Þjálfari Janusar Daða tekur við sænska landsliðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2024 15:01 Eins og við var búist var Michael Apelgren ráðinn landsliðsþjálfari Svíþjóðar. getty/Matija Habljak Michael Apelgren hefur verið ráðinn þjálfari sænska karlalandsliðsins í handbolta. Hann tekur við starfinu af Glenn Solberg sem hætti í síðasta mánuði. Apelgren er einnig þjálfari ungverska liðsins Pick Szeged og mun halda því áfram meðfram því sem hann stýrir sænska landsliðinu. Íslenski landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason leikur með Pick Szeged. Apelgren var meðal þeirra sem var orðaður við íslenska landsliðið snemma á síðasta ári. Í viðtali við Vísi kvaðst hann vera spenntur fyrir möguleikanum að stýra Íslendingum. „Ég hafði heyrt af því að það gæti verið áhugi frá Íslandi og ég var upp með mér að heyra það,“ sagði Apelgren í samtali við Vísi. Á endanum var Snorri Steinn Guðjónsson hins vegar ráðinn í starfið. Ekki ætti að taka langan tíma fyrir Apelgren að koma sér inn í hlutina hjá sænska landsliðinu. Hann var nefnilega aðstoðarþjálfari þess um tveggja ára skeið en samningur hans rann út um síðustu mánaðarmót. Apelgren, sem er fertugur, hóf þjálfaraferilinn hjá Elverum í Noregi. Undir hans stjórn vann liðið norska meistaratitilinn sex ár í röð. Árið 2020 tók hann svo við Sävehof í heimalandinu og stýrði liðinu þar til hann hætti í sumar. Apelgren gerði Sävehof tvisvar að sænskum meisturum. Fyrsta verkefni Apelgrens með sænska liðið er EHF Euro Cup í næsta mánuði. Mótið er liður í undirbúningi Svía fyrir HM í janúar. Sænski handboltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Sjá meira
Apelgren er einnig þjálfari ungverska liðsins Pick Szeged og mun halda því áfram meðfram því sem hann stýrir sænska landsliðinu. Íslenski landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason leikur með Pick Szeged. Apelgren var meðal þeirra sem var orðaður við íslenska landsliðið snemma á síðasta ári. Í viðtali við Vísi kvaðst hann vera spenntur fyrir möguleikanum að stýra Íslendingum. „Ég hafði heyrt af því að það gæti verið áhugi frá Íslandi og ég var upp með mér að heyra það,“ sagði Apelgren í samtali við Vísi. Á endanum var Snorri Steinn Guðjónsson hins vegar ráðinn í starfið. Ekki ætti að taka langan tíma fyrir Apelgren að koma sér inn í hlutina hjá sænska landsliðinu. Hann var nefnilega aðstoðarþjálfari þess um tveggja ára skeið en samningur hans rann út um síðustu mánaðarmót. Apelgren, sem er fertugur, hóf þjálfaraferilinn hjá Elverum í Noregi. Undir hans stjórn vann liðið norska meistaratitilinn sex ár í röð. Árið 2020 tók hann svo við Sävehof í heimalandinu og stýrði liðinu þar til hann hætti í sumar. Apelgren gerði Sävehof tvisvar að sænskum meisturum. Fyrsta verkefni Apelgrens með sænska liðið er EHF Euro Cup í næsta mánuði. Mótið er liður í undirbúningi Svía fyrir HM í janúar.
Sænski handboltinn Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Sjá meira