Brotthvarf Katrínar hafi verið dauðadómur samstarfsins Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. október 2024 17:44 Inga Sæland, formaður Flokk fólksins. Vísir/Arnar „Upphafið að þessu öllu saman var þegar að Katrín labbaði frá þeim. Það var eiginlega dauðadómur þessarar ríkisstjórnar. Það eru allt aðrar áherslur sem koma með þessum nýja formanni Vinstri grænna. Hún með sín þrjú prósent heldur virkilega að hún sé með dagskrávaldið og ætlar að ákveða kosningar og ég veit ekki hvað og hvað.“ Þetta segir Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, í samtali við Vísi um ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra en hann tilkynnti í dag að stjórnarsamstarfinu yrði slitið og boðað yrði til kosninga í nóvember. Bjarni fundar með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og leggja fyrir hana tillögu um þingrof. 150 prósent tilbúin fyrir kosningar Hún segir ákvörðunina hafa teiknast upp alveg eins og hafi verið fyrirséð í þó nokkurn tíma. Hún segir ríkisstjórnina ekki hafa átt neina von síðan að Svandís Svavarsdóttir var kjörin formaður Vinstri grænna á landsfundi flokksins á dögunum. Inga kveðst ánægð með ákvörðun Bjarna sem hafi verið það eina í stöðunni. „Staðreyndin er sú að Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Þetta var eina spilið sem hann átti uppi í erminni til þess að standa í fæturnar og sýna djörfung og dug. Það var að taka ábyrgð. Hans fylgi er líka að fjara út eins og þú veist.“ Hún segir að um stuttan fyrirvara sé að ræða fyrir kosningar en tekur fram að Flokkur fólksins sé tilbúinn í kosningabaráttu. „Ég er miklu meira en ánægð með þessa ákvörðun því það eina sem er í boði núna er að kjósendur fái að koma að borðinu. Þjóðin fái að segja sína skoðun og taka ákvörðun um hverjir eigi að taka við stjórnartaumunum. Ég fæddist tilbúin til að takast á við þessi verkefni og ég hlakka til að gera það. Við erum 150 prósent tilbúin og við fæddumst tilbúin.“ „Við formann Vinstri grænna segi ég einfaldlega þetta“ Inga gagnrýnir formann Vinstri Grænna og segir niðurstöðuna ekki geta komið Svandísi á óvart. Svandís sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hún hafi ekki talið þingrof næst á dagskrá og að hún væri hugsi vegna þessa. „Það er engin samstarfsviðleitni og enginn samstarfsvilji hjá nýkjörnum formanni Vinstri grænna. Það var athyglisvert þegar hún kom fram og sagði að þetta kom henni á óvart. Við formann Vinstri grænna segi ég einfaldlega þetta, þú ert að uppskera nákvæmlega því sem þú sáðir, ágæta Svandís Svavarsdóttir.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira
Þetta segir Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, í samtali við Vísi um ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra en hann tilkynnti í dag að stjórnarsamstarfinu yrði slitið og boðað yrði til kosninga í nóvember. Bjarni fundar með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og leggja fyrir hana tillögu um þingrof. 150 prósent tilbúin fyrir kosningar Hún segir ákvörðunina hafa teiknast upp alveg eins og hafi verið fyrirséð í þó nokkurn tíma. Hún segir ríkisstjórnina ekki hafa átt neina von síðan að Svandís Svavarsdóttir var kjörin formaður Vinstri grænna á landsfundi flokksins á dögunum. Inga kveðst ánægð með ákvörðun Bjarna sem hafi verið það eina í stöðunni. „Staðreyndin er sú að Bjarni Benediktsson er forsætisráðherra hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Þetta var eina spilið sem hann átti uppi í erminni til þess að standa í fæturnar og sýna djörfung og dug. Það var að taka ábyrgð. Hans fylgi er líka að fjara út eins og þú veist.“ Hún segir að um stuttan fyrirvara sé að ræða fyrir kosningar en tekur fram að Flokkur fólksins sé tilbúinn í kosningabaráttu. „Ég er miklu meira en ánægð með þessa ákvörðun því það eina sem er í boði núna er að kjósendur fái að koma að borðinu. Þjóðin fái að segja sína skoðun og taka ákvörðun um hverjir eigi að taka við stjórnartaumunum. Ég fæddist tilbúin til að takast á við þessi verkefni og ég hlakka til að gera það. Við erum 150 prósent tilbúin og við fæddumst tilbúin.“ „Við formann Vinstri grænna segi ég einfaldlega þetta“ Inga gagnrýnir formann Vinstri Grænna og segir niðurstöðuna ekki geta komið Svandísi á óvart. Svandís sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hún hafi ekki talið þingrof næst á dagskrá og að hún væri hugsi vegna þessa. „Það er engin samstarfsviðleitni og enginn samstarfsvilji hjá nýkjörnum formanni Vinstri grænna. Það var athyglisvert þegar hún kom fram og sagði að þetta kom henni á óvart. Við formann Vinstri grænna segi ég einfaldlega þetta, þú ert að uppskera nákvæmlega því sem þú sáðir, ágæta Svandís Svavarsdóttir.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Fleiri fréttir Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Sjá meira