„Við erum ekkert ofboðslega hrifin af þessari dramatík“ Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. október 2024 14:57 Lilja Dögg Alfreðsdóttir ráðherra og þingmaður Framsóknarflokksins segir skynsamlegast að klára fjárlögin. Vísir/Vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir stjórnarsamstarfinu augljóslega lokið. Það þurfi að klára lykilmál eins og fjárlög en það séu kosningar framunda. Framsóknarflokkurinn sé tilbúinn. Það skipti mestu máli að vextir halda áfram að lækka og koma efnahagsmálunum í lag. Lilja ræddi við fréttamann að loknum þingflokksfundi. Hún segir ákvörðun Bjarna ekki koma sér á óvart heldur kannski frekar hvernig það var gert. Framsóknarflokkurinn sé flokkur ábyrgðar og þau reyni að hafa samvinnu að leiðarljósi. „Ég hefði kannski gert þetta öðruvísi ef ég hefði verið í þessari stöðu.” Hún segir þau alvön kosningum en kannanir bendi til þess að þau gætu þurft að hafa fyrir fylginu. Hún segist sannfærð um að flokkurinn komi vel út úr þessum kosningum. Hvort ríkisstjórnin nái að starfa áfram fram að kosningum segir Lilja mikilvægast að klára þau mál sem þarf að klára. Hún segir farsælast að láta hlutina ganga upp og klára það sem klára þarf. „Þjóðin á það skilið að landinu sé stýrt og við tökum að sjálfstöðu þátt í því,“ segir Lilja. Formennirnir muni tala saman um það hvernig framhaldið verður. Hún sé ekki mikið fyrir dramatík og hennar tilfinning sé að kjósendum líði þannig líka. „Fyrst að forsætisráðherra og hans flokkur treysti sér ekki til þess að klára þetta, það liggur fyrir,“ segir Lilja. Ekki staðan sem hún vildi sjá Hvað gerist næst verði að koma í ljós. Framsóknarflokkurinn sé samvinnuflokkur sem setji heimilin fyrst og hún vilji ekki tefla því í tvísýnu. Hún hafi ekki endilega viljað þessa stöðu en þau vinni úr henni. „Ég tel að það sé skynsamlegast að flokkarnir komi sér saman um það hvernig fjárlögin verði kláruð svo það verði engir lausar endar þar. Það er hægt að gera það hratt og örugglega,“ segir Lilja. Þá eigi að reyna að kjósa sem fyrst. Boltinn sé hjá kjósendum. Flokkarnir þurfi nýtt umboð til að halda þeim verkefnum áfram sem þeir vilji vinna að. „Framsóknarflokkurinn er ábyrgur flokkur og við erum ekkert ofboðslega hrifin af þessari dramatík sem er búin að vera að eiga sér stað, svo ég segi það hreint út.“ Alþingi Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Hún segir ákvörðun Bjarna ekki koma sér á óvart heldur kannski frekar hvernig það var gert. Framsóknarflokkurinn sé flokkur ábyrgðar og þau reyni að hafa samvinnu að leiðarljósi. „Ég hefði kannski gert þetta öðruvísi ef ég hefði verið í þessari stöðu.” Hún segir þau alvön kosningum en kannanir bendi til þess að þau gætu þurft að hafa fyrir fylginu. Hún segist sannfærð um að flokkurinn komi vel út úr þessum kosningum. Hvort ríkisstjórnin nái að starfa áfram fram að kosningum segir Lilja mikilvægast að klára þau mál sem þarf að klára. Hún segir farsælast að láta hlutina ganga upp og klára það sem klára þarf. „Þjóðin á það skilið að landinu sé stýrt og við tökum að sjálfstöðu þátt í því,“ segir Lilja. Formennirnir muni tala saman um það hvernig framhaldið verður. Hún sé ekki mikið fyrir dramatík og hennar tilfinning sé að kjósendum líði þannig líka. „Fyrst að forsætisráðherra og hans flokkur treysti sér ekki til þess að klára þetta, það liggur fyrir,“ segir Lilja. Ekki staðan sem hún vildi sjá Hvað gerist næst verði að koma í ljós. Framsóknarflokkurinn sé samvinnuflokkur sem setji heimilin fyrst og hún vilji ekki tefla því í tvísýnu. Hún hafi ekki endilega viljað þessa stöðu en þau vinni úr henni. „Ég tel að það sé skynsamlegast að flokkarnir komi sér saman um það hvernig fjárlögin verði kláruð svo það verði engir lausar endar þar. Það er hægt að gera það hratt og örugglega,“ segir Lilja. Þá eigi að reyna að kjósa sem fyrst. Boltinn sé hjá kjósendum. Flokkarnir þurfi nýtt umboð til að halda þeim verkefnum áfram sem þeir vilji vinna að. „Framsóknarflokkurinn er ábyrgur flokkur og við erum ekkert ofboðslega hrifin af þessari dramatík sem er búin að vera að eiga sér stað, svo ég segi það hreint út.“
Alþingi Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira