„Við þolum ekki þetta ástand mikið lengur“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. október 2024 19:31 Ólafur Guðbjörn Skúlason framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir að starfsemi spítalans sé komin að algjörum þolmörkum. Fjöldi sjúklinga liggi framm á göngum, aðgerðum hafi verið frestað og álag starfsfólks sé óhóflegt. Vísir/Bjarni Landspítalinn hefur aldrei staðið frammi fyrir öðrum eins innlagnarvanda en spítalinn hefur verið vikum saman á hæsta viðbragðsstigi. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir starfsemina komna að algjörum þolmörkum. Innviðir heilbrigðiskerfisins hafi ekki vaxið í takt við samfélagsþróun. Síðustu ár hefur reglulega verið greint frá óhóflegu álagi á Landspítalanum í fjölmiðlum. Síðustu mánuði hefur álagið hins vegar sjaldan eða aldrei verið jafn óhóflegt. Spítalinn hefur aldrei verið eins lengi á hæsta viðbragðsstigi og nú og ekki er útlit er fyrir að það skáni í bráð. Átti að vera undantekning Aðgerðum hefur verið frestað, fólk hleypur hraðar og og næstum hundrað sjúklingar liggja fram á gangi að sögn Ólafs Guðbjörns Skúlasonar framkvæmdastjóra hjúkrunar. „Við ákváðum að greina stöðu innlagna í þrjú stig árið 2023 þar sem efsta stigið er ofurálag og viðbragðsstig. Við erum nú búin að vera á því stigi í næstum þrjár vikur en upphaflega gerðum við ráð fyrir að slíkt gerðist aðeins í algjörum undantekningartilfellum. Ágústmánuður var næstum því eins slæmur en þá vorum við meira en helming tímans á þriðja stigi,“ segir Ólafur. Landspítalinn tekur saman innlagnastig en eins og sést hér hefur spítalinn verið á rauðu samfellt í 21 dag.Vísir Gætu þurft að fresta aðkallandi aðgerðum Hann segir þetta hafa víðtæk áhrif á alla starfsemi spítalans. „Síðustu tvo daga höfum við til dæmis þurft að fresta átta aðgerðum. Ef fram fer sem horfir þurfum við líka að fresta stórum sérhæfðum aðgerðum sem Landspítalinn getur aðeins sinnt eins og heila- eða krabbameinsaðgerðum og það viljum við alls ekki gera,“ segir hann. Ástandið reyni gríðarlega á starfsfólk og sjúklinga. „Við getum sagt að hér sinni fólk flóknustu verkefnunum í íslenskri heilbrigðisþjónustu, með afar fáar hendur og á lægstu launum. Þetta gerir það líka að verkum að við þurfum að setja sjúklinga í rými sem eru ekki ætluð þeim eins og á ganga og í önnur skúmaskot en nú eru 94 sjúklingar í þeirri stöðu,“ segir hann. Aðspurður um hvort hann sjái fram á að ástandið skáni á næstunni svara hann því neitandi. Hins vegar sé það afar aðkallandi. „Við þolum þetta ástand ekki mikið lengur,“ segir hann. Hópur fólks fastur á spítalanum Þá séu alltof margir sem sjúklingar sem liggja á spítalanum og bíði þar eftir öðrum úrræðum. Við erum núna með 87 einstaklinga sem ættu að vera á öðru þjónustustigi. Bara ef það yrði lagað þá hefði það mikið að segja. Þetta eru aðstæður sem við stjórnum ekki og virðast vera samfélaginu ofviða. Ólafur sendir stjórnvöldum tóninn. „Orsökin fyrir þessu er að innviðir heilbrigðiskerfisins hafa ekki vaxið í samræmi við fjölgun, öldrun, ferðamenn og innflytjendur. Stjórnvöld verða að gera gangskör í því að skala kerfið upp í takt við þessa nýju þörf,“ segir hann að lokum. Landspítalinn Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldri borgarar Tengdar fréttir Sjúklingum Landspítala fjölgaði um 4.500 milli ára Landspítali tók á móti 4.500 fleiri sjúklingum á árinu 2023 en árið á undan. Það jafngildi því að spítalinn sinni tólf fleiri einstaklingum á degi hverjum en árið áður. 17. maí 2024 14:01 Fjölgun atvika gæti verið jákvætt merki Forstjóri lækninga á Landspítalanum segir að sífellt fleiri ábendingar berist um að eitthvað hafi hugsanlega farið úrskeiðis í starfseminni. Þjónustan sé þó ekki að versna heldur öryggismenning að aukast. Ákveðið hefur verið að ráða talsmann sjúklinga á spítalann. 9. apríl 2024 20:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Síðustu ár hefur reglulega verið greint frá óhóflegu álagi á Landspítalanum í fjölmiðlum. Síðustu mánuði hefur álagið hins vegar sjaldan eða aldrei verið jafn óhóflegt. Spítalinn hefur aldrei verið eins lengi á hæsta viðbragðsstigi og nú og ekki er útlit er fyrir að það skáni í bráð. Átti að vera undantekning Aðgerðum hefur verið frestað, fólk hleypur hraðar og og næstum hundrað sjúklingar liggja fram á gangi að sögn Ólafs Guðbjörns Skúlasonar framkvæmdastjóra hjúkrunar. „Við ákváðum að greina stöðu innlagna í þrjú stig árið 2023 þar sem efsta stigið er ofurálag og viðbragðsstig. Við erum nú búin að vera á því stigi í næstum þrjár vikur en upphaflega gerðum við ráð fyrir að slíkt gerðist aðeins í algjörum undantekningartilfellum. Ágústmánuður var næstum því eins slæmur en þá vorum við meira en helming tímans á þriðja stigi,“ segir Ólafur. Landspítalinn tekur saman innlagnastig en eins og sést hér hefur spítalinn verið á rauðu samfellt í 21 dag.Vísir Gætu þurft að fresta aðkallandi aðgerðum Hann segir þetta hafa víðtæk áhrif á alla starfsemi spítalans. „Síðustu tvo daga höfum við til dæmis þurft að fresta átta aðgerðum. Ef fram fer sem horfir þurfum við líka að fresta stórum sérhæfðum aðgerðum sem Landspítalinn getur aðeins sinnt eins og heila- eða krabbameinsaðgerðum og það viljum við alls ekki gera,“ segir hann. Ástandið reyni gríðarlega á starfsfólk og sjúklinga. „Við getum sagt að hér sinni fólk flóknustu verkefnunum í íslenskri heilbrigðisþjónustu, með afar fáar hendur og á lægstu launum. Þetta gerir það líka að verkum að við þurfum að setja sjúklinga í rými sem eru ekki ætluð þeim eins og á ganga og í önnur skúmaskot en nú eru 94 sjúklingar í þeirri stöðu,“ segir hann. Aðspurður um hvort hann sjái fram á að ástandið skáni á næstunni svara hann því neitandi. Hins vegar sé það afar aðkallandi. „Við þolum þetta ástand ekki mikið lengur,“ segir hann. Hópur fólks fastur á spítalanum Þá séu alltof margir sem sjúklingar sem liggja á spítalanum og bíði þar eftir öðrum úrræðum. Við erum núna með 87 einstaklinga sem ættu að vera á öðru þjónustustigi. Bara ef það yrði lagað þá hefði það mikið að segja. Þetta eru aðstæður sem við stjórnum ekki og virðast vera samfélaginu ofviða. Ólafur sendir stjórnvöldum tóninn. „Orsökin fyrir þessu er að innviðir heilbrigðiskerfisins hafa ekki vaxið í samræmi við fjölgun, öldrun, ferðamenn og innflytjendur. Stjórnvöld verða að gera gangskör í því að skala kerfið upp í takt við þessa nýju þörf,“ segir hann að lokum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Eldri borgarar Tengdar fréttir Sjúklingum Landspítala fjölgaði um 4.500 milli ára Landspítali tók á móti 4.500 fleiri sjúklingum á árinu 2023 en árið á undan. Það jafngildi því að spítalinn sinni tólf fleiri einstaklingum á degi hverjum en árið áður. 17. maí 2024 14:01 Fjölgun atvika gæti verið jákvætt merki Forstjóri lækninga á Landspítalanum segir að sífellt fleiri ábendingar berist um að eitthvað hafi hugsanlega farið úrskeiðis í starfseminni. Þjónustan sé þó ekki að versna heldur öryggismenning að aukast. Ákveðið hefur verið að ráða talsmann sjúklinga á spítalann. 9. apríl 2024 20:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Sjá meira
Sjúklingum Landspítala fjölgaði um 4.500 milli ára Landspítali tók á móti 4.500 fleiri sjúklingum á árinu 2023 en árið á undan. Það jafngildi því að spítalinn sinni tólf fleiri einstaklingum á degi hverjum en árið áður. 17. maí 2024 14:01
Fjölgun atvika gæti verið jákvætt merki Forstjóri lækninga á Landspítalanum segir að sífellt fleiri ábendingar berist um að eitthvað hafi hugsanlega farið úrskeiðis í starfseminni. Þjónustan sé þó ekki að versna heldur öryggismenning að aukast. Ákveðið hefur verið að ráða talsmann sjúklinga á spítalann. 9. apríl 2024 20:00