Vonast til að ná árangri áður en aðgerðir hefjast Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. október 2024 18:50 Magnús Þór er formaður Kennarasambandsins og útilokar ekki verkföll í fleiri skólum. Vísir/Bjarni „Auðvitað verðum við vör við umræðu um það að fólk sé uggandi út af aðgerðum en við vissum það nú fyrir fram. Það vill enginn fara í aðgerðir og alla síst þeir sem hafa hagsmuni af því að mæta í skólann sinn.“ Þetta segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands (KÍ), í samtali við Vísi um yfirvofandi verkföll kennara í níu skólum á landinu sem munu hefjast að öllu óbreyttu þann 29. október. Verkföll eru áformuð í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla á Ísafirði, hafi samningar ekki náðst. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar á þriðjudag þar sem viðræðunefnd KÍ og samninganefndir sveitarfélaga og ríkisins munu ræða saman. Klár fyrir mikilvægan fund á þriðjudag Magnús tekur fram að fátt sé búið að breytast síðan að Tónlistarskóli Ísafjarðar bættist við verkfallsaðgerðirnar í gær. Það muni koma í ljós á næstu dögum hvort að fleiri skólar bætist við verkfallið. Hann segir viðræðunefnd KÍ nú leggja allt kapp á að undirbúa sig fyrir fundin á þriðjudaginn. „Við vorum á vinnufundi og erum búin að vera undirbúa okkur fyrir þetta og komum vel undirbúin á fundin á þriðjudaginn. Það er ágætis vinna sem er unnin í heimavinnunni. Við erum klár fyrir vonandi góðan fund á þriðjudaginn.“ Magnús segir að þau séu vongóð um að þeim mæti betra viðmót á fundinum eftir að verkfallið var samþykkt. „Það er ákveðið skref í svona viðræðum þegar það er búið að boða til aðgerða, þá eykst pressan á fólki. Þá verður oft skilvirkari vinna. Við væntum þess. Ég held að allir aðilar við borðið horfi til þess að ná árangri áður en það kemur til aðgerða.“ Mikill samhugur hjá kennurum KÍ finni fyrir miklum samhug hjá kennurum og Magnús segir það ekki hafa komið á óvart að kennarar hafi samþykkt verkfallsaðgerðir. „Þetta er það sem við höfum orðið vör við síðustu átján mánuði. Fólk leggur mikið upp úr því að við náum okkar markmiðum. Kennarar eru einhuga um það að þarna sé verkefni sem þurfi að leysa.“ Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Þetta segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands (KÍ), í samtali við Vísi um yfirvofandi verkföll kennara í níu skólum á landinu sem munu hefjast að öllu óbreyttu þann 29. október. Verkföll eru áformuð í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla á Ísafirði, hafi samningar ekki náðst. Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar á þriðjudag þar sem viðræðunefnd KÍ og samninganefndir sveitarfélaga og ríkisins munu ræða saman. Klár fyrir mikilvægan fund á þriðjudag Magnús tekur fram að fátt sé búið að breytast síðan að Tónlistarskóli Ísafjarðar bættist við verkfallsaðgerðirnar í gær. Það muni koma í ljós á næstu dögum hvort að fleiri skólar bætist við verkfallið. Hann segir viðræðunefnd KÍ nú leggja allt kapp á að undirbúa sig fyrir fundin á þriðjudaginn. „Við vorum á vinnufundi og erum búin að vera undirbúa okkur fyrir þetta og komum vel undirbúin á fundin á þriðjudaginn. Það er ágætis vinna sem er unnin í heimavinnunni. Við erum klár fyrir vonandi góðan fund á þriðjudaginn.“ Magnús segir að þau séu vongóð um að þeim mæti betra viðmót á fundinum eftir að verkfallið var samþykkt. „Það er ákveðið skref í svona viðræðum þegar það er búið að boða til aðgerða, þá eykst pressan á fólki. Þá verður oft skilvirkari vinna. Við væntum þess. Ég held að allir aðilar við borðið horfi til þess að ná árangri áður en það kemur til aðgerða.“ Mikill samhugur hjá kennurum KÍ finni fyrir miklum samhug hjá kennurum og Magnús segir það ekki hafa komið á óvart að kennarar hafi samþykkt verkfallsaðgerðir. „Þetta er það sem við höfum orðið vör við síðustu átján mánuði. Fólk leggur mikið upp úr því að við náum okkar markmiðum. Kennarar eru einhuga um það að þarna sé verkefni sem þurfi að leysa.“
Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent