið félagsins og hann var lánaður til Northampton Town og Tamworth veturinn 2011-12. Og sumarið 2012 var hann svo lánaður til ÍBV sem var á þeim tíma undir stjórn Magnúsar Gylfasonar. „Hann var nítján ára þegar hann kom til okkar, strákur sem var að vinna sig upp í boltanum. Þetta var frábær týpa og karakter og skemmtilegt að vera í kringum hann. Þetta var gæi sem lagði sig allan fram á vellinum, var baráttuhundur og alltaf tilbúinn að vera með félögunum og hafa gaman. Ég hef bara jákvæða hluti um hann að segja og maður heyrt það sama úr öðrum áttum; að þetta hafi verið hress strákur sem lagði sig allan fram, var tilbúinn að hlaupa og djöflast og bakka mann upp í öllu,“ sagði Þórarinn um Baldock sem lék sextán deildarleiki fyrir ÍBV og skoraði eitt mark. Það kom gegn Grindavík 20. júní 2012 og má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Mark George Baldock fyrir ÍBV „Maður gat alltaf treyst á hann. Þótt þetta væri strákur sem var að koma úr akademíu á Englandi var hann tilbúinn að leggja á sig vinnu fyrir liðið og það situr eftir hjá mér. Hann var líka góður í liðspartíunum, hrókur alls fagnaðar og gaman að vera í kringum hann,“ bætti Þórarinn við. Lét hendur standa fram úr ermum Þórarinn segir að Baldock hafi passað vel inn í samfélagið í Eyjum. „Hundrað prósent. Þetta var strákur sem passaði fullkomlega inn. Hann vildi fá mínútur og fékk þær hjá okkur. Hann vantaði aldrei þegar liðið var að gera eitthvað og lét hendur standa fram úr ermum. Þetta var topp náungi,“ sagði Þórarinn. Þórarinn Ingi Valdimarsson ber George Baldock vel söguna.vísir/hulda margrét Baldock fór til Sheffield United 2017 og þá fór ferilinn á flug. Liðið vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni haustið 2019 og tímabilið 2019-20 lék Baldock alla 38 deildarleikina þegar Sheffield United endaði í 9. sæti. Ekki gekk jafn vel tímabilið á eftir og Sheffield United féll. Liðið komst aftur upp fyrir síðasta tímabil en féll í annað sinn í vor. Og þá reri Baldock á grísk mið. Þrátt fyrir að vera fæddur á Englandi og lék hann með gríska landsliðinu, alls tólf leiki, en amma hans var grísk. Eina sem langaði þetta Þórarinn segir að velgengni Baldocks hafi ekki komið sér á óvart. Dugnaðurinn og hugarfarið sem hann sýndi hafi verið þess eðlis að það myndi koma honum langt. „Maður hefur fengið nokkra svona lánsmenn, sérstaklega í Vestmannaeyjum, en þetta er eini gæinn sem langaði þetta ógeðslega mikið. Hann æfði af krafti og lét verkin tala. Síðan var hann allt í einu kominn í ensku úrvalsdeildina. En maður sá að hungrið var til staðar. Þetta kom mér ekki á óvart, ekki miðað við hvernig hann var sem karakter á þessum tíma,“ sagði Þórarinn. „Honum þótti alltaf vænt um Vestmannaeyjar og hann þurfti á þessu að halda á sínum tíma, að taka þetta stökk. Það er fínt fyrir yngri stráka að horfa í hvernig þessi ferill þróaðist,“ bætti Þórarinn við. Gríski boltinn ÍBV Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Sverrir Ingi minnist Baldocks: „Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar“ Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason minntist samherja síns hjá Panathinaikos, Georges Baldock, í færslu á Instagram. Hann segir að sorgin vegna fráfalls hans sé óbærileg. 10. október 2024 15:02 Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
Baldock var nýgenginn í raðir Panathinaikos en fram að því hafði hann leikið allan sinn feril á Englandi fyrir utan sumarið 2012 þegar hann lék með ÍBV í Pepsi-deildinni. Baldock stimplaði sig vel inn í Eyjaliðið sem endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar og náði Evrópusæti. Meðal samherja Baldocks þetta sumar var Þórarinn Ingi Valdimarsson, núverandi leikmaður Stjörnunnar. Honum brá við að heyra fréttirnar af sínum gamla liðsfélaga. „Þetta var bara sjokk, að heyra að strákur sem er yngri en maður sjálfur hafi fundist látinn. Og strákur sem maður þekkti og var þekkt stærð í fótboltaheiminum. Það var hræðilegt að heyra af þessum atburði,“ sagði Þórarinn í samtali við Vísi. Frábær týpa og karakter Baldock er uppalinn hjá MK Dons og lék 125 leiki fyrir liðið. Það tók hann þó sinn tíma að brjóta sér leið inn í aðallið félagsins og hann var lánaður til Northampton Town og Tamworth veturinn 2011-12. Og sumarið 2012 var hann svo lánaður til ÍBV sem var á þeim tíma undir stjórn Magnúsar Gylfasonar. „Hann var nítján ára þegar hann kom til okkar, strákur sem var að vinna sig upp í boltanum. Þetta var frábær týpa og karakter og skemmtilegt að vera í kringum hann. Þetta var gæi sem lagði sig allan fram á vellinum, var baráttuhundur og alltaf tilbúinn að vera með félögunum og hafa gaman. Ég hef bara jákvæða hluti um hann að segja og maður heyrt það sama úr öðrum áttum; að þetta hafi verið hress strákur sem lagði sig allan fram, var tilbúinn að hlaupa og djöflast og bakka mann upp í öllu,“ sagði Þórarinn um Baldock sem lék sextán deildarleiki fyrir ÍBV og skoraði eitt mark. Það kom gegn Grindavík 20. júní 2012 og má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Mark George Baldock fyrir ÍBV „Maður gat alltaf treyst á hann. Þótt þetta væri strákur sem var að koma úr akademíu á Englandi var hann tilbúinn að leggja á sig vinnu fyrir liðið og það situr eftir hjá mér. Hann var líka góður í liðspartíunum, hrókur alls fagnaðar og gaman að vera í kringum hann,“ bætti Þórarinn við. Lét hendur standa fram úr ermum Þórarinn segir að Baldock hafi passað vel inn í samfélagið í Eyjum. „Hundrað prósent. Þetta var strákur sem passaði fullkomlega inn. Hann vildi fá mínútur og fékk þær hjá okkur. Hann vantaði aldrei þegar liðið var að gera eitthvað og lét hendur standa fram úr ermum. Þetta var topp náungi,“ sagði Þórarinn. Þórarinn Ingi Valdimarsson ber George Baldock vel söguna.vísir/hulda margrét Baldock fór til Sheffield United 2017 og þá fór ferilinn á flug. Liðið vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni haustið 2019 og tímabilið 2019-20 lék Baldock alla 38 deildarleikina þegar Sheffield United endaði í 9. sæti. Ekki gekk jafn vel tímabilið á eftir og Sheffield United féll. Liðið komst aftur upp fyrir síðasta tímabil en féll í annað sinn í vor. Og þá reri Baldock á grísk mið. Þrátt fyrir að vera fæddur á Englandi og lék hann með gríska landsliðinu, alls tólf leiki, en amma hans var grísk. Eina sem langaði þetta Þórarinn segir að velgengni Baldocks hafi ekki komið sér á óvart. Dugnaðurinn og hugarfarið sem hann sýndi hafi verið þess eðlis að það myndi koma honum langt. „Maður hefur fengið nokkra svona lánsmenn, sérstaklega í Vestmannaeyjum, en þetta er eini gæinn sem langaði þetta ógeðslega mikið. Hann æfði af krafti og lét verkin tala. Síðan var hann allt í einu kominn í ensku úrvalsdeildina. En maður sá að hungrið var til staðar. Þetta kom mér ekki á óvart, ekki miðað við hvernig hann var sem karakter á þessum tíma,“ sagði Þórarinn. „Honum þótti alltaf vænt um Vestmannaeyjar og hann þurfti á þessu að halda á sínum tíma, að taka þetta stökk. Það er fínt fyrir yngri stráka að horfa í hvernig þessi ferill þróaðist,“ bætti Þórarinn við.
Gríski boltinn ÍBV Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Sverrir Ingi minnist Baldocks: „Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar“ Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason minntist samherja síns hjá Panathinaikos, Georges Baldock, í færslu á Instagram. Hann segir að sorgin vegna fráfalls hans sé óbærileg. 10. október 2024 15:02 Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Sjá meira
Sverrir Ingi minnist Baldocks: „Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar“ Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason minntist samherja síns hjá Panathinaikos, Georges Baldock, í færslu á Instagram. Hann segir að sorgin vegna fráfalls hans sé óbærileg. 10. október 2024 15:02
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn