Óvissa í efnahagslífinu og erfitt að sjá að verðbólga hjaðni nú Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. október 2024 11:56 Sigurður Ingi Jóhansson formaður Framsóknarflokksins og Guðrún Johnsen deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst. Vísir Deildarforseti Háskólans á Bifröst segir stjórnarslitin skapa óvissu í efnahagslífinu og erfitt sé að sjá að verðbólga haldi áfram að hjaðna í núverandi ástandi. Hún telur að atvinnulíf muni halda að sér höndum þar til það fer að róast. Nú vilji menn bæði vera í axlaböndum og með belti. Ríkisstjórn Bjarna Benediktsson var mynduð í kringum þrjár áherslur, efnahagsmáli, útlendingamál og orkumál. Oddvitar ríkisstjórnarflokkann lögðu mikla áherslu á mikilvægi þess að ná niður verðbólgu og vöxtum. Sigurður Ingi um stjórnarslit og verðbólgu Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði þetta eftir ríkisstjórnarfund á föstudag: „Ég hef sagt að það væri ábyrgðarhluti og ábyrgðarlaust að slíta stjórnarsamstarfinu þegar við erum farin að sjá efnahagsmálin þróast og með enn hraðari bata en við sáum bara fyrir nokkrum vikum. Þá væri ábyrgðarlaust að henda þeirri pólitísku ójöfnu inn í þá jöfnu. Ég er sannfærður um að það muni ekki hjálpa til við að verðbólga fari niður.“ Guðrún Johnsen deildarforseti Háskólans á Bifröst segir stjórnarslitin nú skapa óvissu í efnahagslífinu. „Öll óvissa er slæm þegar menn gera sér ekki grein fyrir því hvernig framvindan verður. Flokkarnir hafa ekki sýnt á spilin svo að næstu misseri verða mörkuð af þessari óvissu og stjórnmálamenn uppteknir við að heyja sína kosningabaráttu. Ég á von á því að skuldabréfaflokkarnir fari eitthvað upp á við þ.e. að vextirnir hækki eitthvað aðeins. Tími axlabanda og beltis Meðal stórra mála sem lá fyrir að afgreiða á haustþinginu er fjárlagafrumvarpið. Hún segir frestun þess geta haft mikil áhrif. „Stór mál eins og slit Íbúðalánasjóðs og sala Íslandsbanka hugsanlega fara þau á ís. Maður á ekki von á því að það verði teknar stórar ákvarðanir í starfsstjórn ef hún verður sett á laggirnar,“ segir Guðrún. Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er í nóvember Guðrún segir erfitt að spá því að vextir lækki. „Óvissa gerir það að verkum að við viljum hafa axlabönd og belti Ég á ekki von á því að vextir fari lækkandi. Þessi síðasta míla er oft ósköp erfið í verðbólgufasanum þetta bætir ekki úr skák. Jafnvel í stöðugu pólitísku ástandi er erfitt að ná verðbólgu niður,“ segir Guðrún. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Ríkisstjórn Bjarna Benediktsson var mynduð í kringum þrjár áherslur, efnahagsmáli, útlendingamál og orkumál. Oddvitar ríkisstjórnarflokkann lögðu mikla áherslu á mikilvægi þess að ná niður verðbólgu og vöxtum. Sigurður Ingi um stjórnarslit og verðbólgu Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði þetta eftir ríkisstjórnarfund á föstudag: „Ég hef sagt að það væri ábyrgðarhluti og ábyrgðarlaust að slíta stjórnarsamstarfinu þegar við erum farin að sjá efnahagsmálin þróast og með enn hraðari bata en við sáum bara fyrir nokkrum vikum. Þá væri ábyrgðarlaust að henda þeirri pólitísku ójöfnu inn í þá jöfnu. Ég er sannfærður um að það muni ekki hjálpa til við að verðbólga fari niður.“ Guðrún Johnsen deildarforseti Háskólans á Bifröst segir stjórnarslitin nú skapa óvissu í efnahagslífinu. „Öll óvissa er slæm þegar menn gera sér ekki grein fyrir því hvernig framvindan verður. Flokkarnir hafa ekki sýnt á spilin svo að næstu misseri verða mörkuð af þessari óvissu og stjórnmálamenn uppteknir við að heyja sína kosningabaráttu. Ég á von á því að skuldabréfaflokkarnir fari eitthvað upp á við þ.e. að vextirnir hækki eitthvað aðeins. Tími axlabanda og beltis Meðal stórra mála sem lá fyrir að afgreiða á haustþinginu er fjárlagafrumvarpið. Hún segir frestun þess geta haft mikil áhrif. „Stór mál eins og slit Íbúðalánasjóðs og sala Íslandsbanka hugsanlega fara þau á ís. Maður á ekki von á því að það verði teknar stórar ákvarðanir í starfsstjórn ef hún verður sett á laggirnar,“ segir Guðrún. Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er í nóvember Guðrún segir erfitt að spá því að vextir lækki. „Óvissa gerir það að verkum að við viljum hafa axlabönd og belti Ég á ekki von á því að vextir fari lækkandi. Þessi síðasta míla er oft ósköp erfið í verðbólgufasanum þetta bætir ekki úr skák. Jafnvel í stöðugu pólitísku ástandi er erfitt að ná verðbólgu niður,“ segir Guðrún.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira