Kári sagði Kolbein steinsofandi: Það versta er að þeir vissu þetta Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2024 12:31 Kolbeinn Birgir Finnsson gerði slæm mistök í fyrri hálfleiknum gegn Wales og var tekinn af velli fyrir seinni hálfleikinn. vísir/Anton Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson voru hundóánægðir með varnarleik Íslands í mörkunum sem Wales skoraði í gær, í 2-2 jafntefli liðanna í Þjóðadeildinni. Kári og Lárus gerðu leikinn upp í uppgjörsþætti á Stöð 2 Sport og voru í hálfgerðu áfalli yfir muninum á fyrri og seinni hálfleik, en Wales komst í 2-0 í fyrri hálfleik áður en Ísland tók yfir leikinn í seinni hálfleik. Þeir félagar voru ekkert minna vonsviknir yfir varnarleiknum í mörkum Wales þegar þeir heyrðu Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliða segja þetta: „Við byrjuðum kannski ekkert illa, það eru bara þessi tvö móment þegar við erum ekki að ná að pressa að þá verðum við að vera klárir fyrir þessi hlaup. Við vissum alveg að þeirra „áttur“ myndu alltaf leita þangað. Það er pirrandi að við skulum ekki hafa náð að loka á það.“ „Sofandaháttur í vörninni“ Íslenska liðið vissi sem sagt vel af hættunni af því að Fulham-maðurinn Harry Wilson myndi stinga sér af miðjunni í gegnum vörn Íslands, til að taka við löngum sendingum. „Þetta er bara sofandaháttur í vörninni. Tvisvar sinnum hjá Kolbeini [Finnssyni] í þessu fyrra marki, og einu sinni í seinna markinu. Jói minntist á það að „átturnar“ þeirra stingi sér í þessi svæði svo það var búið að vara þá við þessu. Það er það versta, þegar maður heyrir að þeir vissu nákvæmlega að þeir eru gjarnir á að gera þetta. Þá verður einhver að elta. Auðvitað eiga hafsentarnir að vera með yfirsýn en í fyrra markinu þá voru þeir bara báðir með framherja í fanginu,“ sagði Kári. Með hann í fanginu en leyfir honum að hlaupa En hvað átti Kolbeinn Finnsson, vinstri bakvörður Íslands, að gera fyrst hann þarf einnig að huga að kantmanni Wales? „Forgangssvæði hans er á milli hans og Daníels [Grétarssonar, miðvarðar]. Svæði númer tvö sem hann ber ábyrgð á er þarna fyrir utan [nær hliðarlínunni], en hann hefur svo mikinn tíma til að eiga við það að hann getur bara beðið eftir að sú sending komi. Hann þarf ekkert að vera próaktívur gagnvart því. En þessi maður [Wilson] hleypur bara af honum. Kolbeinn er með hann í fanginu en hann hleypur bara beint fyrir framan hann,“ sagði Kári og Lárus Orri bætti við: „Markið er alltaf á sama stað. Þar er hættan og þar á hann að kovera. Kolbeinn er ekki lélegur leikmaður. Þetta eru ekki lélegir leikmenn í vörninni. En ef að fókusinn og hugarfarið hefði verið það sama í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik þá fengjum við ekki svona mörk á okkur.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Myndaveisla frá tveimur gjörólíkum hálfleikjum hjá íslensku strákunum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fékk heldur betur færin til að tryggja sér sigur á móti Wales í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum í gærkvöldi en slakur fyrri hálfleikur þýddi að íslensku strákarnir voru tveimur mörkum undir í hálfleik. 12. október 2024 09:59 Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Craig Bellamy þjálfari landsliðs Wales var ekki alls kostar sáttur með þá bresku blaðamenn sem mættir voru á blaðamannfund eftir jafntefli Íslands og Wales í gær. Bellamy hrósaði íslenska liðinu í hástert á fundinum. 12. október 2024 09:01 Stefán Teitur og Jón Dagur á leið í bann Tveir leikmenn íslenska liðsins sem máttu ekki fá gult spjald fengu spjald í jafnteflinu á móti Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. október 2024 22:31 Uppgjörið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Varamaðurinn Logi Tómasson sá til þess að Ísland næði þó að minnsta kosti í stig gegn Wales í kvöld, þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Þjóðadeildinni í fótbolta, í leik tveggja gjörólíkra hálfleika. 11. október 2024 17:45 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd Sjá meira
Kári og Lárus gerðu leikinn upp í uppgjörsþætti á Stöð 2 Sport og voru í hálfgerðu áfalli yfir muninum á fyrri og seinni hálfleik, en Wales komst í 2-0 í fyrri hálfleik áður en Ísland tók yfir leikinn í seinni hálfleik. Þeir félagar voru ekkert minna vonsviknir yfir varnarleiknum í mörkum Wales þegar þeir heyrðu Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliða segja þetta: „Við byrjuðum kannski ekkert illa, það eru bara þessi tvö móment þegar við erum ekki að ná að pressa að þá verðum við að vera klárir fyrir þessi hlaup. Við vissum alveg að þeirra „áttur“ myndu alltaf leita þangað. Það er pirrandi að við skulum ekki hafa náð að loka á það.“ „Sofandaháttur í vörninni“ Íslenska liðið vissi sem sagt vel af hættunni af því að Fulham-maðurinn Harry Wilson myndi stinga sér af miðjunni í gegnum vörn Íslands, til að taka við löngum sendingum. „Þetta er bara sofandaháttur í vörninni. Tvisvar sinnum hjá Kolbeini [Finnssyni] í þessu fyrra marki, og einu sinni í seinna markinu. Jói minntist á það að „átturnar“ þeirra stingi sér í þessi svæði svo það var búið að vara þá við þessu. Það er það versta, þegar maður heyrir að þeir vissu nákvæmlega að þeir eru gjarnir á að gera þetta. Þá verður einhver að elta. Auðvitað eiga hafsentarnir að vera með yfirsýn en í fyrra markinu þá voru þeir bara báðir með framherja í fanginu,“ sagði Kári. Með hann í fanginu en leyfir honum að hlaupa En hvað átti Kolbeinn Finnsson, vinstri bakvörður Íslands, að gera fyrst hann þarf einnig að huga að kantmanni Wales? „Forgangssvæði hans er á milli hans og Daníels [Grétarssonar, miðvarðar]. Svæði númer tvö sem hann ber ábyrgð á er þarna fyrir utan [nær hliðarlínunni], en hann hefur svo mikinn tíma til að eiga við það að hann getur bara beðið eftir að sú sending komi. Hann þarf ekkert að vera próaktívur gagnvart því. En þessi maður [Wilson] hleypur bara af honum. Kolbeinn er með hann í fanginu en hann hleypur bara beint fyrir framan hann,“ sagði Kári og Lárus Orri bætti við: „Markið er alltaf á sama stað. Þar er hættan og þar á hann að kovera. Kolbeinn er ekki lélegur leikmaður. Þetta eru ekki lélegir leikmenn í vörninni. En ef að fókusinn og hugarfarið hefði verið það sama í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik þá fengjum við ekki svona mörk á okkur.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Myndaveisla frá tveimur gjörólíkum hálfleikjum hjá íslensku strákunum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fékk heldur betur færin til að tryggja sér sigur á móti Wales í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum í gærkvöldi en slakur fyrri hálfleikur þýddi að íslensku strákarnir voru tveimur mörkum undir í hálfleik. 12. október 2024 09:59 Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Craig Bellamy þjálfari landsliðs Wales var ekki alls kostar sáttur með þá bresku blaðamenn sem mættir voru á blaðamannfund eftir jafntefli Íslands og Wales í gær. Bellamy hrósaði íslenska liðinu í hástert á fundinum. 12. október 2024 09:01 Stefán Teitur og Jón Dagur á leið í bann Tveir leikmenn íslenska liðsins sem máttu ekki fá gult spjald fengu spjald í jafnteflinu á móti Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. október 2024 22:31 Uppgjörið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Varamaðurinn Logi Tómasson sá til þess að Ísland næði þó að minnsta kosti í stig gegn Wales í kvöld, þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Þjóðadeildinni í fótbolta, í leik tveggja gjörólíkra hálfleika. 11. október 2024 17:45 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd Sjá meira
Myndaveisla frá tveimur gjörólíkum hálfleikjum hjá íslensku strákunum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fékk heldur betur færin til að tryggja sér sigur á móti Wales í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum í gærkvöldi en slakur fyrri hálfleikur þýddi að íslensku strákarnir voru tveimur mörkum undir í hálfleik. 12. október 2024 09:59
Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Craig Bellamy þjálfari landsliðs Wales var ekki alls kostar sáttur með þá bresku blaðamenn sem mættir voru á blaðamannfund eftir jafntefli Íslands og Wales í gær. Bellamy hrósaði íslenska liðinu í hástert á fundinum. 12. október 2024 09:01
Stefán Teitur og Jón Dagur á leið í bann Tveir leikmenn íslenska liðsins sem máttu ekki fá gult spjald fengu spjald í jafnteflinu á móti Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. október 2024 22:31
Uppgjörið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Varamaðurinn Logi Tómasson sá til þess að Ísland næði þó að minnsta kosti í stig gegn Wales í kvöld, þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Þjóðadeildinni í fótbolta, í leik tveggja gjörólíkra hálfleika. 11. október 2024 17:45