Ben Davies: Synd að hafa ekki spilað með Gylfa Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2024 14:45 Ben Davies ræddi við Vísi og Stöð 2 Sport í aðdraganda leiksins við Ísland í kvöld. Stöð 2 Sport „Við reiknum með erfiðum leik. Það eru margir erfiðir útivellir í Evrópu og þetta er einn af þeim,“ segir Tottenham-maðurinn Ben Davies sem verður fyrirliði Wales gegn Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta. „Íslendingar hafa náð hérna mjög góðum úrslitum gegn erfiðum mótherjum og við verðum að vera upp á okkar besta til að ná góðum úrslitum,“ segir Davies. Walesverjar lentu á Íslandi í gær eftir að hafa tekið æfingu heima fyrir, og eiga því eftir að kynnast vellinum í Laugardal betur. Völlurinn hefur verið lagður dúk alla vikuna til að verja hann fyrir kulda, og hitinn verður ansi nærri frostmarki í kvöld þegar leikurinn fer fram. Hafa þessar aðstæður áhrif? „Það er sannarlega kaldara hérna en í Wales en við erum vanir alls konar veðri heima svo það er engin afsökun,“ segir varnarmaðurinn Davies en viðtalið má sjá hér að neðan. Wales og Tyrkland eru efst í riðli Íslands með fjögur stig, Ísland er með þrjú og Svartfjallaland án stiga. Efsta lið riðilsins kemst upp í A-deild og tryggir sér væntanlega sæti í HM-umspili á næsta ári. Lítur Davies á Ísland sem keppinaut um það? „Já, klárlega. Það eru erfið lið í þessum riðli og sérstaklega mikilvægt að standa sig í útileikjunum. Ísland hefur náð góðum úrslitum og það er ekki langt síðan liðið var í deild fyrir ofan okkur. Þessi leikur verður áskorun fyrir okkur.“ Fór í skiptum fyrir Gylfa Davies þekkir best til íslensku leikmannanna sem spilað hafa í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur verið leikmaður Tottenham frá árinu 2014 þegar hann fór ásamt markverðinum Michel Vorm í skiptum fyrir Gylfa sem fór til Swansea. Gylfi, sem glímt hefur við bakmeiðsli að undanförnu en er klár í slaginn í kvöld, hafði áður verið að láni hjá Swansea. „Ég var ungur í Swansea þegar Gylfi kom í aðalliðið okkar, svo ég náði að æfa með honum í eitt ár. En við spiluðum aldrei saman, sem var svolítil synd. Svo hef ég mætt Jóhanni Guðmundssyni ansi oft í ensku úrvalsdeildinni. Þetta eru tveir mjög góðir leikmenn með mikla reynslu á hæsta stigi, og við vitum allir að við verðum að sýna okkar besta,“ segir Davies. Heitasti leikmaður Wales er liðsfélagi Davies hjá Tottenham, Brennan Johnson, sem skorað hefur í sex síðustu leikjum enska liðsins. Ljóst er að íslenska vörnin þarf að hafa fyrir því að stöðva hann: „Það er frábært fyrir okkur sem landslið að hafa leikmann sem kemur inn í leikina með svona mikið sjálfstraust. Vonandi nær hann að skora nokkur mörk fyrir okkur,“ segir Davies. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Draumur frá því ég var lítill“ Orri Steinn Óskarsson kemur inn í landsliðsverkefni Íslands með rólegri huga en í síðasta mánuði. Það hefur gengið á ýmsu hjá framherjanum unga síðustu vikur. 11. október 2024 12:33 Bellamy: Jói lyklakippan en kann alveg að tuða „Því meira sem ég sé af íslenska landsliðinu því hrifnari er ég,“ segir Craig Bellamy, þjálfari velska landsliðsins í fótbolta, sem ætlar með þrjú stig heim af Laugardalsvelli í kvöld. Hann þekkir fyrirliða íslenska liðsins, Jóhann Berg Guðmundsson, ansi vel. 11. október 2024 11:33 „Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu“ „Hann er frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta," segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem þekkir vel til þjálfara Wales sem Ísland mætir í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hann vonast til að fólk fjölmenni á leik kvöldsins og að Laugardalsvöllur verði aftur að því vígi sem hann var á sínum tíma. 11. október 2024 08:02 Sverrir Ingi minnist Baldocks: „Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar“ Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason minntist samherja síns hjá Panathinaikos, Georges Baldock, í færslu á Instagram. Hann segir að sorgin vegna fráfalls hans sé óbærileg. 10. október 2024 15:02 Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
„Íslendingar hafa náð hérna mjög góðum úrslitum gegn erfiðum mótherjum og við verðum að vera upp á okkar besta til að ná góðum úrslitum,“ segir Davies. Walesverjar lentu á Íslandi í gær eftir að hafa tekið æfingu heima fyrir, og eiga því eftir að kynnast vellinum í Laugardal betur. Völlurinn hefur verið lagður dúk alla vikuna til að verja hann fyrir kulda, og hitinn verður ansi nærri frostmarki í kvöld þegar leikurinn fer fram. Hafa þessar aðstæður áhrif? „Það er sannarlega kaldara hérna en í Wales en við erum vanir alls konar veðri heima svo það er engin afsökun,“ segir varnarmaðurinn Davies en viðtalið má sjá hér að neðan. Wales og Tyrkland eru efst í riðli Íslands með fjögur stig, Ísland er með þrjú og Svartfjallaland án stiga. Efsta lið riðilsins kemst upp í A-deild og tryggir sér væntanlega sæti í HM-umspili á næsta ári. Lítur Davies á Ísland sem keppinaut um það? „Já, klárlega. Það eru erfið lið í þessum riðli og sérstaklega mikilvægt að standa sig í útileikjunum. Ísland hefur náð góðum úrslitum og það er ekki langt síðan liðið var í deild fyrir ofan okkur. Þessi leikur verður áskorun fyrir okkur.“ Fór í skiptum fyrir Gylfa Davies þekkir best til íslensku leikmannanna sem spilað hafa í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur verið leikmaður Tottenham frá árinu 2014 þegar hann fór ásamt markverðinum Michel Vorm í skiptum fyrir Gylfa sem fór til Swansea. Gylfi, sem glímt hefur við bakmeiðsli að undanförnu en er klár í slaginn í kvöld, hafði áður verið að láni hjá Swansea. „Ég var ungur í Swansea þegar Gylfi kom í aðalliðið okkar, svo ég náði að æfa með honum í eitt ár. En við spiluðum aldrei saman, sem var svolítil synd. Svo hef ég mætt Jóhanni Guðmundssyni ansi oft í ensku úrvalsdeildinni. Þetta eru tveir mjög góðir leikmenn með mikla reynslu á hæsta stigi, og við vitum allir að við verðum að sýna okkar besta,“ segir Davies. Heitasti leikmaður Wales er liðsfélagi Davies hjá Tottenham, Brennan Johnson, sem skorað hefur í sex síðustu leikjum enska liðsins. Ljóst er að íslenska vörnin þarf að hafa fyrir því að stöðva hann: „Það er frábært fyrir okkur sem landslið að hafa leikmann sem kemur inn í leikina með svona mikið sjálfstraust. Vonandi nær hann að skora nokkur mörk fyrir okkur,“ segir Davies.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Draumur frá því ég var lítill“ Orri Steinn Óskarsson kemur inn í landsliðsverkefni Íslands með rólegri huga en í síðasta mánuði. Það hefur gengið á ýmsu hjá framherjanum unga síðustu vikur. 11. október 2024 12:33 Bellamy: Jói lyklakippan en kann alveg að tuða „Því meira sem ég sé af íslenska landsliðinu því hrifnari er ég,“ segir Craig Bellamy, þjálfari velska landsliðsins í fótbolta, sem ætlar með þrjú stig heim af Laugardalsvelli í kvöld. Hann þekkir fyrirliða íslenska liðsins, Jóhann Berg Guðmundsson, ansi vel. 11. október 2024 11:33 „Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu“ „Hann er frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta," segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem þekkir vel til þjálfara Wales sem Ísland mætir í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hann vonast til að fólk fjölmenni á leik kvöldsins og að Laugardalsvöllur verði aftur að því vígi sem hann var á sínum tíma. 11. október 2024 08:02 Sverrir Ingi minnist Baldocks: „Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar“ Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason minntist samherja síns hjá Panathinaikos, Georges Baldock, í færslu á Instagram. Hann segir að sorgin vegna fráfalls hans sé óbærileg. 10. október 2024 15:02 Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Sjá meira
„Draumur frá því ég var lítill“ Orri Steinn Óskarsson kemur inn í landsliðsverkefni Íslands með rólegri huga en í síðasta mánuði. Það hefur gengið á ýmsu hjá framherjanum unga síðustu vikur. 11. október 2024 12:33
Bellamy: Jói lyklakippan en kann alveg að tuða „Því meira sem ég sé af íslenska landsliðinu því hrifnari er ég,“ segir Craig Bellamy, þjálfari velska landsliðsins í fótbolta, sem ætlar með þrjú stig heim af Laugardalsvelli í kvöld. Hann þekkir fyrirliða íslenska liðsins, Jóhann Berg Guðmundsson, ansi vel. 11. október 2024 11:33
„Vonandi getum við nýtt okkur mína kunnáttu“ „Hann er frábær þjálfari sem veit nákvæmlega hvernig hann vill spila fótbolta," segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem þekkir vel til þjálfara Wales sem Ísland mætir í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hann vonast til að fólk fjölmenni á leik kvöldsins og að Laugardalsvöllur verði aftur að því vígi sem hann var á sínum tíma. 11. október 2024 08:02
Sverrir Ingi minnist Baldocks: „Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar“ Íslenski landsliðsmaðurinn Sverrir Ingi Ingason minntist samherja síns hjá Panathinaikos, Georges Baldock, í færslu á Instagram. Hann segir að sorgin vegna fráfalls hans sé óbærileg. 10. október 2024 15:02
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn