Óþarfa steinar í götunni Teitur Björn Einarsson skrifar 10. október 2024 16:33 Reynslusögur og umkvartanir einstaklinga og fyrirtækja af takmörkuðum fyrirsjáanleika við leyfisveitingarferli hins opinbera eru ekki nýjar af nálinn og mýmargar. Í skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2022 kemur fram að löng málsmeðferð sé algengasta ástæða kvartana til embættisins. Ekki verður lengur við unað. Það er enda ekki hlutverk hins opinbera að leggja óþarfa stein í götu aðila sem hyggja á framkvæmdir. Á Alþingi í dag mælti ég því fyrir frumvarpi til breytinga á lögum til að hraða málsmeðferð leyfismála. Meginmarkmið frumvarpsins er að tryggja að tímafrestir umsagnaraðila í leyfis- og skipulagsferli séu virtir. Hafa verið hnökrar þar á sem valdið hafa ítrekuðum töfum á framkvæmdum. Frumvarp þetta felur því í sér nauðsynlegar breytingar svo mikilvægar innviðaframkvæmdir tefjist ekki von úr viti og framkvæmdaraðilar geti almennt búið við meiri vissu um framvindu verkefna sem þeir hafa tekið að sér og aðlagað aðra þætti þess að ferlinu. Hljóti frumvarpið brautargengi verður sú breyting á að virði umsagnaraðili ekki setta tímafresti vegna leyfisveitinga þá verði litið svo á að þögn sé sama og samþykki. Með öðrum orðum verður óheimilt að tefja framvindu máls dragi stofnun það fram yfir tímafrest að skila umsögn. Afar brýnt er að skýrir tímafrestir séu til staðar og að þeir séu virtir. Hið opinbera þarf að leita leiða til að draga úr óhóflega löngum málsmeðferðartíma og þar skiptir aðhald laganna miklu máli. Markmið frumvarpsins er þannig fyrst og fremst að styrkja réttindi borgaranna, tryggja góða stjórnsýsluhætti og fyrirsjáanleika, einfalda regluverk og auka skilvirkni laganna. Því miður hefur skort á þingmannamál sem hafa sambærileg markmið þó að ekki veiti af. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Björn Einarsson Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Reynslusögur og umkvartanir einstaklinga og fyrirtækja af takmörkuðum fyrirsjáanleika við leyfisveitingarferli hins opinbera eru ekki nýjar af nálinn og mýmargar. Í skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2022 kemur fram að löng málsmeðferð sé algengasta ástæða kvartana til embættisins. Ekki verður lengur við unað. Það er enda ekki hlutverk hins opinbera að leggja óþarfa stein í götu aðila sem hyggja á framkvæmdir. Á Alþingi í dag mælti ég því fyrir frumvarpi til breytinga á lögum til að hraða málsmeðferð leyfismála. Meginmarkmið frumvarpsins er að tryggja að tímafrestir umsagnaraðila í leyfis- og skipulagsferli séu virtir. Hafa verið hnökrar þar á sem valdið hafa ítrekuðum töfum á framkvæmdum. Frumvarp þetta felur því í sér nauðsynlegar breytingar svo mikilvægar innviðaframkvæmdir tefjist ekki von úr viti og framkvæmdaraðilar geti almennt búið við meiri vissu um framvindu verkefna sem þeir hafa tekið að sér og aðlagað aðra þætti þess að ferlinu. Hljóti frumvarpið brautargengi verður sú breyting á að virði umsagnaraðili ekki setta tímafresti vegna leyfisveitinga þá verði litið svo á að þögn sé sama og samþykki. Með öðrum orðum verður óheimilt að tefja framvindu máls dragi stofnun það fram yfir tímafrest að skila umsögn. Afar brýnt er að skýrir tímafrestir séu til staðar og að þeir séu virtir. Hið opinbera þarf að leita leiða til að draga úr óhóflega löngum málsmeðferðartíma og þar skiptir aðhald laganna miklu máli. Markmið frumvarpsins er þannig fyrst og fremst að styrkja réttindi borgaranna, tryggja góða stjórnsýsluhætti og fyrirsjáanleika, einfalda regluverk og auka skilvirkni laganna. Því miður hefur skort á þingmannamál sem hafa sambærileg markmið þó að ekki veiti af. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar