Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Smári Jökull Jónsson skrifar 12. október 2024 09:01 Craig Bellamy var líflegur á hliðarlínunni á Laugardalsvelli í gær. Vísir/Anton Brink Craig Bellamy þjálfari landsliðs Wales var ekki alls kostar sáttur með þá bresku blaðamenn sem mættir voru á blaðamannfund eftir jafntefli Íslands og Wales í gær. Bellamy hrósaði íslenska liðinu í hástert á fundinum. Craig Bellamy þjálfari Wales var auðmjúkur í sjónvarpsviðtali eftir jafntefli Íslands og Wales á Laugardalsvelli í gær. Á blaðamannafundi strax í kjölfarið sendi hann hins vegar breskum blaðamönnum á fundinum væna pillu þegar þeir spurðu hann út í leikinn. „Ég er mjög ánægður og hafði gaman af leiknum,“ sagði Bellamy þegar hann var spurður út í leikinn. Hann skaut síðan á blaðamennina sem mættir voru bæði frá Wales og Englandi. „Mig langaði mikið að fá þessar spurningar um íslenska liðið í gær. Því mig langaði að segja ykkur hversu góðir mér finnst þeir vera. Ég hef horft á þá nokkuð oft og þess vegna var ég svekktur með spurningarnar í gær, ég hefði þurft að láta ykkur vita á móti hvaða liði við værum að fara að spila. Því þeir eru góðir og það er ástæða fyrir því að þeir hafa komist á tvö stórmót og misstu rétt af því þriðja.“ Síðar á fundinum fór Bellamy síðan yfir pressu íslenska liðsins og endaði á að segja við blaðamennina að hann hefði viljað gefa þeim þessar upplýsingar í gær, augljóslega ögn pirraður á stöðu mála. Á blaðamannafundi fyrir leikinn á fimmtudag virtist Bellamy pirraður yfir því að bresku blaðamennirnir spurðu ekkert út í íslenska liðið og kallaði þá slúðurmiðla. Hrósaði Íslandi í hástert og sagði elska Jóhann Berg Á fundinum sagði Bellamy að hann væri mikill aðdáandi íslenska liðsins og þeim árangri sem Ísland hefur náð. Hann sagði þjálfarann Åge Hareide vera með DNA-ið sem þarf fyrir liðið og sagði árangur hans á ferlinum tala sínu máli. „Þið eruð með góða leikmenn á leiðinni. Þið eruð 350 þúsund íbúar, hvernig þið búið til svona marga leikmenn?“ spurði Bellamy. „Við vitum að skandinavískir leikmenn eru miklir íþróttamenn en hvernig þið hafið byggt upp innviði hefur gert ykkur kleift að bæta ykkur. Að komast á stórmót var fyrsta stóra skrefið og svo fóruð þið aftur 2018. Þið eruð alltaf þarna, þegar ég horfi á leiki þá hugsa ég að þið tapið ekki oft.“ „Þið eruð búin að fá aðdáun fólks, eflaust vegna stærðarinnar. Það er litið á okkur sem litla þjóð en við gerum það ekki sjálfir. Að þið getið gert þetta með svona fáa íbúa, mér finnst þið ekki fá nægt hrós.“ Bellamy var aðstoðarþjálfari Burnley í tvö ár þegar Jóhann Berg Guðmundsson var leikmaður liðsins. Jóhann Berg talaði afar vel um Bellamy á blaðamannafundi Íslands á fimmtudag og ljóst að sambandið á milli þeirra er gott. „Ég elska Jóa. Jafnvel þegar hann var að væla. Hann er góð manneskja og ég fíla húmorinn hans. Ég var heppinn því ég lék með Aroni [Einari Gunnarssyni] líka, ég elskaði hann líka. Þeir sem ég hef spilað með frá Íslandi hafa haft áhrif á mig. Jói er harður, hann talaði eithvað um seinni hálfleikinn og hvernig þeir breyttu leiknum. Vonandi sé ég hann í Cardiff eftir mánuð. Hvað sem hann segir þá næ ég alltaf að svara fyrir mig.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sjá meira
Craig Bellamy þjálfari Wales var auðmjúkur í sjónvarpsviðtali eftir jafntefli Íslands og Wales á Laugardalsvelli í gær. Á blaðamannafundi strax í kjölfarið sendi hann hins vegar breskum blaðamönnum á fundinum væna pillu þegar þeir spurðu hann út í leikinn. „Ég er mjög ánægður og hafði gaman af leiknum,“ sagði Bellamy þegar hann var spurður út í leikinn. Hann skaut síðan á blaðamennina sem mættir voru bæði frá Wales og Englandi. „Mig langaði mikið að fá þessar spurningar um íslenska liðið í gær. Því mig langaði að segja ykkur hversu góðir mér finnst þeir vera. Ég hef horft á þá nokkuð oft og þess vegna var ég svekktur með spurningarnar í gær, ég hefði þurft að láta ykkur vita á móti hvaða liði við værum að fara að spila. Því þeir eru góðir og það er ástæða fyrir því að þeir hafa komist á tvö stórmót og misstu rétt af því þriðja.“ Síðar á fundinum fór Bellamy síðan yfir pressu íslenska liðsins og endaði á að segja við blaðamennina að hann hefði viljað gefa þeim þessar upplýsingar í gær, augljóslega ögn pirraður á stöðu mála. Á blaðamannafundi fyrir leikinn á fimmtudag virtist Bellamy pirraður yfir því að bresku blaðamennirnir spurðu ekkert út í íslenska liðið og kallaði þá slúðurmiðla. Hrósaði Íslandi í hástert og sagði elska Jóhann Berg Á fundinum sagði Bellamy að hann væri mikill aðdáandi íslenska liðsins og þeim árangri sem Ísland hefur náð. Hann sagði þjálfarann Åge Hareide vera með DNA-ið sem þarf fyrir liðið og sagði árangur hans á ferlinum tala sínu máli. „Þið eruð með góða leikmenn á leiðinni. Þið eruð 350 þúsund íbúar, hvernig þið búið til svona marga leikmenn?“ spurði Bellamy. „Við vitum að skandinavískir leikmenn eru miklir íþróttamenn en hvernig þið hafið byggt upp innviði hefur gert ykkur kleift að bæta ykkur. Að komast á stórmót var fyrsta stóra skrefið og svo fóruð þið aftur 2018. Þið eruð alltaf þarna, þegar ég horfi á leiki þá hugsa ég að þið tapið ekki oft.“ „Þið eruð búin að fá aðdáun fólks, eflaust vegna stærðarinnar. Það er litið á okkur sem litla þjóð en við gerum það ekki sjálfir. Að þið getið gert þetta með svona fáa íbúa, mér finnst þið ekki fá nægt hrós.“ Bellamy var aðstoðarþjálfari Burnley í tvö ár þegar Jóhann Berg Guðmundsson var leikmaður liðsins. Jóhann Berg talaði afar vel um Bellamy á blaðamannafundi Íslands á fimmtudag og ljóst að sambandið á milli þeirra er gott. „Ég elska Jóa. Jafnvel þegar hann var að væla. Hann er góð manneskja og ég fíla húmorinn hans. Ég var heppinn því ég lék með Aroni [Einari Gunnarssyni] líka, ég elskaði hann líka. Þeir sem ég hef spilað með frá Íslandi hafa haft áhrif á mig. Jói er harður, hann talaði eithvað um seinni hálfleikinn og hvernig þeir breyttu leiknum. Vonandi sé ég hann í Cardiff eftir mánuð. Hvað sem hann segir þá næ ég alltaf að svara fyrir mig.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sjá meira