Möguleiki á að Albert komi til móts við landsliðið: „Verðum bara að bíða og sjá“ Aron Guðmundsson skrifar 10. október 2024 18:47 Albert Guðmundsson og Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands Vísir/Samsett mynd Möguleiki er á því að Albert Guðmundsson komi til móts við íslenska landsliðið í yfirstandandi landsliðsverkefni. Þetta segir Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands. Líkt og greint var frá fyrr í dag var Albert, sem er leikmaður ítalska úrvalsdeildarfélagsins Fiorentina, sýknaður af ákæru um nauðgun í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort málinu verði áfrýjað. Niðurstaða dagsins gerir það að verkum að velja má Albert á nýjan leik í íslenska landsliðið. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, greindi frá því í samtali við Vísi í dag eftir að niðurstaðan í máli Alberts var ljós að það væri nú í höndum Age Hareide, landsliðsþjálfara Íslands, að ákveða hvort kallað yrði í Albert núna. Í uppfærðri viðbragðsáætlun Knattspyrnusambands Íslands vegna meintra alvarlegra brota einstaklinga, sem samþykkt var í júní fyrra á þessu ári, segir að: Þegar mál hafa verið felld niður, eða að loknum sýknudómi, þá megi einstaklingur njóta vafans þannig að mál teljist ekki vera til meðferðar frá þeim tímapunkti. Það eigi við þó svo ákvörðun um niðurfellingu sé kærð eða sýknudómi áfrýjað. Ísland mætir Wales á Laugardalsvelli annað kvöld og svo Tyrklandi á mánudaginn kemur. Möguleiki er fyrir hendi að Albert verði kallaður inn í landsliðshópinn þó það verði að teljast ólíklegt að hann verði mættur frá Ítalíu á Laugardalsvöll strax á morgun. Nokkur flækjustig eru fyrir hendi líkt og Hareide tjáði sig um í samtali við Stöð 2 Sport eftir blaðamannafund Íslands í dag. „Við þurfum fyrst að líta á reglurnar sem gilda þegar að landslið vilja fá leikmenn frá félagsliðum í landsliðsverkefni,“ sagði Hareide. „Kerfið er þannig að við þurfum að tilkynna félagsliðum okkar landsliðsmanna að við ætlum okkur kannski að velja þá í landsliðsverkefni. Þetta eru reglur settar af Evrópska knattspyrnusambandinu. Við þurfum fyrst og fremst að komast að því hvort það sé í raun og veru möguleiki fyrir okkur að fá Albert inn í landsliðshópinn núna.“ Þannig að það er möguleiki á að Albert komi til móts við landsliðið og spili fyrir Ísland í þessu landsliðsverkefni? „Ég veit það ekki á þessari stundu. En við þurfum að komast að því. Við þurfum líka að ræða við Albert. Þetta er knappur tími. En auðvitað er möguleikinn til staðar. Við verðum bara að bíða og sjá.“ Hefurðu verið í sambandi við Albert undanfarna daga eða vikur? „Ekki undanfarna daga. Ég talaði við hann þegar að hann var að glíma við meiðsli í upphafi tímabilsins. Ég ræddi ekkert við hann fyrir þetta tiltekna verkefni því ég vissi að ég mætti ekki velja hann. Ég þurfti því að einbeita mér að þeim leikmönnum sem ég mátti velja.“ Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA á föstudaginn kemur verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Sjá meira
Líkt og greint var frá fyrr í dag var Albert, sem er leikmaður ítalska úrvalsdeildarfélagsins Fiorentina, sýknaður af ákæru um nauðgun í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort málinu verði áfrýjað. Niðurstaða dagsins gerir það að verkum að velja má Albert á nýjan leik í íslenska landsliðið. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, greindi frá því í samtali við Vísi í dag eftir að niðurstaðan í máli Alberts var ljós að það væri nú í höndum Age Hareide, landsliðsþjálfara Íslands, að ákveða hvort kallað yrði í Albert núna. Í uppfærðri viðbragðsáætlun Knattspyrnusambands Íslands vegna meintra alvarlegra brota einstaklinga, sem samþykkt var í júní fyrra á þessu ári, segir að: Þegar mál hafa verið felld niður, eða að loknum sýknudómi, þá megi einstaklingur njóta vafans þannig að mál teljist ekki vera til meðferðar frá þeim tímapunkti. Það eigi við þó svo ákvörðun um niðurfellingu sé kærð eða sýknudómi áfrýjað. Ísland mætir Wales á Laugardalsvelli annað kvöld og svo Tyrklandi á mánudaginn kemur. Möguleiki er fyrir hendi að Albert verði kallaður inn í landsliðshópinn þó það verði að teljast ólíklegt að hann verði mættur frá Ítalíu á Laugardalsvöll strax á morgun. Nokkur flækjustig eru fyrir hendi líkt og Hareide tjáði sig um í samtali við Stöð 2 Sport eftir blaðamannafund Íslands í dag. „Við þurfum fyrst að líta á reglurnar sem gilda þegar að landslið vilja fá leikmenn frá félagsliðum í landsliðsverkefni,“ sagði Hareide. „Kerfið er þannig að við þurfum að tilkynna félagsliðum okkar landsliðsmanna að við ætlum okkur kannski að velja þá í landsliðsverkefni. Þetta eru reglur settar af Evrópska knattspyrnusambandinu. Við þurfum fyrst og fremst að komast að því hvort það sé í raun og veru möguleiki fyrir okkur að fá Albert inn í landsliðshópinn núna.“ Þannig að það er möguleiki á að Albert komi til móts við landsliðið og spili fyrir Ísland í þessu landsliðsverkefni? „Ég veit það ekki á þessari stundu. En við þurfum að komast að því. Við þurfum líka að ræða við Albert. Þetta er knappur tími. En auðvitað er möguleikinn til staðar. Við verðum bara að bíða og sjá.“ Hefurðu verið í sambandi við Albert undanfarna daga eða vikur? „Ekki undanfarna daga. Ég talaði við hann þegar að hann var að glíma við meiðsli í upphafi tímabilsins. Ég ræddi ekkert við hann fyrir þetta tiltekna verkefni því ég vissi að ég mætti ekki velja hann. Ég þurfti því að einbeita mér að þeim leikmönnum sem ég mátti velja.“ Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA á föstudaginn kemur verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr á Stöð 2 Sport.
Þegar mál hafa verið felld niður, eða að loknum sýknudómi, þá megi einstaklingur njóta vafans þannig að mál teljist ekki vera til meðferðar frá þeim tímapunkti. Það eigi við þó svo ákvörðun um niðurfellingu sé kærð eða sýknudómi áfrýjað.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Sjá meira