Hundalógík ríkisstjórnarinnar Guðbrandur Einarsson skrifar 11. október 2024 14:02 í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er áformað að skerða framlag ríkisins til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóðanna á næsta ári og fella það síðan alveg niður. Framlagið sem þarna um ræðir kom til framkvæmda árið 2007 sem hluti af kjarasamningi og það var ekkert sem benti til þess þá að um tímabundið framlag væri að ræða eða að það yrði fellt niður seinna meir af óvinsælustu ríkisstjórn Íslandssögunnar. Nú hefur þessi ríkisstjórn - sem reyndar er komin í líknandi meðferð - tekið ákvörðun um að eðlilegt og rétt sé að skerða þetta framlag sem hingað til hefur gert það verkum að ekki hefur þurft að skerða lífeyrisréttindi hjá þeim sjóðum sem bera þyngstu örorkubyrðina. Og hvaða sjóðir eru það sem verða hvað harðast úti við þessar breytingar? Jú, það eru sjóðir fólksins sem hefur haft lægstu launin í gegnum starfsævina og á þar af leiðandi minnstu lífeyrisréttindin. Í þeirra vasa á nú að seilast. Breiðu bökin? Í mínum huga er það fullkomin firring hjá ríkisstjórninni að ætla að fjármagna gömul kosningaloforð Vinstri grænna með þessum hætti. Að færa fjármuni frá tekjulágum hópi til þess að bæta stöðu annars tekjulágs hóps er í mínum huga ekkert annað en hundalógík. Hana á ég erfitt með að skilja sem þátttakandi í verkalýðsbaráttu í áratugi. Eru breiðu bökin í samfélaginu allt í einu að finna í lífeyrissjóðum verkafólks? Ólík örorkubyrði lífeyrissjóða Íslenskir lífeyrissjóðir bera mismunandi örorkubyrði og að sjálfsögðu ekki rétt að þeir sjóðir sem hafa lægstu örorkubyrðina fái framlag úr ríkissjóði. Hins vegar er staðan þannig hjá mörgum sjóðum verkafólks að rúmlega fjórðungur greiðslna sjóðanna fer í að greiða örorkulífeyri. Lífeyrissjóðir verða að skerða Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar hefur komið fram að Festa lífeyrissjóður gæti þurft að skerða réttindi um allt að 7 prósent og Gildi lífeyrissjóður um tæp 6 prósent, nái þessi áform ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Arfavitlaus forgangsröðun Er þetta það sem við viljum? Að seilst sé í vasa fátækasta fólksins í landinu til þess að fjármagna hallarekstur ríkissjóðs? Hvað segir svona forgangsröðun okkur? Þessi forgangsröðun segir mér alla vega að þessi ríkistjórn hefur ekki getu til að forgangsraða í þágu fólksins í landinu og þess vegna á hún að fara frá. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Viðreisn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er áformað að skerða framlag ríkisins til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóðanna á næsta ári og fella það síðan alveg niður. Framlagið sem þarna um ræðir kom til framkvæmda árið 2007 sem hluti af kjarasamningi og það var ekkert sem benti til þess þá að um tímabundið framlag væri að ræða eða að það yrði fellt niður seinna meir af óvinsælustu ríkisstjórn Íslandssögunnar. Nú hefur þessi ríkisstjórn - sem reyndar er komin í líknandi meðferð - tekið ákvörðun um að eðlilegt og rétt sé að skerða þetta framlag sem hingað til hefur gert það verkum að ekki hefur þurft að skerða lífeyrisréttindi hjá þeim sjóðum sem bera þyngstu örorkubyrðina. Og hvaða sjóðir eru það sem verða hvað harðast úti við þessar breytingar? Jú, það eru sjóðir fólksins sem hefur haft lægstu launin í gegnum starfsævina og á þar af leiðandi minnstu lífeyrisréttindin. Í þeirra vasa á nú að seilast. Breiðu bökin? Í mínum huga er það fullkomin firring hjá ríkisstjórninni að ætla að fjármagna gömul kosningaloforð Vinstri grænna með þessum hætti. Að færa fjármuni frá tekjulágum hópi til þess að bæta stöðu annars tekjulágs hóps er í mínum huga ekkert annað en hundalógík. Hana á ég erfitt með að skilja sem þátttakandi í verkalýðsbaráttu í áratugi. Eru breiðu bökin í samfélaginu allt í einu að finna í lífeyrissjóðum verkafólks? Ólík örorkubyrði lífeyrissjóða Íslenskir lífeyrissjóðir bera mismunandi örorkubyrði og að sjálfsögðu ekki rétt að þeir sjóðir sem hafa lægstu örorkubyrðina fái framlag úr ríkissjóði. Hins vegar er staðan þannig hjá mörgum sjóðum verkafólks að rúmlega fjórðungur greiðslna sjóðanna fer í að greiða örorkulífeyri. Lífeyrissjóðir verða að skerða Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar hefur komið fram að Festa lífeyrissjóður gæti þurft að skerða réttindi um allt að 7 prósent og Gildi lífeyrissjóður um tæp 6 prósent, nái þessi áform ríkisstjórnarinnar fram að ganga. Arfavitlaus forgangsröðun Er þetta það sem við viljum? Að seilst sé í vasa fátækasta fólksins í landinu til þess að fjármagna hallarekstur ríkissjóðs? Hvað segir svona forgangsröðun okkur? Þessi forgangsröðun segir mér alla vega að þessi ríkistjórn hefur ekki getu til að forgangsraða í þágu fólksins í landinu og þess vegna á hún að fara frá. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun