Nýtt björgunarskip Landsbjargar formlega afhent Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. október 2024 14:00 Frá afhendingu Bjargar. landsbjörg Fjórða björgunarskip sem Slysavarnafélagið Landsbjörg lætur smíða í Finnlandi var í gær afhent formlega. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Landsbjörg. Forstjóri Kewatec, finnsku skipasmíðastöðvarinnar, hafi afhent Borghildi Fjólu Kristjánsdóttur formanni félagsins björgunarskipið Björg formlega. Við sama tilefni hafi Jón Gunnarson, formaður ráðgjafarhóps um endurnýjun björgunarskipa, tilkynnt að fjármögnun lægi fyrir sem tryggði að raðsmíðaverkefni félagsins heldur áfram. Í dag hafi svo verið skrifað undir samning um smíði fimmta skipsins, sem verði staðsett á Höfn í Hornafirði. „Það voru útgerðarmaðurinn Guðmundur Kristjánsson sem lagði verkefninu til 50 milljónir og Hvalur hf með aðrar 50 milljónir, sem tryggðu um tíma, áframhald verkefnisins. Guðmundur og Kristján Loftsson voru báðir viðstaddir athöfnina ásamt Hermanni Björnssyni forstjóra Sjóva, sem hafði þegar styrkt félagið um 142 milljónir, og fulltrúum frá útgerðarfyrirtækinu Skinney Þinganes á Höfn, sem hefur stutt afar vel við starf Björgunarfélags Hornafjarðar í gegnum tíðina, og lagt fram rausnarlegt framlag til styrktar endurnýjunar björgunarskipsins Ingibjargar,“ segir í tilkynningu Styrktaraðilar.landsbjörg Auk þessara fyrirtækja hafi Ísfélagið í Vestmannaeyjum og Rammi hf á Siglufirði, stutt við endurnýjun skipa í þeirra heimabyggð. „Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu málið hafi verið rætt í ríkisstjórn í morgun og ríkur vilji væri til að þetta verkefni gengi snurðulaust áfram og fullvissaði viðstadda að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af því að ríkið stæði ekki við sinn hlut. Áður hefur komið fram að sökum verðlagsþróunar hefur verð skipanna hækkað. Bjarni hélt ávarp.landsbjörg Bjarni sagði ýmsar áskoranir væru til staðar, en leyst yrði úr þeim og að verkefnið nyti almenns stuðnings á Alþingi og hlaut mikið lófatak ráðstefnugesta fyrir.“ Enn sé þó nokkuð í land að verkefnið sé full fjármagnað og þar með smíði sjötta skipsins, en samtal sé í gangi við meðal annars útgerðina á vettvangi SFS og fleiri stærri fyrirtækja í landinu um myndarlega aðkomu þeirra að fjármögnun þeirra skipa sem út af standa. „Björgunarskipið Björg mun verða gestum Björgunar til sýnis fram á sunnudag, en halda þá til heimahafnar á Rifi, þar sem heimamenn hafa blásið til hátíðar af því tilefni. Áætlað er að ný Björg muni renna inn í höfn á Rifi klukkan 18:00 á sunnudagskvöld.“ Björgunarsveitir Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Landsbjörg. Forstjóri Kewatec, finnsku skipasmíðastöðvarinnar, hafi afhent Borghildi Fjólu Kristjánsdóttur formanni félagsins björgunarskipið Björg formlega. Við sama tilefni hafi Jón Gunnarson, formaður ráðgjafarhóps um endurnýjun björgunarskipa, tilkynnt að fjármögnun lægi fyrir sem tryggði að raðsmíðaverkefni félagsins heldur áfram. Í dag hafi svo verið skrifað undir samning um smíði fimmta skipsins, sem verði staðsett á Höfn í Hornafirði. „Það voru útgerðarmaðurinn Guðmundur Kristjánsson sem lagði verkefninu til 50 milljónir og Hvalur hf með aðrar 50 milljónir, sem tryggðu um tíma, áframhald verkefnisins. Guðmundur og Kristján Loftsson voru báðir viðstaddir athöfnina ásamt Hermanni Björnssyni forstjóra Sjóva, sem hafði þegar styrkt félagið um 142 milljónir, og fulltrúum frá útgerðarfyrirtækinu Skinney Þinganes á Höfn, sem hefur stutt afar vel við starf Björgunarfélags Hornafjarðar í gegnum tíðina, og lagt fram rausnarlegt framlag til styrktar endurnýjunar björgunarskipsins Ingibjargar,“ segir í tilkynningu Styrktaraðilar.landsbjörg Auk þessara fyrirtækja hafi Ísfélagið í Vestmannaeyjum og Rammi hf á Siglufirði, stutt við endurnýjun skipa í þeirra heimabyggð. „Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu málið hafi verið rætt í ríkisstjórn í morgun og ríkur vilji væri til að þetta verkefni gengi snurðulaust áfram og fullvissaði viðstadda að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af því að ríkið stæði ekki við sinn hlut. Áður hefur komið fram að sökum verðlagsþróunar hefur verð skipanna hækkað. Bjarni hélt ávarp.landsbjörg Bjarni sagði ýmsar áskoranir væru til staðar, en leyst yrði úr þeim og að verkefnið nyti almenns stuðnings á Alþingi og hlaut mikið lófatak ráðstefnugesta fyrir.“ Enn sé þó nokkuð í land að verkefnið sé full fjármagnað og þar með smíði sjötta skipsins, en samtal sé í gangi við meðal annars útgerðina á vettvangi SFS og fleiri stærri fyrirtækja í landinu um myndarlega aðkomu þeirra að fjármögnun þeirra skipa sem út af standa. „Björgunarskipið Björg mun verða gestum Björgunar til sýnis fram á sunnudag, en halda þá til heimahafnar á Rifi, þar sem heimamenn hafa blásið til hátíðar af því tilefni. Áætlað er að ný Björg muni renna inn í höfn á Rifi klukkan 18:00 á sunnudagskvöld.“
Björgunarsveitir Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira