Ronaldo á skotskónum og VAR bjargaði Króötum Smári Jökull Jónsson skrifar 12. október 2024 21:05 Ronaldo skoraði í leiknum í kvöld. Vísir/Getty Cristiano Ronaldo var á meðal markaskorara í 3-1 sigri Portúgals gegn Póllandi. Þá voru Skotar grátlega nálægt því að taka með sér stig úr leiknum gegn Króatíu. Cristiano Ronaldo var í byrjunarliði Portúgal sem tók á móti Póllandi í Þjóðadeildinni í kvöld. Portúgal var búið að vinna báða leiki sína í riðlinum fram að leiknum í kvöld og þeir komust í forystu á 25. mínútu þegar Bernando Silva skoraði. Ronaldo bætti öðru marki við á 37. mínútu en þetta er mark númer þrjátíu og þrjú hjá honum á tímabilinu í leikjum með félags- og landsliði. Þá er hann búinn að skora samtals 906 mörk á ferlinum sem er magnað afrek. 🚨 CRISTIANO RONALDO HAS NOW SCORED 906 CAREER GOALS. pic.twitter.com/swrBFM1p9Z— TCR. (@TeamCRonaldo) October 12, 2024 Í síðari hálfleik minnkaði Piotr Zielenski muninn fyrir Pólverja á 78. mínútu en sjálfsmark Jan Bednarek tíu mínútum síðar innsiglaði sigurinn fyrir Portúgal. Grátlegur endir fyrir Skota Hinn leikur riðilsins var leikinn fyrr í dag. Þar mættust Króatar og Skotar í Zagreb og það voru Skotar sem náðu forystunni á 33. mínútu þegar Ryan Christie skoraði en Króatar sneru leiknum sér í vil með mörkum frá Igor Matanovic og Andrej Kramaric. Þegar komið var framyfir uppgefinn uppbótartíma tókst Che Adams síðan að jafna metin fyrir Skota sem fögnuðu ógarlega. Markið var hins vegar skoðað í VAR og þar sást að Adams var rangstæður í aðdraganda marksins og það því réttilega dæmt af. Gríðarlega svekkjandi fyrir Skota en leikurinn var flautaður af strax í kjölfarið. Portúgal er í efsta sæti riðilsins með níu stig eftir þrjá leiki og Króatar eru í öðru sæti þremur stigum á eftir. Pólland er í þriðja sæti með þrjú stig en Skotar án stiga á botni riðilsin. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
Cristiano Ronaldo var í byrjunarliði Portúgal sem tók á móti Póllandi í Þjóðadeildinni í kvöld. Portúgal var búið að vinna báða leiki sína í riðlinum fram að leiknum í kvöld og þeir komust í forystu á 25. mínútu þegar Bernando Silva skoraði. Ronaldo bætti öðru marki við á 37. mínútu en þetta er mark númer þrjátíu og þrjú hjá honum á tímabilinu í leikjum með félags- og landsliði. Þá er hann búinn að skora samtals 906 mörk á ferlinum sem er magnað afrek. 🚨 CRISTIANO RONALDO HAS NOW SCORED 906 CAREER GOALS. pic.twitter.com/swrBFM1p9Z— TCR. (@TeamCRonaldo) October 12, 2024 Í síðari hálfleik minnkaði Piotr Zielenski muninn fyrir Pólverja á 78. mínútu en sjálfsmark Jan Bednarek tíu mínútum síðar innsiglaði sigurinn fyrir Portúgal. Grátlegur endir fyrir Skota Hinn leikur riðilsins var leikinn fyrr í dag. Þar mættust Króatar og Skotar í Zagreb og það voru Skotar sem náðu forystunni á 33. mínútu þegar Ryan Christie skoraði en Króatar sneru leiknum sér í vil með mörkum frá Igor Matanovic og Andrej Kramaric. Þegar komið var framyfir uppgefinn uppbótartíma tókst Che Adams síðan að jafna metin fyrir Skota sem fögnuðu ógarlega. Markið var hins vegar skoðað í VAR og þar sást að Adams var rangstæður í aðdraganda marksins og það því réttilega dæmt af. Gríðarlega svekkjandi fyrir Skota en leikurinn var flautaður af strax í kjölfarið. Portúgal er í efsta sæti riðilsins með níu stig eftir þrjá leiki og Króatar eru í öðru sæti þremur stigum á eftir. Pólland er í þriðja sæti með þrjú stig en Skotar án stiga á botni riðilsin.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira