Kári sagði að Kolbeinn ætti að biðja um skiptingu í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2024 19:58 Kolbeinn Birgir Finnsson var tekinn af velli í hálfleik. Vísir/Anton Brink Íslenska landsliðið fékk á sig tvö mörk á fyrsta hálftímanum á móti Wales í Þjóðadeildinni í kvöld og fyrrum miðverðir íslenska landsliðsins voru allt annað en sáttir með varnarleikinn í mörkum Wales. Kjartan Atli Kjartansson spurði Kári Árnason út í fyrri hálfleikinn hjá íslenska landsliðinu. „Þetta er sama gamla sagan. Vörnin er bara sofandi og við erum í rauninni heppnir að vera ekki 3-0 undir miðað við dauðafærið sem þeir fengu þarna undir lokin,“ sagði Kári. Kjartan spurði Lárus Orra Sigurðsson út í hvað var að gerast þegar Wales skoraði fyrri markið sitt. „Ég held að við verðum að horfa svolítið á Kolbein [Birgi Finnsson] þarna. Ég held að Kolbeinn hafi farið inn í þennan leik með gríðarlegar áhyggjur af honum [Brennan] Johnson þarna úti á kanti. Hann er mjög utarlega, hann hefur áhyggjur af honum og tekur ekki hlaupið þarna inn,“ sagði Lárus Orri. „Við sjáum það enn betur á eftir þegar við sjáum mark tvö. Málið er það að hann er það utarlega hann Johnson að það er alveg nógur tími til að fara út ef fyrirgjöfin er á hann. Hann verður að taka þessi hlaup inn,“ sagði Lárus. Bæði mörkin komu eftir hlaup Harry Wilson af miðjunni og undirbúningur markanna var keimlíkur. Kári var einnig ósáttur með Kolbein. „Hann þarf bara að biðja um skiptingu. Þetta er ekki boðlegt,“ sagði Kári. „Í fyrra markinu hefði hann getað náð Brennan Johnson sem síðan skoraði markið en hann gefst bara upp þegar hann er sloppinn í gegn. Hákon gerir vel í markinu að verja en svo er Brennan Johnson bara kominn í frákastið,“ sagði Kári. Hvort sem að Kolbeinn hafi farið af ráðum Kára eða ekki þá var hann tekinn af velli í hálfleik. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna í hálfleik. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson spurði Kári Árnason út í fyrri hálfleikinn hjá íslenska landsliðinu. „Þetta er sama gamla sagan. Vörnin er bara sofandi og við erum í rauninni heppnir að vera ekki 3-0 undir miðað við dauðafærið sem þeir fengu þarna undir lokin,“ sagði Kári. Kjartan spurði Lárus Orra Sigurðsson út í hvað var að gerast þegar Wales skoraði fyrri markið sitt. „Ég held að við verðum að horfa svolítið á Kolbein [Birgi Finnsson] þarna. Ég held að Kolbeinn hafi farið inn í þennan leik með gríðarlegar áhyggjur af honum [Brennan] Johnson þarna úti á kanti. Hann er mjög utarlega, hann hefur áhyggjur af honum og tekur ekki hlaupið þarna inn,“ sagði Lárus Orri. „Við sjáum það enn betur á eftir þegar við sjáum mark tvö. Málið er það að hann er það utarlega hann Johnson að það er alveg nógur tími til að fara út ef fyrirgjöfin er á hann. Hann verður að taka þessi hlaup inn,“ sagði Lárus. Bæði mörkin komu eftir hlaup Harry Wilson af miðjunni og undirbúningur markanna var keimlíkur. Kári var einnig ósáttur með Kolbein. „Hann þarf bara að biðja um skiptingu. Þetta er ekki boðlegt,“ sagði Kári. „Í fyrra markinu hefði hann getað náð Brennan Johnson sem síðan skoraði markið en hann gefst bara upp þegar hann er sloppinn í gegn. Hákon gerir vel í markinu að verja en svo er Brennan Johnson bara kominn í frákastið,“ sagði Kári. Hvort sem að Kolbeinn hafi farið af ráðum Kára eða ekki þá var hann tekinn af velli í hálfleik. Hér fyrir neðan má sjá umræðuna í hálfleik.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Sjá meira