Svandís safnar sjálfboðaliðum: „Ég bið ykkur um aðstoð” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2024 20:24 Svandís Svavarsdóttir formaður VG. Stöð 2/Bjarni Svandís Svavarsdóttir formaður VG hefur sent ákall til flokksmanna um að nú sé kosningabaráttan hafin og hvetur öll sem hönd geti lagt á plóg til að skrá sig sem sjálfboðaliða. Þetta kemur fram í bréfi sem stílað er til félaga í flokknum nú rétt fyrir átta í kvöld. „Ég vil biðja ykkur öll sem getið aðstoðað að vera viðbúin og ég bið ykkur um aðstoð. Sjaldan í sögu hreyfingarinnar hefur eins mikið verið undir í kosningum og nú. Skrifstofa hreyfingarinnar er þegar byrjuð að undirbúa allt sem þarf að undirbúa. Við munum þurfa fólk í að manna alla pósta í kosningabaráttu, sem verður stutt og snörp,” skrifar Svandís meðal annars í bréfinu. Svandís birti einnig meðfylgjandi færslu á Facebook fyrr í kvöld. Svandís sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að ákvörðun forsætisráðherra um að fara fram á þingrof og boða kosningar hafi komið sér í opna skjöldu. Vinstri græn hafa ekki verið að mælast vel í skoðanakönnunum að undanförnu en miðað við sumar nýlegar kannanir myndi flokkurinn ekki ná nægu fylgi til að ná manni inn á þing. Svandís tók við formennsku í flokknum eftir að hún hlaut yfirburðakosningu í embætti formanns á landsfundi flokksins. Hún var ein í framboði. Bréfið í heild sinni má lesa hér að neðan: Kæru félagar!Eftir tíðindi dagsins er ljóst að kosningar verða hér innan tíðar. Valdið er kjósenda.Sýn okkar í VG er skýr: Við erum hér fyrir fólkið í landinu og úrlausnarefni okkar stjórnmála snúast um brauðstrit venjulegs fólks, húsnæði, efnahag og velferð. Ég vil biðja ykkur öll sem getið aðstoðað að vera viðbúin og ég bið ykkur um aðstoð. Sjaldan í sögu hreyfingarinnar hefur eins mikið verið undir í kosningum og nú. Skrifstofa hreyfingarinnar er þegar byrjuð að undirbúa allt sem þarf að undirbúa. Við munum þurfa fólk í að manna alla pósta í kosningabaráttu, sem verður stutt og snörp. Hér getið þið skráð ykkur sem sjálfboðaliða. Í gær hittust formenn ríkisstjórnarflokkanna til þess að fara yfir snúna stöðu. Eins og alþjóð veit þá er stærsta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar að ná niður verðbólgu og skapa þar með skilyrði fyrir lækkun vaxta, fyrir heimili og atvinnulíf. Við ræddum ýmis álitamál og ég lagði þar áherslu á að okkar nálgun í VG byggir alltaf á félagslegum grunni. En í dag tilkynnti forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins að hann hygðist fara á fund forseta með tillögu um þingrof. Það kom mér á óvart, þar sem ekkert benti til þessara tíðinda á fundi gærdagsins. En þetta þýðir að kosningabaráttan er hafin. Þar munum við leggja áherslu á brýn verkefni í þágu almennings í landinu, umhverfis og náttúru. Úthald ríkisstjórnarinnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins er þrotið en við í VG erum í startholunum uppfull af eldmóði, baráttuhug og gleði. Við hlökkum til kosningabaráttunnar, hitta grasrótina okkar og kjósendur. Og við erum í stuði! Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
„Ég vil biðja ykkur öll sem getið aðstoðað að vera viðbúin og ég bið ykkur um aðstoð. Sjaldan í sögu hreyfingarinnar hefur eins mikið verið undir í kosningum og nú. Skrifstofa hreyfingarinnar er þegar byrjuð að undirbúa allt sem þarf að undirbúa. Við munum þurfa fólk í að manna alla pósta í kosningabaráttu, sem verður stutt og snörp,” skrifar Svandís meðal annars í bréfinu. Svandís birti einnig meðfylgjandi færslu á Facebook fyrr í kvöld. Svandís sagði í samtali við fréttastofu síðdegis að ákvörðun forsætisráðherra um að fara fram á þingrof og boða kosningar hafi komið sér í opna skjöldu. Vinstri græn hafa ekki verið að mælast vel í skoðanakönnunum að undanförnu en miðað við sumar nýlegar kannanir myndi flokkurinn ekki ná nægu fylgi til að ná manni inn á þing. Svandís tók við formennsku í flokknum eftir að hún hlaut yfirburðakosningu í embætti formanns á landsfundi flokksins. Hún var ein í framboði. Bréfið í heild sinni má lesa hér að neðan: Kæru félagar!Eftir tíðindi dagsins er ljóst að kosningar verða hér innan tíðar. Valdið er kjósenda.Sýn okkar í VG er skýr: Við erum hér fyrir fólkið í landinu og úrlausnarefni okkar stjórnmála snúast um brauðstrit venjulegs fólks, húsnæði, efnahag og velferð. Ég vil biðja ykkur öll sem getið aðstoðað að vera viðbúin og ég bið ykkur um aðstoð. Sjaldan í sögu hreyfingarinnar hefur eins mikið verið undir í kosningum og nú. Skrifstofa hreyfingarinnar er þegar byrjuð að undirbúa allt sem þarf að undirbúa. Við munum þurfa fólk í að manna alla pósta í kosningabaráttu, sem verður stutt og snörp. Hér getið þið skráð ykkur sem sjálfboðaliða. Í gær hittust formenn ríkisstjórnarflokkanna til þess að fara yfir snúna stöðu. Eins og alþjóð veit þá er stærsta viðfangsefni ríkisstjórnarinnar að ná niður verðbólgu og skapa þar með skilyrði fyrir lækkun vaxta, fyrir heimili og atvinnulíf. Við ræddum ýmis álitamál og ég lagði þar áherslu á að okkar nálgun í VG byggir alltaf á félagslegum grunni. En í dag tilkynnti forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins að hann hygðist fara á fund forseta með tillögu um þingrof. Það kom mér á óvart, þar sem ekkert benti til þessara tíðinda á fundi gærdagsins. En þetta þýðir að kosningabaráttan er hafin. Þar munum við leggja áherslu á brýn verkefni í þágu almennings í landinu, umhverfis og náttúru. Úthald ríkisstjórnarinnar undir forystu Sjálfstæðisflokksins er þrotið en við í VG erum í startholunum uppfull af eldmóði, baráttuhug og gleði. Við hlökkum til kosningabaráttunnar, hitta grasrótina okkar og kjósendur. Og við erum í stuði!
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira