Óvenjulegt ef forseti féllist ekki á ósk um þingrof Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2024 09:22 Bjarni Benediktsson ræði við fréttamenn fyrir utan Bessastaði áður en hann fór inn á fund Höllu Tómasdóttur forseta. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, gerir ráð fyrir að Halla Tómasdóttir, forseti, verði við bón hans um þingrof og að það væri afar óvenjulegt ef hún gerði það ekki. Það hversu fljótt þing verði rofið hafi áhrif á kjördag. Þegar Bjarni ræddi við blaðamenn fyrir utan Bessastaði á leið sinni á fund með forseta sagðist hann ætla að biðja um leyfi til þessa að rjúfa þing. Hann hefði átt samtal við forseta um það. Halla hefði sagt honum að hún vildi fá að meta stöðuna og hann gerði ekki athugasemd við það. Það hvort að því formsatriði að fá heimild til að rjúfa þing lyki á morgun eða á miðvikudaginn hefði áhrif á hvort kosið yrði 23. nóvember eða 30. nóvember. Sagðist Bjarni telja margt mæla með því að heldur yrði stefnt að kosningum 30. nóvember til þess að skapa svigrúm til þess að ljúka fjárlögum og fjárlagatengdum málum á þinginu. Spurður að því hvort að hann teldi að hann fengi leyfið til þingrofs sagði Bjarni að hann teldi öll rök hníga að því. „Það væri afar óvenjulegt ef það gengi ekki eftir.“ Eðlilegt að stjórnin sitji fram að kosningum Bjarni sagðist ekki hafa fundað með hinum stjórnarflokkunum eftir að hann tilkynnti í gær að hann ætlaði að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann gerði ráð fyrir að ræða við fulltrúa þeirra. „Mér finnst það eðlilegt að þar sem við erum í raun og veru að stytta kjörtímabilið mjög hressilega og ganga til kosninga fyrr en áður var áætlað, að ríkisstjórnin starfi fram að kosningum finnst mér bara sjálfsagt og eðlilegt. Við bara aðlögum okkur að þeim aðstæðum,“ sagði Bjarni. Ef samstarfsflokkarnir kysu að gera það ekki bæðist Bjarni lausnar og þá tæki væntanlega starfsstjórn við fram að kosningum. „Ég sé ekkert sérstakt unnið með því í neinu samhengi, hvorki fyrir þingið né stjórnarflokkana,“ sagði Bjarni um mögulega starfsstjórn. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Þegar Bjarni ræddi við blaðamenn fyrir utan Bessastaði á leið sinni á fund með forseta sagðist hann ætla að biðja um leyfi til þessa að rjúfa þing. Hann hefði átt samtal við forseta um það. Halla hefði sagt honum að hún vildi fá að meta stöðuna og hann gerði ekki athugasemd við það. Það hvort að því formsatriði að fá heimild til að rjúfa þing lyki á morgun eða á miðvikudaginn hefði áhrif á hvort kosið yrði 23. nóvember eða 30. nóvember. Sagðist Bjarni telja margt mæla með því að heldur yrði stefnt að kosningum 30. nóvember til þess að skapa svigrúm til þess að ljúka fjárlögum og fjárlagatengdum málum á þinginu. Spurður að því hvort að hann teldi að hann fengi leyfið til þingrofs sagði Bjarni að hann teldi öll rök hníga að því. „Það væri afar óvenjulegt ef það gengi ekki eftir.“ Eðlilegt að stjórnin sitji fram að kosningum Bjarni sagðist ekki hafa fundað með hinum stjórnarflokkunum eftir að hann tilkynnti í gær að hann ætlaði að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann gerði ráð fyrir að ræða við fulltrúa þeirra. „Mér finnst það eðlilegt að þar sem við erum í raun og veru að stytta kjörtímabilið mjög hressilega og ganga til kosninga fyrr en áður var áætlað, að ríkisstjórnin starfi fram að kosningum finnst mér bara sjálfsagt og eðlilegt. Við bara aðlögum okkur að þeim aðstæðum,“ sagði Bjarni. Ef samstarfsflokkarnir kysu að gera það ekki bæðist Bjarni lausnar og þá tæki væntanlega starfsstjórn við fram að kosningum. „Ég sé ekkert sérstakt unnið með því í neinu samhengi, hvorki fyrir þingið né stjórnarflokkana,“ sagði Bjarni um mögulega starfsstjórn.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira