Sagan endalausa hjá Åge: „Þetta er frekar sjokkerandi“ Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2024 09:25 Orri Óskarsson átti mjög góðan leik í gærkvöld en stór mistök íslenska liðsins í fyrri hálfleik komu liðinu í erfiða stöðu. vísir/Anton Kára Árnasyni er sjálfsagt farið að líða eins og rispaðri plötu í gagnrýni sinni á íslenska landsliðið í fótbolta því hann segir vandamálið sífellt það sama; gríðarlegan mun á milli hálfleikja. Kári og Lárus Orri Sigurðsson voru að vanda sérfræðingar Stöðvar 2 Sport í umfjöllun um leik Íslands og Wales í Þjóðadeildinni í gærkvöld. Wales fékk nokkur algjör dauðafæri í fyrri hálfleik og komst í 2-0 en Ísland hafði algjöra yfirburði allan seinni hálfleik og varamaðurinn Logi Tómasson jafnaði metin með tveimur mörkum. „Þetta er sagan endalausa, undir stjórn Åge. Þetta er búið að vera oft mjög gott, einn hálfleikur, og við höfum talað um það oft. En aldrei náum við að tengja saman níutíu góðar mínútur,“ sagði Kári á Laugardalsvelli í gærkvöld. Brot úr umfjölluninni má sjá hér að neðan. „Munurinn á liðinu í fyrri og seinni hálfleik… þetta er frekar sjokkerandi. Að þeir geti spilað svona og líka breytt því svona í hálfleik og komið út með þessari ákefð. Auðvitað gerir hann breytingar og Mikael Egill gerir gríðarlega vel. Við fáum mikinn hraða og mikla ákefð úr hans pressu. Hann fær tvo færi og það gefur okkur blóð á tennurnar. Svo klárar Logi þetta. En það er bara allt annað að sjá liðið,“ sagði Kári. Craig Bellamy, þjálfari Wales, vill að sitt lið haldi boltanum sem mest en Kári var undrandi á því að liðið skyldi ekki breyta til í seinni hálfleiknum, miðað við hvernig hann þróaðist: „Mér finnst í raun galið að Wales haldi áfram að spila út frá markmanni því þeir enda hvort sem er alltaf á að gefa langt. Þeir spila sig í eitthvað öngstræti og negla boltanum svo fram. Spila þetta algjörlega upp í hendurnar á okkur.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Craig Bellamy þjálfari landsliðs Wales var ekki alls kostar sáttur með þá bresku blaðamenn sem mættir voru á blaðamannfund eftir jafntefli Íslands og Wales í gær. Bellamy hrósaði íslenska liðinu í hástert á fundinum. 12. október 2024 09:01 Uppgjörið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Varamaðurinn Logi Tómasson sá til þess að Ísland næði þó að minnsta kosti í stig gegn Wales í kvöld, þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Þjóðadeildinni í fótbolta, í leik tveggja gjörólíkra hálfleika. 11. október 2024 17:45 Logi jafnar með tveimur mörkum á þremur mínútum: Sjáðu mörkin Íslenska landsliðið bryjaði ekki vel á móti Wales á Laugardalsvellinum í Þjóðadeildinni í kvöld en íslensku strákarnir eru að spila miklu betur í seinni hálfleiknum og það hefur skilað liðinu tveimur mörkum og jafnri stöðu. 11. október 2024 19:25 Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales á Laugardalsvelli. Kolbeinn Finnsson bar ábyrgð á báðum mörkum gestanna, honum var skipt út af í hálfleik fyrir Loga Tómasson sem skoraði bæði mörk Íslands og var valinn maður leiksins. 11. október 2024 20:42 Logi í vímu eftir leik: Ég er vanur að skora góð mörk Logi Tómasson var hetja íslenska fótboltalandsliðsins í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á móti Wales í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum. 11. október 2024 20:57 Hareide: „Við gerðum skelfileg mistök“ „Ég er mjög vonsvikinn því við spiluðum ekki eins og til stóð í fyrri hálfleiknum. Við gerðum skelfileg mistök sem eiga ekki að sjást í alþjóðlegum fótbolta,“ sagði Åge Hareide, þjálfari Íslands, eftir 2-2 jafnteflið við Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. október 2024 21:07 Stefán Teitur og Jón Dagur á leið í bann Tveir leikmenn íslenska liðsins sem máttu ekki fá gult spjald fengu spjald í jafnteflinu á móti Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. október 2024 22:31 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Sjá meira
Kári og Lárus Orri Sigurðsson voru að vanda sérfræðingar Stöðvar 2 Sport í umfjöllun um leik Íslands og Wales í Þjóðadeildinni í gærkvöld. Wales fékk nokkur algjör dauðafæri í fyrri hálfleik og komst í 2-0 en Ísland hafði algjöra yfirburði allan seinni hálfleik og varamaðurinn Logi Tómasson jafnaði metin með tveimur mörkum. „Þetta er sagan endalausa, undir stjórn Åge. Þetta er búið að vera oft mjög gott, einn hálfleikur, og við höfum talað um það oft. En aldrei náum við að tengja saman níutíu góðar mínútur,“ sagði Kári á Laugardalsvelli í gærkvöld. Brot úr umfjölluninni má sjá hér að neðan. „Munurinn á liðinu í fyrri og seinni hálfleik… þetta er frekar sjokkerandi. Að þeir geti spilað svona og líka breytt því svona í hálfleik og komið út með þessari ákefð. Auðvitað gerir hann breytingar og Mikael Egill gerir gríðarlega vel. Við fáum mikinn hraða og mikla ákefð úr hans pressu. Hann fær tvo færi og það gefur okkur blóð á tennurnar. Svo klárar Logi þetta. En það er bara allt annað að sjá liðið,“ sagði Kári. Craig Bellamy, þjálfari Wales, vill að sitt lið haldi boltanum sem mest en Kári var undrandi á því að liðið skyldi ekki breyta til í seinni hálfleiknum, miðað við hvernig hann þróaðist: „Mér finnst í raun galið að Wales haldi áfram að spila út frá markmanni því þeir enda hvort sem er alltaf á að gefa langt. Þeir spila sig í eitthvað öngstræti og negla boltanum svo fram. Spila þetta algjörlega upp í hendurnar á okkur.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Craig Bellamy þjálfari landsliðs Wales var ekki alls kostar sáttur með þá bresku blaðamenn sem mættir voru á blaðamannfund eftir jafntefli Íslands og Wales í gær. Bellamy hrósaði íslenska liðinu í hástert á fundinum. 12. október 2024 09:01 Uppgjörið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Varamaðurinn Logi Tómasson sá til þess að Ísland næði þó að minnsta kosti í stig gegn Wales í kvöld, þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Þjóðadeildinni í fótbolta, í leik tveggja gjörólíkra hálfleika. 11. október 2024 17:45 Logi jafnar með tveimur mörkum á þremur mínútum: Sjáðu mörkin Íslenska landsliðið bryjaði ekki vel á móti Wales á Laugardalsvellinum í Þjóðadeildinni í kvöld en íslensku strákarnir eru að spila miklu betur í seinni hálfleiknum og það hefur skilað liðinu tveimur mörkum og jafnri stöðu. 11. október 2024 19:25 Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales á Laugardalsvelli. Kolbeinn Finnsson bar ábyrgð á báðum mörkum gestanna, honum var skipt út af í hálfleik fyrir Loga Tómasson sem skoraði bæði mörk Íslands og var valinn maður leiksins. 11. október 2024 20:42 Logi í vímu eftir leik: Ég er vanur að skora góð mörk Logi Tómasson var hetja íslenska fótboltalandsliðsins í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á móti Wales í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum. 11. október 2024 20:57 Hareide: „Við gerðum skelfileg mistök“ „Ég er mjög vonsvikinn því við spiluðum ekki eins og til stóð í fyrri hálfleiknum. Við gerðum skelfileg mistök sem eiga ekki að sjást í alþjóðlegum fótbolta,“ sagði Åge Hareide, þjálfari Íslands, eftir 2-2 jafnteflið við Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. október 2024 21:07 Stefán Teitur og Jón Dagur á leið í bann Tveir leikmenn íslenska liðsins sem máttu ekki fá gult spjald fengu spjald í jafnteflinu á móti Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. október 2024 22:31 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Sjá meira
Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Craig Bellamy þjálfari landsliðs Wales var ekki alls kostar sáttur með þá bresku blaðamenn sem mættir voru á blaðamannfund eftir jafntefli Íslands og Wales í gær. Bellamy hrósaði íslenska liðinu í hástert á fundinum. 12. október 2024 09:01
Uppgjörið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Varamaðurinn Logi Tómasson sá til þess að Ísland næði þó að minnsta kosti í stig gegn Wales í kvöld, þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Þjóðadeildinni í fótbolta, í leik tveggja gjörólíkra hálfleika. 11. október 2024 17:45
Logi jafnar með tveimur mörkum á þremur mínútum: Sjáðu mörkin Íslenska landsliðið bryjaði ekki vel á móti Wales á Laugardalsvellinum í Þjóðadeildinni í kvöld en íslensku strákarnir eru að spila miklu betur í seinni hálfleiknum og það hefur skilað liðinu tveimur mörkum og jafnri stöðu. 11. október 2024 19:25
Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Ísland gerði 2-2 jafntefli við Wales á Laugardalsvelli. Kolbeinn Finnsson bar ábyrgð á báðum mörkum gestanna, honum var skipt út af í hálfleik fyrir Loga Tómasson sem skoraði bæði mörk Íslands og var valinn maður leiksins. 11. október 2024 20:42
Logi í vímu eftir leik: Ég er vanur að skora góð mörk Logi Tómasson var hetja íslenska fótboltalandsliðsins í kvöld þegar liðið gerði 2-2 jafntefli á móti Wales í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum. 11. október 2024 20:57
Hareide: „Við gerðum skelfileg mistök“ „Ég er mjög vonsvikinn því við spiluðum ekki eins og til stóð í fyrri hálfleiknum. Við gerðum skelfileg mistök sem eiga ekki að sjást í alþjóðlegum fótbolta,“ sagði Åge Hareide, þjálfari Íslands, eftir 2-2 jafnteflið við Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. október 2024 21:07
Stefán Teitur og Jón Dagur á leið í bann Tveir leikmenn íslenska liðsins sem máttu ekki fá gult spjald fengu spjald í jafnteflinu á móti Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. október 2024 22:31