Skondið að sjá ágreininginn koma upp á yfirborðið Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 14. október 2024 12:58 Þorgerður Katrín fór á fund forsetans fyrr í dag. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir ekkert óeðlilegt að ríkisstjórnin starfi áfram sem starfsstjórn en það sé skondið að sjá allan ágreininginn koma upp á yfirborðið. Þau verði bara að axla sína ábyrgð. Þorgerður ræddi við fjölmiðla á leið til fundar við forseta Íslands. „Ég held það liggi alveg ljóst fyrir að það er ekki þingmeirihluti til að halda þessu gangandi. Þetta er ekki dæmi fyrir mig til að styðja,“ sagði Þorgerður Katrín áður en hún hélt á fund Höllu Tómasdóttur fyrr í dag. Hún sagði sín skilaboð til forsetans á fundinum verða sú að flokkur Viðreisnar styðji þingrof og kosningar sem fyrst. „Við þurfum starfhæfa ríkisstjórn og við erum ekki með starfhæfa ríkisstjórn núna í landinu. Það er verkefni okkar í stjórnmálunum að leysa þessi verkefni,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún segir þá stöðu áður hafa komið upp að þingið hafi þurft að samþykkja fjárlög en að skýr meirihluti hafi ekki legið fyrir. Það sé eitt þeirra verkefna sem þurfi að ljúka en svo geti ný ríkisstjórn tekið upp þráðinn að nýju eftir kosningar. Hún segir að enn eigi eftir að leysa úr því hvort Bjarni leiði áfram starfsstjórn en henni þyki ekki óeðlilegt að núverandi ríkisstjórn starfi áfram saman þrátt fyrir ósk um þingrof frá Bjarna. Það sé ekki óeðlilegt við þessar aðstæður. „Mér finnst líka skondið að sjá hvað það er mikill ágreiningur. Hann er allur að koma upp á yfirborðið. Þeirra er ábyrgðin að sitja þetta út, væntanlega til 30. Nóvember, og þau verða bara versgo að axla sína ábyrgð en ekki vera með einhverja ólund úti hvort annað sem bitnar á þjóðinni.“ Væri hægt að breyta kosningalögum Hvort einhver mál frá stjórnarandstöðu fái afgreiðslu fyrir þinglok segir Þorgerður það óljóst. Það sé eitt sem komi strax upp í hugann. Það sé að jafna þingmannavægið þannig það verði ekki alltaf einn eða tveir flokkar sem fái meira. Það snúist ekki um að jafna atkvæðavægi. Það þurfi að breyta kosningalögum, ekki stjórnarskrá, og með þessari breytingu verði meira réttlæti í skiptingu þingmanna. Annað sem þurfi að ljúka séu fjárlög. Hún segir Viðreisn hafa fundað í gær og það verði boðað til fundar í landshlutaráðum sem ákveði hvort það verði prófkjör eða uppstilling. Hún telur prófkjör skynsamlegustu leiðina en það sé skammur tími til stefnu. Fleiri formenn á leið á fund Fylgst er með fundum forsetans í vaktinni hér að neðan. Að loknum fundi Sigmundar er hlé til klukkan 16 en þá mætir fyrst Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Eftir það kemur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir í Pírötum og svo formenn stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins kemur á fund forsetans klukkan 17.30 og Svandís Svavarsdóttir klukkan 18:15. Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira
„Ég held það liggi alveg ljóst fyrir að það er ekki þingmeirihluti til að halda þessu gangandi. Þetta er ekki dæmi fyrir mig til að styðja,“ sagði Þorgerður Katrín áður en hún hélt á fund Höllu Tómasdóttur fyrr í dag. Hún sagði sín skilaboð til forsetans á fundinum verða sú að flokkur Viðreisnar styðji þingrof og kosningar sem fyrst. „Við þurfum starfhæfa ríkisstjórn og við erum ekki með starfhæfa ríkisstjórn núna í landinu. Það er verkefni okkar í stjórnmálunum að leysa þessi verkefni,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún segir þá stöðu áður hafa komið upp að þingið hafi þurft að samþykkja fjárlög en að skýr meirihluti hafi ekki legið fyrir. Það sé eitt þeirra verkefna sem þurfi að ljúka en svo geti ný ríkisstjórn tekið upp þráðinn að nýju eftir kosningar. Hún segir að enn eigi eftir að leysa úr því hvort Bjarni leiði áfram starfsstjórn en henni þyki ekki óeðlilegt að núverandi ríkisstjórn starfi áfram saman þrátt fyrir ósk um þingrof frá Bjarna. Það sé ekki óeðlilegt við þessar aðstæður. „Mér finnst líka skondið að sjá hvað það er mikill ágreiningur. Hann er allur að koma upp á yfirborðið. Þeirra er ábyrgðin að sitja þetta út, væntanlega til 30. Nóvember, og þau verða bara versgo að axla sína ábyrgð en ekki vera með einhverja ólund úti hvort annað sem bitnar á þjóðinni.“ Væri hægt að breyta kosningalögum Hvort einhver mál frá stjórnarandstöðu fái afgreiðslu fyrir þinglok segir Þorgerður það óljóst. Það sé eitt sem komi strax upp í hugann. Það sé að jafna þingmannavægið þannig það verði ekki alltaf einn eða tveir flokkar sem fái meira. Það snúist ekki um að jafna atkvæðavægi. Það þurfi að breyta kosningalögum, ekki stjórnarskrá, og með þessari breytingu verði meira réttlæti í skiptingu þingmanna. Annað sem þurfi að ljúka séu fjárlög. Hún segir Viðreisn hafa fundað í gær og það verði boðað til fundar í landshlutaráðum sem ákveði hvort það verði prófkjör eða uppstilling. Hún telur prófkjör skynsamlegustu leiðina en það sé skammur tími til stefnu. Fleiri formenn á leið á fund Fylgst er með fundum forsetans í vaktinni hér að neðan. Að loknum fundi Sigmundar er hlé til klukkan 16 en þá mætir fyrst Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Eftir það kemur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir í Pírötum og svo formenn stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins kemur á fund forsetans klukkan 17.30 og Svandís Svavarsdóttir klukkan 18:15.
Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira