Hareide: „Við gerðum skelfileg mistök“ Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2024 21:07 Åge Hareide og Davíð Snorri Jónasson aðstoðarmaður hans, á bekknum á Laugardalsvelli í kvöld. vísir/Anton „Ég er mjög vonsvikinn því við spiluðum ekki eins og til stóð í fyrri hálfleiknum. Við gerðum skelfileg mistök sem eiga ekki að sjást í alþjóðlegum fótbolta,“ sagði Åge Hareide, þjálfari Íslands, eftir 2-2 jafnteflið við Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. Hareide var afskaplega vonsvikinn yfir mörkunum sem Ísland fékk á sig í fyrri hálfleiknum, þegar langar sendingar galopnuðu vörn Íslands og gáfu Wales dauðafæri. „En svona gerist í fótbolta og við gerum allir mistök. Það er hluti af leiknum. Það eina sem við gátum gert var að fara inn til búningsklefa í hálfleik, ræða við menn og koma liðinu í gang. Ég verð að hrósa liðsandanum og hvernig liðið tók gjörsamlega yfir leikinn. Við hefðum átt skilið að vinna,“ sagði Hareide og bætti við: „Þetta var ekki besti varnarleikurinn, það er óhætt að segja. En svona gerist. Ef að varnarmaður gerir mistök þá er það dýrkeypt. Ef að sóknarmaður skýtur í stöng þá virðist það ekki eins dýrkeypt. En við verðum að meta frammistöðuna í heild. Ég er ánægður með hverju við náðum þó út úr þessu.“ Logi Tómasson kom inn á fyrir Kolbein Finnsson í upphafi seinni hálfleiks og skoraði bæði mörk Íslands. „Logi var stórkostlegur eftir að hann kom inn á. Hann var grimmur og fór fram. Við ætluðum að nota Kolbein í fyrri leiknum og Loga í þeim seinni, því þeir eru báðir góðir, ungir bakverðir. En Logi átti góðan dag og Kolbeinn ekki góðan dag,“ sagði Hareide. Tilfinningar hans eru því blendnar eftir leikinn: „Það var svo mikilvægt að vinna og mér fannst við geta það. Æfingarnar hafa verið góðar og menn einbeittir. En eins skrýtið og það er þá gleymdum við því öllu í fyrri hálfleiknum. Gleymdum að verjast eins vel og vanalega, og það kostaði okkur. En sem betur fer fengum við tvö mörk og stig.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Logi í vímu eftir leik: Ég er vanur að skora góð mörk Logi Tómasson var hetja íslenska fótboltalandsliðsins í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á móti Wales í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum. 11. október 2024 20:57 Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales á Laugardalsvelli. Kolbeinn Finnsson bar ábyrgð á báðum mörkum gestanna, honum var skipt út af í hálfleik fyrir Loga Tómasson sem skoraði bæði mörk Íslands og var valinn maður leiksins. 11. október 2024 20:42 Twitter um leikinn: Haltu bara áfram að skína Logi Líkt og áður þegar íslenska landsliðið í knattspyrnu spilar höfðu stuðningsmenn liðsins mikið að segja á samfélagsmiðlum. Þetta hafði þjóðin að segja um leik Íslands og Wales. 11. október 2024 20:39 Leik lokið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Varamaðurinn Logi Tómasson sá til þess að Ísland næði þó að minnsta kosti í stig gegn Wales í kvöld, þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Þjóðadeildinni í fótbolta, í leik tveggja gjörólíkra hálfleika. 11. október 2024 17:45 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira
Hareide var afskaplega vonsvikinn yfir mörkunum sem Ísland fékk á sig í fyrri hálfleiknum, þegar langar sendingar galopnuðu vörn Íslands og gáfu Wales dauðafæri. „En svona gerist í fótbolta og við gerum allir mistök. Það er hluti af leiknum. Það eina sem við gátum gert var að fara inn til búningsklefa í hálfleik, ræða við menn og koma liðinu í gang. Ég verð að hrósa liðsandanum og hvernig liðið tók gjörsamlega yfir leikinn. Við hefðum átt skilið að vinna,“ sagði Hareide og bætti við: „Þetta var ekki besti varnarleikurinn, það er óhætt að segja. En svona gerist. Ef að varnarmaður gerir mistök þá er það dýrkeypt. Ef að sóknarmaður skýtur í stöng þá virðist það ekki eins dýrkeypt. En við verðum að meta frammistöðuna í heild. Ég er ánægður með hverju við náðum þó út úr þessu.“ Logi Tómasson kom inn á fyrir Kolbein Finnsson í upphafi seinni hálfleiks og skoraði bæði mörk Íslands. „Logi var stórkostlegur eftir að hann kom inn á. Hann var grimmur og fór fram. Við ætluðum að nota Kolbein í fyrri leiknum og Loga í þeim seinni, því þeir eru báðir góðir, ungir bakverðir. En Logi átti góðan dag og Kolbeinn ekki góðan dag,“ sagði Hareide. Tilfinningar hans eru því blendnar eftir leikinn: „Það var svo mikilvægt að vinna og mér fannst við geta það. Æfingarnar hafa verið góðar og menn einbeittir. En eins skrýtið og það er þá gleymdum við því öllu í fyrri hálfleiknum. Gleymdum að verjast eins vel og vanalega, og það kostaði okkur. En sem betur fer fengum við tvö mörk og stig.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Logi í vímu eftir leik: Ég er vanur að skora góð mörk Logi Tómasson var hetja íslenska fótboltalandsliðsins í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á móti Wales í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum. 11. október 2024 20:57 Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales á Laugardalsvelli. Kolbeinn Finnsson bar ábyrgð á báðum mörkum gestanna, honum var skipt út af í hálfleik fyrir Loga Tómasson sem skoraði bæði mörk Íslands og var valinn maður leiksins. 11. október 2024 20:42 Twitter um leikinn: Haltu bara áfram að skína Logi Líkt og áður þegar íslenska landsliðið í knattspyrnu spilar höfðu stuðningsmenn liðsins mikið að segja á samfélagsmiðlum. Þetta hafði þjóðin að segja um leik Íslands og Wales. 11. október 2024 20:39 Leik lokið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Varamaðurinn Logi Tómasson sá til þess að Ísland næði þó að minnsta kosti í stig gegn Wales í kvöld, þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Þjóðadeildinni í fótbolta, í leik tveggja gjörólíkra hálfleika. 11. október 2024 17:45 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira
Logi í vímu eftir leik: Ég er vanur að skora góð mörk Logi Tómasson var hetja íslenska fótboltalandsliðsins í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á móti Wales í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum. 11. október 2024 20:57
Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales á Laugardalsvelli. Kolbeinn Finnsson bar ábyrgð á báðum mörkum gestanna, honum var skipt út af í hálfleik fyrir Loga Tómasson sem skoraði bæði mörk Íslands og var valinn maður leiksins. 11. október 2024 20:42
Twitter um leikinn: Haltu bara áfram að skína Logi Líkt og áður þegar íslenska landsliðið í knattspyrnu spilar höfðu stuðningsmenn liðsins mikið að segja á samfélagsmiðlum. Þetta hafði þjóðin að segja um leik Íslands og Wales. 11. október 2024 20:39
Leik lokið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Varamaðurinn Logi Tómasson sá til þess að Ísland næði þó að minnsta kosti í stig gegn Wales í kvöld, þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Þjóðadeildinni í fótbolta, í leik tveggja gjörólíkra hálfleika. 11. október 2024 17:45