Ótrúleg tilviljun er Stefán brenndi fánann Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. október 2024 21:20 Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur og fjölmiðlamaður, og fáninn sem hann brenndi í dag. Vilhelm/Skjáskot Stefán Einar Stefánsson, siðfræðingur og fjölmiðlamaður, segir ótrúlega tilviljun hafa átt sér stað þegar hann var að brenna gamlan og ónýtan íslenskan fána í dag. Þegar hann stóð yfir fánanum sem var þá í ljósum logum bárust þær fréttir að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi boðað til blaðamannafundar og að ríkisstjórnin væri sprungin. „Ég var hér með konunni minni að taka til í bílskúrnum og þar var gamall íslenskur fáni úr dánarbúi föður míns, sem var mikill fánaáhugamaður, sem ég er reyndar líka. Ég ákvað þá að farga honum. Ég stóð í þessu þegar að tíðindi bárust að það væri búið að boða til blaðamannafundar. Þetta er kannski táknrænt,“ segir Stefán kíminn. Forsætisráðherra tilkynnti í dag að stjórnarsamstarfinu yrði slitið og boðað yrði til kosninga í nóvember. Bjarni fundar með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og mun leggja fyrir hana tillögu um þingrof. „Eldforn aðferð“ Rétt er að geta að samkvæmt lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið og reglum um vernd íslenska fánans má ekki nota fána sem er skemmdur, óhreinn eða trosnaður. Sé ekki unnt að lagfæra slíkan fána skal hann ónýttur með því að brenna hann. „Þetta er eldforn aðferð við það að farga fána. Ég á æskuminningar frá því þegar að pabbi gerði þetta líka, hann flaggaði mikið. Í sjálfu sér er þetta mikil virðingarathöfn við fánann að honum skuli ekki fargað með öðrum hætti. Hann er ekki settur í textíl eða endurvinnslu. Hann er brenndur því hann hefur lokið hlutverki sínu.“ Fáninn í ljósum logum á Instagram síðu Stefáns.Skjáskot „Óþarfa prjál“ að flagga á afmælisdegi forsetans Stefán kveðst mikil áhugamaður um fána og segist flagga oft og reglulega. Núna síðast í gær flaggaði hann ítalska fánanum fyrir utan heimili sitt í tilefni Kólumbusardagsins en Kristófer Kólumbus nam land í Bahamas-eyjunum þann 12. október 1492. „ Ég flagga alltaf Úkraínufánanum alla jafna. Nú er hann orðinn slitinn þannig nú þarf ég að panta nýjan. Þá geri ég ráð fyrir að maður beiti sömu aðferð á erlenda þjóðfána eins og þann íslenska. Svo hef ég haldið því fram lengi að það eigi að breyta fánalögunum. Ég flagga alltaf á fánadögunum sem eru samkvæmt forsetaúrskurði. Mér finnst það óþarfa prjál að það þurfi að flagga á afmælisdegi forsetans. Við erum ekki konungsríki og við kjósum ekki forseta og veltum fyrir okkur hvenær hann kom í heiminn, kannski 50 til 60 árum fyrr.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Forseti Íslands Íslenski fáninn Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira
„Ég var hér með konunni minni að taka til í bílskúrnum og þar var gamall íslenskur fáni úr dánarbúi föður míns, sem var mikill fánaáhugamaður, sem ég er reyndar líka. Ég ákvað þá að farga honum. Ég stóð í þessu þegar að tíðindi bárust að það væri búið að boða til blaðamannafundar. Þetta er kannski táknrænt,“ segir Stefán kíminn. Forsætisráðherra tilkynnti í dag að stjórnarsamstarfinu yrði slitið og boðað yrði til kosninga í nóvember. Bjarni fundar með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og mun leggja fyrir hana tillögu um þingrof. „Eldforn aðferð“ Rétt er að geta að samkvæmt lögum um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið og reglum um vernd íslenska fánans má ekki nota fána sem er skemmdur, óhreinn eða trosnaður. Sé ekki unnt að lagfæra slíkan fána skal hann ónýttur með því að brenna hann. „Þetta er eldforn aðferð við það að farga fána. Ég á æskuminningar frá því þegar að pabbi gerði þetta líka, hann flaggaði mikið. Í sjálfu sér er þetta mikil virðingarathöfn við fánann að honum skuli ekki fargað með öðrum hætti. Hann er ekki settur í textíl eða endurvinnslu. Hann er brenndur því hann hefur lokið hlutverki sínu.“ Fáninn í ljósum logum á Instagram síðu Stefáns.Skjáskot „Óþarfa prjál“ að flagga á afmælisdegi forsetans Stefán kveðst mikil áhugamaður um fána og segist flagga oft og reglulega. Núna síðast í gær flaggaði hann ítalska fánanum fyrir utan heimili sitt í tilefni Kólumbusardagsins en Kristófer Kólumbus nam land í Bahamas-eyjunum þann 12. október 1492. „ Ég flagga alltaf Úkraínufánanum alla jafna. Nú er hann orðinn slitinn þannig nú þarf ég að panta nýjan. Þá geri ég ráð fyrir að maður beiti sömu aðferð á erlenda þjóðfána eins og þann íslenska. Svo hef ég haldið því fram lengi að það eigi að breyta fánalögunum. Ég flagga alltaf á fánadögunum sem eru samkvæmt forsetaúrskurði. Mér finnst það óþarfa prjál að það þurfi að flagga á afmælisdegi forsetans. Við erum ekki konungsríki og við kjósum ekki forseta og veltum fyrir okkur hvenær hann kom í heiminn, kannski 50 til 60 árum fyrr.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Forseti Íslands Íslenski fáninn Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira