Þegar ballið er búið Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 13. október 2024 14:02 Þegar farið er út að skemmta sér, til dæmis á dansleik þá er oft mikið stuð, „maður er manns gaman,“ segir máltækið. Allir í góðum gír og bara fjör. En stundum bregða menn og konur einnig á það ráð að fara í „eftirpartí“ þegar dansleik er lokið. Það er oftar en ekki slæm ákvörðun og andrúmsloftið í slíkum partíum oft fljótt að súrna allverulega. Þá hefði bara eins verið gott að hætta, þegar ballið var búið og allt fjörið um garð gengið. Mér datt í hug þetta hugtak, „eftirpartí“ í sambandi við sambúðina á stjórnarheimilinu um þessar mundir. Henni verður kannski best lýst sem „slæmu eftirpartíi“, allir gjörsamlega búnir á því, en einhverjir reyna að halda uppi fjörinu af veikum mætti. Oftar en ekki eru viðkomandi púaðir niður; ..„æi farðu nú þegja“...„hætt‘issu maður“...eða eitthvað álíka. Stemmningin orðin verulega súr og allir bara almennt í miklu óstuði. Alger andstæða við það sem gerðist fyrr um kvöldið. Án þess að hafa þetta lengra, þá er ballið greinilega búið hjá ríkisstjórninni og það besta sem hún gæti gert er að slútta þessu bara og lofta súru eftirpartís-stemmningunni út. Og síðan fara heim og hvíla sig. Eða ætla menn virkilega að halda þessu súra ,,eftirpartíi“ til streitu næstu mánuðina? Er ekki bara best að kjósa? Höfundur er kjósandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Sjá meira
Þegar farið er út að skemmta sér, til dæmis á dansleik þá er oft mikið stuð, „maður er manns gaman,“ segir máltækið. Allir í góðum gír og bara fjör. En stundum bregða menn og konur einnig á það ráð að fara í „eftirpartí“ þegar dansleik er lokið. Það er oftar en ekki slæm ákvörðun og andrúmsloftið í slíkum partíum oft fljótt að súrna allverulega. Þá hefði bara eins verið gott að hætta, þegar ballið var búið og allt fjörið um garð gengið. Mér datt í hug þetta hugtak, „eftirpartí“ í sambandi við sambúðina á stjórnarheimilinu um þessar mundir. Henni verður kannski best lýst sem „slæmu eftirpartíi“, allir gjörsamlega búnir á því, en einhverjir reyna að halda uppi fjörinu af veikum mætti. Oftar en ekki eru viðkomandi púaðir niður; ..„æi farðu nú þegja“...„hætt‘issu maður“...eða eitthvað álíka. Stemmningin orðin verulega súr og allir bara almennt í miklu óstuði. Alger andstæða við það sem gerðist fyrr um kvöldið. Án þess að hafa þetta lengra, þá er ballið greinilega búið hjá ríkisstjórninni og það besta sem hún gæti gert er að slútta þessu bara og lofta súru eftirpartís-stemmningunni út. Og síðan fara heim og hvíla sig. Eða ætla menn virkilega að halda þessu súra ,,eftirpartíi“ til streitu næstu mánuðina? Er ekki bara best að kjósa? Höfundur er kjósandi.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar