Bellamy: Jói lyklakippan en kann alveg að tuða Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2024 11:33 Craig Bellamy tók við velska landsliðinu í sumar og hefur þótt byrja vel. Getty/Nick Potts „Því meira sem ég sé af íslenska landsliðinu því hrifnari er ég,“ segir Craig Bellamy, þjálfari velska landsliðsins í fótbolta, sem ætlar með þrjú stig heim af Laugardalsvelli í kvöld. Hann þekkir fyrirliða íslenska liðsins, Jóhann Berg Guðmundsson, ansi vel. Bellamy, þá framherji West Ham, fór sigri hrósandi heim frá Reykjavík vorið 2008, eftir 1-0 sigur í sínum 50. A-landsleik fyrir Wales. Nú er hann mættur aftur sem þjálfari velska landsliðsins, í öllu meiri kulda, og ætlar sér aftur sigur, gegn Íslandi í Þjóðadeildinni en reiknar með erfiðum leik. „Við erum vel meðvitaðir um föstu leikatriðin hjá Íslandi, sérstaklega í síðustu leikjum, en líka hvað þeir geta gert í skyndisóknum sínum. Þeir vinna mjög vel saman sem lið, en hafa líka einstaklingsgæði. Þetta er því mjög hættulegt lið,“ segir Bellamy við Vísi um íslenska liðið. Þekkir íslenska liðið vel vegna Jóhanns Hann var þjálfari hjá Burnley í tvö ár og þekkir því Jóhann Berg sérstaklega vel. „Jóhann er lyklakippan. Hann hefur alltaf heillað mig með íslenska landsliðinu og ég hef náð að sjá ansi mikið af Íslandi bara vegna þess að ég þjálfaði Jóa. Ég er mjög hrifinn af honum, bæði sem manneskju og leikmanni,“ segir Bellamy. Þjálfarinn bað um að fá að kalla íslenska fyrirliðann Jóa og glotti þegar blaðamaður minntist á klippu úr sjónvarpsþáttum um Burnley, þar sem sjá mátti Vincent Kompany öskra á Jóhann og halda því fram að hann væri alltaf að tuða. Kröfuharður á jákvæðan hátt „Hann getur það svo sannarlega [tuðað]. En ég kunni virkilega vel við hann og persónuleika hans. Hann er mjög klár leikmaður og sér leikinn mjög vel. Hann er kröfuharður en á jákvæðan hátt, og ég kann vel við það. Hann krefst svo sannarlega mikils af sjálfum sér líka. Vinny myndi segja það sama, það er mjög auðvelt að vinna með Jóa. Hann hefur reynst Íslandi vel og það var mjög ánægjulegt að vinna með honum,“ segir Bellamy. Öllu vanir varðandi veðrið Bellamy hefur þótt fara vel af stað eftir að hann tók við Wales í sumar, en liðið fékk fjögur stig gegn Svartfellingum og Tyrkjum í september. Í útileiknum við Svartfjallaland hellirigndi og Bellamy kvartar ekki undan aðstæðum á Íslandi, þó að hér sé vissulega kalt. „Veðrið er ekkert frábært í okkar heimalandi svo við erum öllu vanir. Við hlökkum bara til. Þjóðadeildin býður upp á leiki við hörkugóð lið og góðir leikmenn geta spilað vel við góðar aðstæður. Það á líka við um íslenska landsliðið og þetta ætti að verða góður leikur.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Vandasamt að greina velska liðið: „Við erum á betri stað núna“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er bjartsýnn á að sitt lið geti sýnt fram á góða frammistöðu gegn Wales á heimavelli í kvöld í Þjóðadeild UEFA. Hann segir liðið á betri stað núna samanborið við síðasta landsliðsverkefni. 11. október 2024 11:00 „Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu“ „Hann er frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta," segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem þekkir vel til þjálfara Wales sem Ísland mætir í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hann vonast til að fólk fjölmenni á leik kvöldsins og að Laugardalsvöllur verði aftur að því vígi sem hann var á sínum tíma. 11. október 2024 08:02 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira
Bellamy, þá framherji West Ham, fór sigri hrósandi heim frá Reykjavík vorið 2008, eftir 1-0 sigur í sínum 50. A-landsleik fyrir Wales. Nú er hann mættur aftur sem þjálfari velska landsliðsins, í öllu meiri kulda, og ætlar sér aftur sigur, gegn Íslandi í Þjóðadeildinni en reiknar með erfiðum leik. „Við erum vel meðvitaðir um föstu leikatriðin hjá Íslandi, sérstaklega í síðustu leikjum, en líka hvað þeir geta gert í skyndisóknum sínum. Þeir vinna mjög vel saman sem lið, en hafa líka einstaklingsgæði. Þetta er því mjög hættulegt lið,“ segir Bellamy við Vísi um íslenska liðið. Þekkir íslenska liðið vel vegna Jóhanns Hann var þjálfari hjá Burnley í tvö ár og þekkir því Jóhann Berg sérstaklega vel. „Jóhann er lyklakippan. Hann hefur alltaf heillað mig með íslenska landsliðinu og ég hef náð að sjá ansi mikið af Íslandi bara vegna þess að ég þjálfaði Jóa. Ég er mjög hrifinn af honum, bæði sem manneskju og leikmanni,“ segir Bellamy. Þjálfarinn bað um að fá að kalla íslenska fyrirliðann Jóa og glotti þegar blaðamaður minntist á klippu úr sjónvarpsþáttum um Burnley, þar sem sjá mátti Vincent Kompany öskra á Jóhann og halda því fram að hann væri alltaf að tuða. Kröfuharður á jákvæðan hátt „Hann getur það svo sannarlega [tuðað]. En ég kunni virkilega vel við hann og persónuleika hans. Hann er mjög klár leikmaður og sér leikinn mjög vel. Hann er kröfuharður en á jákvæðan hátt, og ég kann vel við það. Hann krefst svo sannarlega mikils af sjálfum sér líka. Vinny myndi segja það sama, það er mjög auðvelt að vinna með Jóa. Hann hefur reynst Íslandi vel og það var mjög ánægjulegt að vinna með honum,“ segir Bellamy. Öllu vanir varðandi veðrið Bellamy hefur þótt fara vel af stað eftir að hann tók við Wales í sumar, en liðið fékk fjögur stig gegn Svartfellingum og Tyrkjum í september. Í útileiknum við Svartfjallaland hellirigndi og Bellamy kvartar ekki undan aðstæðum á Íslandi, þó að hér sé vissulega kalt. „Veðrið er ekkert frábært í okkar heimalandi svo við erum öllu vanir. Við hlökkum bara til. Þjóðadeildin býður upp á leiki við hörkugóð lið og góðir leikmenn geta spilað vel við góðar aðstæður. Það á líka við um íslenska landsliðið og þetta ætti að verða góður leikur.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Vandasamt að greina velska liðið: „Við erum á betri stað núna“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er bjartsýnn á að sitt lið geti sýnt fram á góða frammistöðu gegn Wales á heimavelli í kvöld í Þjóðadeild UEFA. Hann segir liðið á betri stað núna samanborið við síðasta landsliðsverkefni. 11. október 2024 11:00 „Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu“ „Hann er frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta," segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem þekkir vel til þjálfara Wales sem Ísland mætir í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hann vonast til að fólk fjölmenni á leik kvöldsins og að Laugardalsvöllur verði aftur að því vígi sem hann var á sínum tíma. 11. október 2024 08:02 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira
Vandasamt að greina velska liðið: „Við erum á betri stað núna“ Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er bjartsýnn á að sitt lið geti sýnt fram á góða frammistöðu gegn Wales á heimavelli í kvöld í Þjóðadeild UEFA. Hann segir liðið á betri stað núna samanborið við síðasta landsliðsverkefni. 11. október 2024 11:00
„Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu“ „Hann er frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta," segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem þekkir vel til þjálfara Wales sem Ísland mætir í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hann vonast til að fólk fjölmenni á leik kvöldsins og að Laugardalsvöllur verði aftur að því vígi sem hann var á sínum tíma. 11. október 2024 08:02