Tvö kvenfélög taka á móti karlmönnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. október 2024 13:06 Kvenfélagskonurnar, sem taka þátt í fertugasta landsþingi Kvenfélagasambands Íslands, sem fer fram um helgina á Ísafirði. Silla Páls „Valkyrjur milli fjalls og fjöru” er yfirskrift fertugasta landsþings Kvenfélagasambands Íslands, sem fer fram um helgina á Ísafirði. Um 230 konur af öllu landinu taka þátt í þinginu. Landsþingið fer fram í Edinborgarhúsinu en Samband vestfirskra kvenna er gestgjafi landsþingsins þar sem yfirskriftin er „Valkyrjur milli fjalls og fjöru”. Auk þess að huga að samfélögum sínum hefur afrakstur vinnu kvenfélaganna, numið tugi milljóna á ári hverju, sem runnið hefur til hinna ýmsu menningar- og líknarmála auk annarra samfélagsverkefna. Í skýrslu stjórnar Kvenfélagasambands Íslands til þingsins kemur meðal annars fram að kvenfélög innan sambandsins gáfu um 165 milljónir króna til samfélagsins á árunum 2021 – 2023. Dagmar Elín Sigurðardóttir er forseti Kvenfélagasambands Íslands. „Við erum að fjalla um málefni, sem bæði snúa af okkur konum og eins líka samfélaginu vegna þess að kvenfélagskonur hafa verið duglegar að gefa gjafir til samfélagsins síðastliðin ár, eða bara alltaf. Þetta er náttúrulega frábært og eins og ég segi, kvenfélagskonur eru bara svo öflugar þegar þær taka sig saman,” segir Dagmar Elín. En hvernig gengur að fá ungar konur í kvenfélög í dag? „Það gengur sums staðar vel en annars staðar ekki eins vel en við erum auðvitað alltaf að leita af nýjum konum og ungar konur eða konur á öllum aldri og líka af erlendum uppruna eru velkomnar inn í öll kvenfélög hvar sem er á landinu og við fögnum öllum konum.” Dagmar Elín Sigurðardóttir (t.v.), sem er forseti Kvenfélagasambands Íslands og Gyða Björg Jónsdóttir, sem er formaður Sambands vestfirskra kvenna.Silla Páls En hvað með okkur karlana, er einhver möguleiki að við getum gengið í kvenfélag? „Það eru einhver félög, jú það eru karlmenn í kvenfélögum en þeir eru reyndar ansi fáir en það eru allavega að mér vitandi tvö félög þar sem að karlmenn eru líka. Það er möguleiki fyrir ykkur, þetta er bara spurning hvaða kvenfélag þú átta að tala við,” segir Dagmar Elín hlæjandi. Í móttöku að lokinni þingsetningu síðdegis í gær tók Heilbrigðisstofnun Vestfjarða formlega á móti „Gjöf til allra kvenna” en um er að ræða tæknibúnað, sem safnað var í tilefni af 90 ára afmæli KÍ 2020. Kristín Gréta Bjarnadóttir yfirljósmóðir tók formlega á móti gjöfinni.Silla Páls Ísafjarðarbær Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Sjá meira
Landsþingið fer fram í Edinborgarhúsinu en Samband vestfirskra kvenna er gestgjafi landsþingsins þar sem yfirskriftin er „Valkyrjur milli fjalls og fjöru”. Auk þess að huga að samfélögum sínum hefur afrakstur vinnu kvenfélaganna, numið tugi milljóna á ári hverju, sem runnið hefur til hinna ýmsu menningar- og líknarmála auk annarra samfélagsverkefna. Í skýrslu stjórnar Kvenfélagasambands Íslands til þingsins kemur meðal annars fram að kvenfélög innan sambandsins gáfu um 165 milljónir króna til samfélagsins á árunum 2021 – 2023. Dagmar Elín Sigurðardóttir er forseti Kvenfélagasambands Íslands. „Við erum að fjalla um málefni, sem bæði snúa af okkur konum og eins líka samfélaginu vegna þess að kvenfélagskonur hafa verið duglegar að gefa gjafir til samfélagsins síðastliðin ár, eða bara alltaf. Þetta er náttúrulega frábært og eins og ég segi, kvenfélagskonur eru bara svo öflugar þegar þær taka sig saman,” segir Dagmar Elín. En hvernig gengur að fá ungar konur í kvenfélög í dag? „Það gengur sums staðar vel en annars staðar ekki eins vel en við erum auðvitað alltaf að leita af nýjum konum og ungar konur eða konur á öllum aldri og líka af erlendum uppruna eru velkomnar inn í öll kvenfélög hvar sem er á landinu og við fögnum öllum konum.” Dagmar Elín Sigurðardóttir (t.v.), sem er forseti Kvenfélagasambands Íslands og Gyða Björg Jónsdóttir, sem er formaður Sambands vestfirskra kvenna.Silla Páls En hvað með okkur karlana, er einhver möguleiki að við getum gengið í kvenfélag? „Það eru einhver félög, jú það eru karlmenn í kvenfélögum en þeir eru reyndar ansi fáir en það eru allavega að mér vitandi tvö félög þar sem að karlmenn eru líka. Það er möguleiki fyrir ykkur, þetta er bara spurning hvaða kvenfélag þú átta að tala við,” segir Dagmar Elín hlæjandi. Í móttöku að lokinni þingsetningu síðdegis í gær tók Heilbrigðisstofnun Vestfjarða formlega á móti „Gjöf til allra kvenna” en um er að ræða tæknibúnað, sem safnað var í tilefni af 90 ára afmæli KÍ 2020. Kristín Gréta Bjarnadóttir yfirljósmóðir tók formlega á móti gjöfinni.Silla Páls
Ísafjarðarbær Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Sjá meira