„Loksins tækifæri fyrir þjóðina“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. október 2024 17:02 Kristrún Frostadóttir. vísir/vilhelm „Þetta er fyrst og fremst loksins tækifæri fyrir þjóðina. Það er jákvætt að fólkið sé aftur að fá valdið í sínar hendur, þannig við erum bara einbeitt í því að bjóða upp á nýtt upphaf fyrir fólk með Samfylkingunni.“ Þetta segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, innt eftir viðbrögðum við stórtíðindum dagsins. Fyrr í dag tilkynnti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að hann hyggist rjúfa þing og boða til kosninga. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins er því fallin eftir tæplega sjö ára samstarf. Uppstilling og tíðindi væntanleg Samfylkingin hefur mælst stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum undanfarið með í kringum 25-30 prósent fylgi. Kristrún segir flokkinn hafa verið í stífum undirbúningi fyrir kosninar síðustu tvö ár. „Við höfum verið í virku samtali við þjóðina núna í rúm tvö ár. Við erum tilbúin málefnalega séð, þannig núna tekur bara við að virkja fólkið í landinu með okkur í kosningabaráttu, þar liggur hugur okkar núna.“ Varðandi næstu vikur segir Kristrún: „Það er skammur tími til stefnu þegar svona aðstæður skapast. Það liggur beinast við að það verður að stilla upp sterkum lista um land allt. Ég á auðvitað eftir að ræða við kjördæmisráð, sem funda um slíka uppstillingu. Tímaramminn býður í raun ekki upp á annað en uppstillingu.“ Þórður Snær er kominn í hópinn. Eru viðræður við fleiri komnar af stað? „Það mun ýmislegt koma í ljós, hratt og örugglega, á næstu dögum. Það liggur alveg fyrir. Ég er mjög örugg með stöðuna eins og hún er varðandi málefnavinnuna. Ég er líka mjög örugg um að við munum stilla upp sterkum listum. Þetta mun bara koma í ljós.“ „Réttlæti og raunsæi“ í málefnum innflytjenda Kristrún telur að kosið verði um efnahags- og velferðarmál, „fyrst og fremst“. „Sterk velferð, stolt þjóð er sá valkostur sem Samfylkingin býður upp á og er í takt við þennan stífa undirbúning sem við höfum verið í með samtali við þjóðina síðustu ár. Fyrstu skrefin verða að ná stjórn á fjármálum ríkisins, ráðast í bráðaaðgerðir í húsnæðismálum. Svo þurfum við að fara í þjóðarátak í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Þetta eru lykilmálin.“ Bjarni Benediktsson nefndi útlendingamálin sérstaklega á blaðamannafundi sínum áðan, og nefndi að þau hefðu ekki verið rædd nógu mikið í síðustu kosningum. Styr hefur sömuleiðis staðið um þessi málefni innan Samfylkingarinnar enda kveðið við nýjan tón hvað útlendingamálin varðar síðustu ár. Kristrún ítrekar að hún telji að kosningarnar muni snúast um efnahags- og velferðarmál „Við þurfum auðvitað að hafa réttlæti og raunsæi í málefnum innflytjenda. Þessi mál tengjast líka velferðarmálum. Við verðum með áherslu á þau mál aðallega en bjóðum auðvitað upp á samtal um allt sem brennur á þjóðinni,“ segir Kristrún að lokum. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Þetta segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, innt eftir viðbrögðum við stórtíðindum dagsins. Fyrr í dag tilkynnti Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að hann hyggist rjúfa þing og boða til kosninga. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokksins er því fallin eftir tæplega sjö ára samstarf. Uppstilling og tíðindi væntanleg Samfylkingin hefur mælst stærsti flokkurinn í skoðanakönnunum undanfarið með í kringum 25-30 prósent fylgi. Kristrún segir flokkinn hafa verið í stífum undirbúningi fyrir kosninar síðustu tvö ár. „Við höfum verið í virku samtali við þjóðina núna í rúm tvö ár. Við erum tilbúin málefnalega séð, þannig núna tekur bara við að virkja fólkið í landinu með okkur í kosningabaráttu, þar liggur hugur okkar núna.“ Varðandi næstu vikur segir Kristrún: „Það er skammur tími til stefnu þegar svona aðstæður skapast. Það liggur beinast við að það verður að stilla upp sterkum lista um land allt. Ég á auðvitað eftir að ræða við kjördæmisráð, sem funda um slíka uppstillingu. Tímaramminn býður í raun ekki upp á annað en uppstillingu.“ Þórður Snær er kominn í hópinn. Eru viðræður við fleiri komnar af stað? „Það mun ýmislegt koma í ljós, hratt og örugglega, á næstu dögum. Það liggur alveg fyrir. Ég er mjög örugg með stöðuna eins og hún er varðandi málefnavinnuna. Ég er líka mjög örugg um að við munum stilla upp sterkum listum. Þetta mun bara koma í ljós.“ „Réttlæti og raunsæi“ í málefnum innflytjenda Kristrún telur að kosið verði um efnahags- og velferðarmál, „fyrst og fremst“. „Sterk velferð, stolt þjóð er sá valkostur sem Samfylkingin býður upp á og er í takt við þennan stífa undirbúning sem við höfum verið í með samtali við þjóðina síðustu ár. Fyrstu skrefin verða að ná stjórn á fjármálum ríkisins, ráðast í bráðaaðgerðir í húsnæðismálum. Svo þurfum við að fara í þjóðarátak í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu. Þetta eru lykilmálin.“ Bjarni Benediktsson nefndi útlendingamálin sérstaklega á blaðamannafundi sínum áðan, og nefndi að þau hefðu ekki verið rædd nógu mikið í síðustu kosningum. Styr hefur sömuleiðis staðið um þessi málefni innan Samfylkingarinnar enda kveðið við nýjan tón hvað útlendingamálin varðar síðustu ár. Kristrún ítrekar að hún telji að kosningarnar muni snúast um efnahags- og velferðarmál „Við þurfum auðvitað að hafa réttlæti og raunsæi í málefnum innflytjenda. Þessi mál tengjast líka velferðarmálum. Við verðum með áherslu á þau mál aðallega en bjóðum auðvitað upp á samtal um allt sem brennur á þjóðinni,“ segir Kristrún að lokum.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Samfylkingin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent