Kári sagði Kolbein steinsofandi: Það versta er að þeir vissu þetta Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2024 12:31 Kolbeinn Birgir Finnsson gerði slæm mistök í fyrri hálfleiknum gegn Wales og var tekinn af velli fyrir seinni hálfleikinn. vísir/Anton Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson voru hundóánægðir með varnarleik Íslands í mörkunum sem Wales skoraði í gær, í 2-2 jafntefli liðanna í Þjóðadeildinni. Kári og Lárus gerðu leikinn upp í uppgjörsþætti á Stöð 2 Sport og voru í hálfgerðu áfalli yfir muninum á fyrri og seinni hálfleik, en Wales komst í 2-0 í fyrri hálfleik áður en Ísland tók yfir leikinn í seinni hálfleik. Þeir félagar voru ekkert minna vonsviknir yfir varnarleiknum í mörkum Wales þegar þeir heyrðu Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliða segja þetta: „Við byrjuðum kannski ekkert illa, það eru bara þessi tvö móment þegar við erum ekki að ná að pressa að þá verðum við að vera klárir fyrir þessi hlaup. Við vissum alveg að þeirra „áttur“ myndu alltaf leita þangað. Það er pirrandi að við skulum ekki hafa náð að loka á það.“ „Sofandaháttur í vörninni“ Íslenska liðið vissi sem sagt vel af hættunni af því að Fulham-maðurinn Harry Wilson myndi stinga sér af miðjunni í gegnum vörn Íslands, til að taka við löngum sendingum. „Þetta er bara sofandaháttur í vörninni. Tvisvar sinnum hjá Kolbeini [Finnssyni] í þessu fyrra marki, og einu sinni í seinna markinu. Jói minntist á það að „átturnar“ þeirra stingi sér í þessi svæði svo það var búið að vara þá við þessu. Það er það versta, þegar maður heyrir að þeir vissu nákvæmlega að þeir eru gjarnir á að gera þetta. Þá verður einhver að elta. Auðvitað eiga hafsentarnir að vera með yfirsýn en í fyrra markinu þá voru þeir bara báðir með framherja í fanginu,“ sagði Kári. Með hann í fanginu en leyfir honum að hlaupa En hvað átti Kolbeinn Finnsson, vinstri bakvörður Íslands, að gera fyrst hann þarf einnig að huga að kantmanni Wales? „Forgangssvæði hans er á milli hans og Daníels [Grétarssonar, miðvarðar]. Svæði númer tvö sem hann ber ábyrgð á er þarna fyrir utan [nær hliðarlínunni], en hann hefur svo mikinn tíma til að eiga við það að hann getur bara beðið eftir að sú sending komi. Hann þarf ekkert að vera próaktívur gagnvart því. En þessi maður [Wilson] hleypur bara af honum. Kolbeinn er með hann í fanginu en hann hleypur bara beint fyrir framan hann,“ sagði Kári og Lárus Orri bætti við: „Markið er alltaf á sama stað. Þar er hættan og þar á hann að kovera. Kolbeinn er ekki lélegur leikmaður. Þetta eru ekki lélegir leikmenn í vörninni. En ef að fókusinn og hugarfarið hefði verið það sama í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik þá fengjum við ekki svona mörk á okkur.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Myndaveisla frá tveimur gjörólíkum hálfleikjum hjá íslensku strákunum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fékk heldur betur færin til að tryggja sér sigur á móti Wales í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum í gærkvöldi en slakur fyrri hálfleikur þýddi að íslensku strákarnir voru tveimur mörkum undir í hálfleik. 12. október 2024 09:59 Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Craig Bellamy þjálfari landsliðs Wales var ekki alls kostar sáttur með þá bresku blaðamenn sem mættir voru á blaðamannfund eftir jafntefli Íslands og Wales í gær. Bellamy hrósaði íslenska liðinu í hástert á fundinum. 12. október 2024 09:01 Stefán Teitur og Jón Dagur á leið í bann Tveir leikmenn íslenska liðsins sem máttu ekki fá gult spjald fengu spjald í jafnteflinu á móti Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. október 2024 22:31 Uppgjörið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Varamaðurinn Logi Tómasson sá til þess að Ísland næði þó að minnsta kosti í stig gegn Wales í kvöld, þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Þjóðadeildinni í fótbolta, í leik tveggja gjörólíkra hálfleika. 11. október 2024 17:45 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjá meira
Kári og Lárus gerðu leikinn upp í uppgjörsþætti á Stöð 2 Sport og voru í hálfgerðu áfalli yfir muninum á fyrri og seinni hálfleik, en Wales komst í 2-0 í fyrri hálfleik áður en Ísland tók yfir leikinn í seinni hálfleik. Þeir félagar voru ekkert minna vonsviknir yfir varnarleiknum í mörkum Wales þegar þeir heyrðu Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliða segja þetta: „Við byrjuðum kannski ekkert illa, það eru bara þessi tvö móment þegar við erum ekki að ná að pressa að þá verðum við að vera klárir fyrir þessi hlaup. Við vissum alveg að þeirra „áttur“ myndu alltaf leita þangað. Það er pirrandi að við skulum ekki hafa náð að loka á það.“ „Sofandaháttur í vörninni“ Íslenska liðið vissi sem sagt vel af hættunni af því að Fulham-maðurinn Harry Wilson myndi stinga sér af miðjunni í gegnum vörn Íslands, til að taka við löngum sendingum. „Þetta er bara sofandaháttur í vörninni. Tvisvar sinnum hjá Kolbeini [Finnssyni] í þessu fyrra marki, og einu sinni í seinna markinu. Jói minntist á það að „átturnar“ þeirra stingi sér í þessi svæði svo það var búið að vara þá við þessu. Það er það versta, þegar maður heyrir að þeir vissu nákvæmlega að þeir eru gjarnir á að gera þetta. Þá verður einhver að elta. Auðvitað eiga hafsentarnir að vera með yfirsýn en í fyrra markinu þá voru þeir bara báðir með framherja í fanginu,“ sagði Kári. Með hann í fanginu en leyfir honum að hlaupa En hvað átti Kolbeinn Finnsson, vinstri bakvörður Íslands, að gera fyrst hann þarf einnig að huga að kantmanni Wales? „Forgangssvæði hans er á milli hans og Daníels [Grétarssonar, miðvarðar]. Svæði númer tvö sem hann ber ábyrgð á er þarna fyrir utan [nær hliðarlínunni], en hann hefur svo mikinn tíma til að eiga við það að hann getur bara beðið eftir að sú sending komi. Hann þarf ekkert að vera próaktívur gagnvart því. En þessi maður [Wilson] hleypur bara af honum. Kolbeinn er með hann í fanginu en hann hleypur bara beint fyrir framan hann,“ sagði Kári og Lárus Orri bætti við: „Markið er alltaf á sama stað. Þar er hættan og þar á hann að kovera. Kolbeinn er ekki lélegur leikmaður. Þetta eru ekki lélegir leikmenn í vörninni. En ef að fókusinn og hugarfarið hefði verið það sama í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik þá fengjum við ekki svona mörk á okkur.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Myndaveisla frá tveimur gjörólíkum hálfleikjum hjá íslensku strákunum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fékk heldur betur færin til að tryggja sér sigur á móti Wales í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum í gærkvöldi en slakur fyrri hálfleikur þýddi að íslensku strákarnir voru tveimur mörkum undir í hálfleik. 12. október 2024 09:59 Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Craig Bellamy þjálfari landsliðs Wales var ekki alls kostar sáttur með þá bresku blaðamenn sem mættir voru á blaðamannfund eftir jafntefli Íslands og Wales í gær. Bellamy hrósaði íslenska liðinu í hástert á fundinum. 12. október 2024 09:01 Stefán Teitur og Jón Dagur á leið í bann Tveir leikmenn íslenska liðsins sem máttu ekki fá gult spjald fengu spjald í jafnteflinu á móti Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. október 2024 22:31 Uppgjörið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Varamaðurinn Logi Tómasson sá til þess að Ísland næði þó að minnsta kosti í stig gegn Wales í kvöld, þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Þjóðadeildinni í fótbolta, í leik tveggja gjörólíkra hálfleika. 11. október 2024 17:45 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjá meira
Myndaveisla frá tveimur gjörólíkum hálfleikjum hjá íslensku strákunum Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fékk heldur betur færin til að tryggja sér sigur á móti Wales í Þjóðadeildinni á Laugardalsvellinum í gærkvöldi en slakur fyrri hálfleikur þýddi að íslensku strákarnir voru tveimur mörkum undir í hálfleik. 12. október 2024 09:59
Bellamy skammaði blaðamenn eftir leik Craig Bellamy þjálfari landsliðs Wales var ekki alls kostar sáttur með þá bresku blaðamenn sem mættir voru á blaðamannfund eftir jafntefli Íslands og Wales í gær. Bellamy hrósaði íslenska liðinu í hástert á fundinum. 12. október 2024 09:01
Stefán Teitur og Jón Dagur á leið í bann Tveir leikmenn íslenska liðsins sem máttu ekki fá gult spjald fengu spjald í jafnteflinu á móti Wales í Þjóðadeildinni í kvöld. 11. október 2024 22:31
Uppgjörið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Varamaðurinn Logi Tómasson sá til þess að Ísland næði þó að minnsta kosti í stig gegn Wales í kvöld, þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í Þjóðadeildinni í fótbolta, í leik tveggja gjörólíkra hálfleika. 11. október 2024 17:45
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn