„Einstaklingsmistök að kosta okkur stigin og við þurfum að hætta því“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. október 2024 21:34 Åge Hareide hefði viljað að minnsta kosti fjögur stig úr leikjunum tveimur en fékk aðeins eitt. Ahmad Mora/Getty Images „Mjög stór mistök sem kosta okkur leikinn,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide rétt eftir að hann sussaði á Tyrki sem fögnuðu 4-2 sigri gegn Íslandi. „Við getum ekki unnið leiki þegar við gerum svona mistök. Við vorum 1-0 yfir lengi og börðumst vel en þeim tókst samt að taka 1-2 forystu. Við gerum vel að jafna leikinn, rétt áður fór boltinn í hönd varnarmanns, við sáum það skýrt í sjónvarpinu og ég skil ekki af hverju það var ekki skoðað. Þetta var furðulegur leikur en við gáfum þeim sigurinn með mistökum Hákonar, sem hefði mátt skoða líka, hann var tæklaður. Gríðarlega svekkjandi að skora tvö mörk í báðum leikjum en geta ekki gert betur varnarlega,“ sagði hann við Val Pál Eiríksson á Stöð 2 Sport inntur eftir viðbrögðum eftir leik. Ósáttur með dómgæsluna Í tvö skipti vildi Ísland að dómari leiksins myndi líta í VAR skjáinn, þegar skot Orra Steins var varið á línu og þegar virtist brotið á markmanninum Hákoni Rafni í þriðja marki Tyrkja. „Ég var að skoða þetta, fannst höndin klárlega ekki í náttúrulegri stöðu og boltinn fer í hana. Ég skil þetta ekki, en stundum falla hlutirnir ekki með þér. Við hefðum samt átt að gera betur og hirða allavega eitt stig.“ Ekki sama ákefð í seinni hálfleik Áður en að þessum vafaatriðum kom, allan fyrri hálfleikinn raunar, virtist íslenska liðið með ágætis stjórn á leiknum. Tyrkir ógnuðu sífellt en áttu erfitt með að komast að marki Íslands. „Við vörðumst vel og vorum aggressívir en við mættum ekki eins út í seinni hálfleik. Í fyrsta markinu erum við of langt frá skotmanninum, við þurfum að vera þéttari og sýna meiri ákefð þegar við verjumst svona lágt. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna í.“ Suss Viðtalið var þá truflað af Tyrkjum sem gengu framhjá sáttir með sigurinn og höfðu hátt. Åge bað um þögn með alþjóðatungumálinu: Sss! Síðan sagði hann stigasöfnunina í þessu verkefni mikil vonbrigði. Ísland hafi átt að vinna Wales á föstudaginn og taka allavega eitt stig gegn Tyrkjum í kvöld. „Þetta er ekki nóg, því miður. Tilfinningin er að það séu einstaklingsmistök að kosta okkur stigin og við þurfum að hætta því. Ég segi þetta við leikmenn líka, fótbolti er leikur mistaka en þetta er að kosta okkur of mikið.“ Framherjaparið ljósið í myrkrinu Það er þó eitthvað jákvætt sem Åge tekur út úr leikjunum tveimur fyrir næsta verkefni í nóvember. „Frábært framherjapar, Andri og Orri sýndu það í dag og voru öflugir í báðum leikjum. Við erum með unga leikmenn sem eru að stíga upp, þetta lítur vel út en við verðum að vera traustari varnarlega. Mjög stór mistök sem kosta okkur leikinn,“ sagði Åge að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-2 tap er liðið tók á móti Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2024 20:58 Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma og var valinn maður leiksins. 14. október 2024 20:48 „Þegar maður skorar tvö mörk vill maður fá eitthvað úr leiknum“ „Þetta er ógeðslega svekkjandi. Við unnum svo ótrúlega hart að okkur og mér fannst við ekki eiga skilið að tapa 4-2 í dag,“ sagði Andri Lucas Guðjohnsen eftir tap Íslands gegn Tyrkjum í Þjóðadeildinni í kvöld. 14. október 2024 21:16 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira
„Við getum ekki unnið leiki þegar við gerum svona mistök. Við vorum 1-0 yfir lengi og börðumst vel en þeim tókst samt að taka 1-2 forystu. Við gerum vel að jafna leikinn, rétt áður fór boltinn í hönd varnarmanns, við sáum það skýrt í sjónvarpinu og ég skil ekki af hverju það var ekki skoðað. Þetta var furðulegur leikur en við gáfum þeim sigurinn með mistökum Hákonar, sem hefði mátt skoða líka, hann var tæklaður. Gríðarlega svekkjandi að skora tvö mörk í báðum leikjum en geta ekki gert betur varnarlega,“ sagði hann við Val Pál Eiríksson á Stöð 2 Sport inntur eftir viðbrögðum eftir leik. Ósáttur með dómgæsluna Í tvö skipti vildi Ísland að dómari leiksins myndi líta í VAR skjáinn, þegar skot Orra Steins var varið á línu og þegar virtist brotið á markmanninum Hákoni Rafni í þriðja marki Tyrkja. „Ég var að skoða þetta, fannst höndin klárlega ekki í náttúrulegri stöðu og boltinn fer í hana. Ég skil þetta ekki, en stundum falla hlutirnir ekki með þér. Við hefðum samt átt að gera betur og hirða allavega eitt stig.“ Ekki sama ákefð í seinni hálfleik Áður en að þessum vafaatriðum kom, allan fyrri hálfleikinn raunar, virtist íslenska liðið með ágætis stjórn á leiknum. Tyrkir ógnuðu sífellt en áttu erfitt með að komast að marki Íslands. „Við vörðumst vel og vorum aggressívir en við mættum ekki eins út í seinni hálfleik. Í fyrsta markinu erum við of langt frá skotmanninum, við þurfum að vera þéttari og sýna meiri ákefð þegar við verjumst svona lágt. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna í.“ Suss Viðtalið var þá truflað af Tyrkjum sem gengu framhjá sáttir með sigurinn og höfðu hátt. Åge bað um þögn með alþjóðatungumálinu: Sss! Síðan sagði hann stigasöfnunina í þessu verkefni mikil vonbrigði. Ísland hafi átt að vinna Wales á föstudaginn og taka allavega eitt stig gegn Tyrkjum í kvöld. „Þetta er ekki nóg, því miður. Tilfinningin er að það séu einstaklingsmistök að kosta okkur stigin og við þurfum að hætta því. Ég segi þetta við leikmenn líka, fótbolti er leikur mistaka en þetta er að kosta okkur of mikið.“ Framherjaparið ljósið í myrkrinu Það er þó eitthvað jákvætt sem Åge tekur út úr leikjunum tveimur fyrir næsta verkefni í nóvember. „Frábært framherjapar, Andri og Orri sýndu það í dag og voru öflugir í báðum leikjum. Við erum með unga leikmenn sem eru að stíga upp, þetta lítur vel út en við verðum að vera traustari varnarlega. Mjög stór mistök sem kosta okkur leikinn,“ sagði Åge að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-2 tap er liðið tók á móti Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2024 20:58 Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma og var valinn maður leiksins. 14. október 2024 20:48 „Þegar maður skorar tvö mörk vill maður fá eitthvað úr leiknum“ „Þetta er ógeðslega svekkjandi. Við unnum svo ótrúlega hart að okkur og mér fannst við ekki eiga skilið að tapa 4-2 í dag,“ sagði Andri Lucas Guðjohnsen eftir tap Íslands gegn Tyrkjum í Þjóðadeildinni í kvöld. 14. október 2024 21:16 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira
Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-2 tap er liðið tók á móti Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2024 20:58
Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma og var valinn maður leiksins. 14. október 2024 20:48
„Þegar maður skorar tvö mörk vill maður fá eitthvað úr leiknum“ „Þetta er ógeðslega svekkjandi. Við unnum svo ótrúlega hart að okkur og mér fannst við ekki eiga skilið að tapa 4-2 í dag,“ sagði Andri Lucas Guðjohnsen eftir tap Íslands gegn Tyrkjum í Þjóðadeildinni í kvöld. 14. október 2024 21:16