„Þegar maður skorar tvö mörk vill maður fá eitthvað úr leiknum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. október 2024 21:16 Andri Lucas skoraði annað mark Íslands í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er ógeðslega svekkjandi. Við unnum svo ótrúlega hart að okkur og mér fannst við ekki eiga skilið að tapa 4-2 í dag,“ sagði Andri Lucas Guðjohnsen eftir tap Íslands gegn Tyrkjum í Þjóðadeildinni í kvöld. Andri skoraði annað mark Íslands í leiknum og jafnaði þá metin í 2-2. Markið skoraði hann þegar um sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, en Tyrkir skoruðu tvö mörk á lokamínútunum og tryggðu sér stigin þrjú. „Við spiluðum fínan leik og voum þéttir. Við vissum að við myndum fá okkar séns og að þeir myndu fá þeirra sénsa. En svona mistök eru dýrkeypt,“ bætti Andri við, en þriðja mark Tyrkja kom eftir vægast sagt klaufaleg mistök Hákons Rafns Valdimarssonar í íslenska markinu. „Þetta var svolítið fram og til baka. Bæði lið með leikmenn sem voru bara orðnir þreyttir. Við vorum svolítið lengi í hápressu í fyrri hálfleik, sem mér fannst við gera mjög vel, en við verðum kannski aðeins þreyttir í seinni og náum ekki að klára þessi hlaup. Leikurinn fer svolítið fram og til baka, en þetta er bara mjög svekkjandi.“ Hann segir margt jákvætt sem íslenska liðið getur tekið mér sér úr þessum landsleikjaglugga, en að hann hafi þó verið heldur kaflaskiptur. „Já, nákvæmlega. Mér fannst við mjög hættulegir og fengum fullt af skyndisóknum. Ég held að ég hafi náð að tengja mjög vel við Orra [Stein Óskarsson] og kantmennirnir okkar voru mjög duglegir að taka hlaupin á bakvið bakverðina þeirra. Við vorum að ógna mjög mikið og komast í mjög góðar stöður.“ „Oftast þegar maður skorar tvö mörk vill maður fá eitthvað út úr leiknum, en því miður náðum við því ekki í dag.“ Að lokum segir Andri þó að íslenska liðið ætli sér að loka Þjóðadeildinni með stæl, með tveimur útileikjum í nóvember. „Já, ´hundrað prósent. Við förum bara í þessa leiki og tökum það jákvæða með okkur úr þessum leikjum. Svo er það bara fulla ferð í þessa tvo útileiki,“ sagði Andri að lokum. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 2-4 | Grasið kvatt með gjöf til Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. 14. október 2024 17:47 „Eins og ég hef verið að segja í langan tíma þá erum við á réttri leið“ Fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson var eðlilega ekki sáttur eftir tveggja marka tap Íslands gegn Tyrklandi í Þjóðadeild karla í fótbolta. 14. október 2024 21:00 Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma og var valinn maður leiksins. 14. október 2024 20:48 Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-2 tap er liðið tók á móti Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2024 20:58 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjá meira
Andri skoraði annað mark Íslands í leiknum og jafnaði þá metin í 2-2. Markið skoraði hann þegar um sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, en Tyrkir skoruðu tvö mörk á lokamínútunum og tryggðu sér stigin þrjú. „Við spiluðum fínan leik og voum þéttir. Við vissum að við myndum fá okkar séns og að þeir myndu fá þeirra sénsa. En svona mistök eru dýrkeypt,“ bætti Andri við, en þriðja mark Tyrkja kom eftir vægast sagt klaufaleg mistök Hákons Rafns Valdimarssonar í íslenska markinu. „Þetta var svolítið fram og til baka. Bæði lið með leikmenn sem voru bara orðnir þreyttir. Við vorum svolítið lengi í hápressu í fyrri hálfleik, sem mér fannst við gera mjög vel, en við verðum kannski aðeins þreyttir í seinni og náum ekki að klára þessi hlaup. Leikurinn fer svolítið fram og til baka, en þetta er bara mjög svekkjandi.“ Hann segir margt jákvætt sem íslenska liðið getur tekið mér sér úr þessum landsleikjaglugga, en að hann hafi þó verið heldur kaflaskiptur. „Já, nákvæmlega. Mér fannst við mjög hættulegir og fengum fullt af skyndisóknum. Ég held að ég hafi náð að tengja mjög vel við Orra [Stein Óskarsson] og kantmennirnir okkar voru mjög duglegir að taka hlaupin á bakvið bakverðina þeirra. Við vorum að ógna mjög mikið og komast í mjög góðar stöður.“ „Oftast þegar maður skorar tvö mörk vill maður fá eitthvað út úr leiknum, en því miður náðum við því ekki í dag.“ Að lokum segir Andri þó að íslenska liðið ætli sér að loka Þjóðadeildinni með stæl, með tveimur útileikjum í nóvember. „Já, ´hundrað prósent. Við förum bara í þessa leiki og tökum það jákvæða með okkur úr þessum leikjum. Svo er það bara fulla ferð í þessa tvo útileiki,“ sagði Andri að lokum.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 2-4 | Grasið kvatt með gjöf til Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. 14. október 2024 17:47 „Eins og ég hef verið að segja í langan tíma þá erum við á réttri leið“ Fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson var eðlilega ekki sáttur eftir tveggja marka tap Íslands gegn Tyrklandi í Þjóðadeild karla í fótbolta. 14. október 2024 21:00 Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma og var valinn maður leiksins. 14. október 2024 20:48 Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-2 tap er liðið tók á móti Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2024 20:58 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 2-4 | Grasið kvatt með gjöf til Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. 14. október 2024 17:47
„Eins og ég hef verið að segja í langan tíma þá erum við á réttri leið“ Fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson var eðlilega ekki sáttur eftir tveggja marka tap Íslands gegn Tyrklandi í Þjóðadeild karla í fótbolta. 14. október 2024 21:00
Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma og var valinn maður leiksins. 14. október 2024 20:48
Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-2 tap er liðið tók á móti Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2024 20:58
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn