Skynsamleg orkunýting Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 10. október 2024 18:00 Umræðan um orkuskort hefur verið hávær að undanförnu, sér í lagi í kjölfar raforkuspár Landsnets sem nýlega kom út. En eins og fram hefur komið í máli forstjóra Landsvirkjunar nýverið þá hefur umræðan verið á villigötum. Það er einfaldlega ekki rétt að tala um orkuskort, þar sem Landsvirkjun hefur aldrei þurft að skerða forgangsorku á sinni 60 ára sögu og munu ekki gera samninga umfram getu, svo slíkt mun ekki raungerast. Það sem við sjáum er hins vegar eftirspurn umfram framboð. Við erum flest fylgjandi grænni orkuöflun – eins og kom fram í reyndar frekar leiðandi könnun á vegum Samtaka atvinnulífsins nýlega, þar sem 97 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust hlynnt „aukinni grænni orkuframleiðslu í landinu“. En græn orkuöflun verður að haldast í hendur við aðra þætti, eins og nærsamfélög og náttúru. Hún verður líka að vera hófsöm og byggja á skynsemi. Það er skynsamlegt að nýta raforku betur en nú er gert. Samkvæmt skýrslu um tækifæri til bættrar orkunýtni á Íslandi er mögulegt að bæta nýtni sem nemur um 8% af núverandi raforkunotkun þjóðarinnar. Til þess að ná árangri í bættri nýtni verður einnig mikilvægt að leggja áherslu á uppbyggingu flutnings- og dreifikerfa sem tryggja afhendingaröryggi um allt land. Það er skynsamlegt að forgangsraða orku til heimila og smærri notenda. Við eigum að tryggja að orka sé alltaf til staðar fyrir grunnþarfir samfélagsins. Á meðan Landsvirkjun hefur aukið sölu sína til almenns markaðar hafa aðrir framleiðendur dregið úr – úr þessu þarf að bæta. Það er líka skynsamlegt að vera með samninga um skerðanlega orku, þar sem hægt er að selja meira þegar nægileg orka er fyrir hendi en skerða þegar svo er ekki. Þannig getum við hámarkað nýtingu orkunnar, og höfum raunar tryggt 96-99 prósent nýtingu orkuauðlindarinnar einmitt vegna þessa. Vinstri græn eru ekki á móti grænni orkuöflun, en við leggjum áherslu á að allir virkjanakostir fari í gegnum rammaáætlun, að orkan sé nýtt á ábyrgan hátt og henni sé forgangsraðað til heimila, smánotenda og innlendra orkuskipta. Það er svo lykilatriði að virkjanir séu á forsendum samfélagsins alls, í eigu opinberra aðila og þær ógni ekki einstökum náttúruperlum landsins. Það er skynsamleg orkunýting - orkunýting sem þjónar hagsmunum þjóðarinnar og náttúrunnar. Höfundur er þingmaður Vinstri Grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vinstri græn Eva Dögg Davíðsdóttir Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um orkuskort hefur verið hávær að undanförnu, sér í lagi í kjölfar raforkuspár Landsnets sem nýlega kom út. En eins og fram hefur komið í máli forstjóra Landsvirkjunar nýverið þá hefur umræðan verið á villigötum. Það er einfaldlega ekki rétt að tala um orkuskort, þar sem Landsvirkjun hefur aldrei þurft að skerða forgangsorku á sinni 60 ára sögu og munu ekki gera samninga umfram getu, svo slíkt mun ekki raungerast. Það sem við sjáum er hins vegar eftirspurn umfram framboð. Við erum flest fylgjandi grænni orkuöflun – eins og kom fram í reyndar frekar leiðandi könnun á vegum Samtaka atvinnulífsins nýlega, þar sem 97 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust hlynnt „aukinni grænni orkuframleiðslu í landinu“. En græn orkuöflun verður að haldast í hendur við aðra þætti, eins og nærsamfélög og náttúru. Hún verður líka að vera hófsöm og byggja á skynsemi. Það er skynsamlegt að nýta raforku betur en nú er gert. Samkvæmt skýrslu um tækifæri til bættrar orkunýtni á Íslandi er mögulegt að bæta nýtni sem nemur um 8% af núverandi raforkunotkun þjóðarinnar. Til þess að ná árangri í bættri nýtni verður einnig mikilvægt að leggja áherslu á uppbyggingu flutnings- og dreifikerfa sem tryggja afhendingaröryggi um allt land. Það er skynsamlegt að forgangsraða orku til heimila og smærri notenda. Við eigum að tryggja að orka sé alltaf til staðar fyrir grunnþarfir samfélagsins. Á meðan Landsvirkjun hefur aukið sölu sína til almenns markaðar hafa aðrir framleiðendur dregið úr – úr þessu þarf að bæta. Það er líka skynsamlegt að vera með samninga um skerðanlega orku, þar sem hægt er að selja meira þegar nægileg orka er fyrir hendi en skerða þegar svo er ekki. Þannig getum við hámarkað nýtingu orkunnar, og höfum raunar tryggt 96-99 prósent nýtingu orkuauðlindarinnar einmitt vegna þessa. Vinstri græn eru ekki á móti grænni orkuöflun, en við leggjum áherslu á að allir virkjanakostir fari í gegnum rammaáætlun, að orkan sé nýtt á ábyrgan hátt og henni sé forgangsraðað til heimila, smánotenda og innlendra orkuskipta. Það er svo lykilatriði að virkjanir séu á forsendum samfélagsins alls, í eigu opinberra aðila og þær ógni ekki einstökum náttúruperlum landsins. Það er skynsamleg orkunýting - orkunýting sem þjónar hagsmunum þjóðarinnar og náttúrunnar. Höfundur er þingmaður Vinstri Grænna
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun