Vandasamt að greina velska liðið: „Við erum á betri stað núna“ Aron Guðmundsson skrifar 11. október 2024 11:00 Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands Vísir/Getty Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er bjartsýnn á að sitt lið geti sýnt fram á góða frammistöðu gegn Wales á heimavelli í kvöld í Þjóðadeild UEFA. Hann segir liðið á betri stað núna samanborið við síðasta landsliðsverkefni. Leikmenn Wales mæta á Laugardalsvöll með mikið sjálfstraust eftir góða byrjun undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Craig Bellamy. Wales er enn taplaust eftir fyrstu tvo leiki sína í stjórnartíð Bellamy í kjölfar jafnteflis gegn Tyrklandi og sigurs gegn Svartfjallalandi. Wales er með einu stigi meira en Ísland í 2.sæti riðilsins í B-deild Þjóðadeildarinnar en með sigri í kvöld getur Ísland lyft sér upp fyrir Wales. Einbeitingin hjá okkar mönnum hefur farið á eigin frammistöðu í aðdraganda leiksins. Erfitt er að lesa í leik Wales svo snemma inn í þjálfaratíð Bellamy. „Það er mjög erfitt fyrir okkur að greina þá,“ segir Hareide. „Þeir hafa aðeins spilað tvo leiki undir stjórn nýs þjálfara. Áttu góða frammistöðu á heimavelli gegn góðu liði Tyrkja og náðu þar jafntefli. Við sáum þar brot af því sem Wales getur komið með að borðinu. Þeir eru með góða og fljóta kantmenn. Þá eru þeir með góða leikmenn í öðrum stöðum. Góða og stöðuga leikmenn.“ „Þá er nær ógerlegt að taka eitthvað úr leik þeirra gegn Svartfjallalandi í síðustu umferð vegna veðurfarslegra aðstæðna sem voru ríkjandi í Svartfjallalandi þegar að leikurinn fór fram sem og ástand vallarins. Við höfum því sett einbeitinguna á okkar eigin leiki í undirbúningi fyrir þennan leik. Við viljum gera okkur það kleift að standa okkur vel hérna á heimavelli. Við eigum að geta það á móti hvaða liði sem er hér á Laugardalsvelli. Undirbúningurinn hefur snúið að því að við verðum sem best í stakk búnir að geta náð fram okkar bestu frammistöðu gegn Wales.“ Varðandi stöðuna á leikmannahópnum í aðdraganda leiksins hafði Hareide þetta að segja: „Mér finnst við á betri stað núna heldur en í síðasta verkefni. Margir af okkar leikmönnum voru að skipta um félög í sumar í aðdraganda síðasta verkefnis. Leikmenn eru farnir að spila reglulega núna. Þeir eru í betra standi. Við erum á góðum stað núna. Höldum áfram að vinna með sömu hlutina. Það er mikilvægt sökum þess hversu lítinn tíma við fáum saman. Vonandi getum við sýnt góða frammistöðu á móti Wales.“ Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA í kvöld verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Sjá meira
Leikmenn Wales mæta á Laugardalsvöll með mikið sjálfstraust eftir góða byrjun undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Craig Bellamy. Wales er enn taplaust eftir fyrstu tvo leiki sína í stjórnartíð Bellamy í kjölfar jafnteflis gegn Tyrklandi og sigurs gegn Svartfjallalandi. Wales er með einu stigi meira en Ísland í 2.sæti riðilsins í B-deild Þjóðadeildarinnar en með sigri í kvöld getur Ísland lyft sér upp fyrir Wales. Einbeitingin hjá okkar mönnum hefur farið á eigin frammistöðu í aðdraganda leiksins. Erfitt er að lesa í leik Wales svo snemma inn í þjálfaratíð Bellamy. „Það er mjög erfitt fyrir okkur að greina þá,“ segir Hareide. „Þeir hafa aðeins spilað tvo leiki undir stjórn nýs þjálfara. Áttu góða frammistöðu á heimavelli gegn góðu liði Tyrkja og náðu þar jafntefli. Við sáum þar brot af því sem Wales getur komið með að borðinu. Þeir eru með góða og fljóta kantmenn. Þá eru þeir með góða leikmenn í öðrum stöðum. Góða og stöðuga leikmenn.“ „Þá er nær ógerlegt að taka eitthvað úr leik þeirra gegn Svartfjallalandi í síðustu umferð vegna veðurfarslegra aðstæðna sem voru ríkjandi í Svartfjallalandi þegar að leikurinn fór fram sem og ástand vallarins. Við höfum því sett einbeitinguna á okkar eigin leiki í undirbúningi fyrir þennan leik. Við viljum gera okkur það kleift að standa okkur vel hérna á heimavelli. Við eigum að geta það á móti hvaða liði sem er hér á Laugardalsvelli. Undirbúningurinn hefur snúið að því að við verðum sem best í stakk búnir að geta náð fram okkar bestu frammistöðu gegn Wales.“ Varðandi stöðuna á leikmannahópnum í aðdraganda leiksins hafði Hareide þetta að segja: „Mér finnst við á betri stað núna heldur en í síðasta verkefni. Margir af okkar leikmönnum voru að skipta um félög í sumar í aðdraganda síðasta verkefnis. Leikmenn eru farnir að spila reglulega núna. Þeir eru í betra standi. Við erum á góðum stað núna. Höldum áfram að vinna með sömu hlutina. Það er mikilvægt sökum þess hversu lítinn tíma við fáum saman. Vonandi getum við sýnt góða frammistöðu á móti Wales.“ Leikur Íslands og Wales í Þjóðadeild UEFA í kvöld verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan korter í sjö en upphitun hefst hálftíma fyrr.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Sjá meira