Sigmundur komst á forsíðuna en ekki Messi Bjarki Sigurðsson og Heimir Már Pétursson skrifa 10. október 2024 15:47 Sigmundur deildi forsíðunni meðal annars með Pútín og Assad. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, telur furðulegt að hann hafi verið settur á forsíðu þýsks blaðs þar sem fjallað var um Panamaskjölin en ekki aðrir hærra settir í samfélaginu, þeirra á meðal heimsfrægir íþróttamenn og aðrir stjórnmálaleiðtogar. Enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi jafnoft þurft að þola það að reynt sé að bola honum úr starfi á þessari öld. Sigmundur var gestur í Samtalinu með Heimi Má á Stöð 2 Vísi í dag. Þar ræddi hann meðal annars um Panamaskjölin og Klaustursmálið, tvö stór hneykslismál sem Sigmundur hefur gengið í gegnum. „Þetta eru tvö dæmi þar sem ég hef gengið í gegnum, og held mér sé alveg óhætt að segja ýkjulaust, að ég hafi þolað fleiri hitjobs. Fleiri tilraunir til að koma mér úr pólitík en nokkur annars stjórnmálamaður á þessari öld að minnsta kosti. Annars vegar var þarna mjög skipulögð aðgerð þar sem að menn státuðu sig beinlínis af að hafa skipulagt í þaula með það að markmiði að koma íslenskri ríkisstjórn frá,“ sagði Sigmundur og var þá að tala um Panamaskjölin. Að hans mati hafi einhverjir viljað losna við ríkisstjórnina og þar með ráðist á hann sem forsætisráðherra. Heimir spurði hann nánar út í þessa meintu aðför. Þú segir að þetta hafi verið skipulögð aðgerð. Það eru hundruð ef ekki þúsundir einstaklinga í þessum skjölum. Þú sem forsætisráðherra Íslands er nefndur í þessum skjölum en þú talar um að það hafi verið skipulögð aðför. Hverjir stóðu þá að því skipulagi? Voru það pólitískir aðilar? „Mér hafði verið hótað. Bæði beint og óbeint. Þegar ég segi beint þá var það í samskiptum við þessa aðila. Þegar ég segi óbeint, þá voru einhverjir sendir á minn fund til að segja að ég verði tekinn niður ef ég láti ekki af þessum tilraunum til þess að klekkja á vogunarsjóðunum. Svo er farið í alla þessa framkvæmd og mikið gert úr því að undirbúa það,“ sagði Sigmundur. Sigmundur telur að aldrei hafi jafnoft verið reynt að koma íslenskum pólitíkus úr starfi á þessari öld og honum.Vísir/Vilhelm Menn sem svífast einskis Meðal annars voru vogunarsjóðir sem höfðu verið staðnir að gríðarlegum mútugreiðslum í Afríku. „Þessir aðilar svífast einskis til þess að verja hagsmuni og þetta voru gífurlegir hagsmunir. Þetta eru miklu meiri hagsmunir en fólk gerir sér grein fyrir núna sem voru þarna undir. Ég tók sem dæmi að hæsta hús í heimi, Burj Khalifa í Dubai. Það hefði verið hægt að byggja tvö slík hús. Sem var rándýrt hús. Kannski dýrasta hús í heimi. Það var kannski hægt að byggja tvö þannig hús fyrir verðmætin sem þarna voru undir. Þá beita aðilar eins og þessir hinum ýmsu brögðum,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Heimir Már Pétursson ræddu málin í Samtalinu í dag.Vísir/Vilhelm Á umdeildri forsíðu Hann nefndi sem dæmi forsíðu þýska dagblaðsins Süddeutsche Zeitung þegar fjallað var um Panamaskjölin. „Þarna var eitthvað forsætisráðherra bloke á íslandi sem enginn hafði heyrt nefndan utan landsins settur á forsíðuplakat í þýsku blaði ásamt Ahmadinejad sem þá var í Íran, al-Assad og Pútín. Við fjórir. Þessi nöfn, það fundust ótal nöfn þarna. Frægustu fótboltamenn heims. Lionel Messi og svona. Hann komst ekki á forsíðuna og ekki forsætisráðherra Bretlands sem var þarna líka og hafði raunverulega átt peninga í lágskattaríki og sparað skatta. Hann komst ekki þarna. Hvernig komst Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á forsíðuna með þessum gæjum?“ sagði Sigmundur. Forsíðan sem Sigmundur ræddi um.Süddeutsche Zeitung Panama-skjölin Miðflokkurinn Samtalið Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Sigmundur var gestur í Samtalinu með Heimi Má á Stöð 2 Vísi í dag. Þar ræddi hann meðal annars um Panamaskjölin og Klaustursmálið, tvö stór hneykslismál sem Sigmundur hefur gengið í gegnum. „Þetta eru tvö dæmi þar sem ég hef gengið í gegnum, og held mér sé alveg óhætt að segja ýkjulaust, að ég hafi þolað fleiri hitjobs. Fleiri tilraunir til að koma mér úr pólitík en nokkur annars stjórnmálamaður á þessari öld að minnsta kosti. Annars vegar var þarna mjög skipulögð aðgerð þar sem að menn státuðu sig beinlínis af að hafa skipulagt í þaula með það að markmiði að koma íslenskri ríkisstjórn frá,“ sagði Sigmundur og var þá að tala um Panamaskjölin. Að hans mati hafi einhverjir viljað losna við ríkisstjórnina og þar með ráðist á hann sem forsætisráðherra. Heimir spurði hann nánar út í þessa meintu aðför. Þú segir að þetta hafi verið skipulögð aðgerð. Það eru hundruð ef ekki þúsundir einstaklinga í þessum skjölum. Þú sem forsætisráðherra Íslands er nefndur í þessum skjölum en þú talar um að það hafi verið skipulögð aðför. Hverjir stóðu þá að því skipulagi? Voru það pólitískir aðilar? „Mér hafði verið hótað. Bæði beint og óbeint. Þegar ég segi beint þá var það í samskiptum við þessa aðila. Þegar ég segi óbeint, þá voru einhverjir sendir á minn fund til að segja að ég verði tekinn niður ef ég láti ekki af þessum tilraunum til þess að klekkja á vogunarsjóðunum. Svo er farið í alla þessa framkvæmd og mikið gert úr því að undirbúa það,“ sagði Sigmundur. Sigmundur telur að aldrei hafi jafnoft verið reynt að koma íslenskum pólitíkus úr starfi á þessari öld og honum.Vísir/Vilhelm Menn sem svífast einskis Meðal annars voru vogunarsjóðir sem höfðu verið staðnir að gríðarlegum mútugreiðslum í Afríku. „Þessir aðilar svífast einskis til þess að verja hagsmuni og þetta voru gífurlegir hagsmunir. Þetta eru miklu meiri hagsmunir en fólk gerir sér grein fyrir núna sem voru þarna undir. Ég tók sem dæmi að hæsta hús í heimi, Burj Khalifa í Dubai. Það hefði verið hægt að byggja tvö slík hús. Sem var rándýrt hús. Kannski dýrasta hús í heimi. Það var kannski hægt að byggja tvö þannig hús fyrir verðmætin sem þarna voru undir. Þá beita aðilar eins og þessir hinum ýmsu brögðum,“ sagði Sigmundur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Heimir Már Pétursson ræddu málin í Samtalinu í dag.Vísir/Vilhelm Á umdeildri forsíðu Hann nefndi sem dæmi forsíðu þýska dagblaðsins Süddeutsche Zeitung þegar fjallað var um Panamaskjölin. „Þarna var eitthvað forsætisráðherra bloke á íslandi sem enginn hafði heyrt nefndan utan landsins settur á forsíðuplakat í þýsku blaði ásamt Ahmadinejad sem þá var í Íran, al-Assad og Pútín. Við fjórir. Þessi nöfn, það fundust ótal nöfn þarna. Frægustu fótboltamenn heims. Lionel Messi og svona. Hann komst ekki á forsíðuna og ekki forsætisráðherra Bretlands sem var þarna líka og hafði raunverulega átt peninga í lágskattaríki og sparað skatta. Hann komst ekki þarna. Hvernig komst Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á forsíðuna með þessum gæjum?“ sagði Sigmundur. Forsíðan sem Sigmundur ræddi um.Süddeutsche Zeitung
Panama-skjölin Miðflokkurinn Samtalið Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira