Handbolti

Guð­jón Valur fór með liðið sitt í sund og gaf þeim bragðaref

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson fór með liðið sitt í sund þar sem hann þekkir vel til eða á Seltjarnarnesinu þar sem Guðjón spilaði með Gróttu á sínum tíma.
Guðjón Valur Sigurðsson fór með liðið sitt í sund þar sem hann þekkir vel til eða á Seltjarnarnesinu þar sem Guðjón spilaði með Gróttu á sínum tíma. Vísir/Vilhelm

Guðjón Valur Sigurðsson er mættur með lið sitt til Íslands en þjálfari þýska liðsins Gummersbach mun stýra sínum mönnum á móti FH í Evrópudeildarleik í Kaplakrika í kvöld.

Guðjón Valur fagnar því að fá að heimsækja Ísland á miðju tímabili.

„Þetta er bara yndislegt. Fá að aukaferð á miðju tímabili og koma heim. Hitta fjölskyldu, barn og barnabarn. Það er frábært ,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson í samtali við Val Pál Eiríksson.

Hefur hann nýtt tímann vel síðan að Gummersbach kom til landsins?

„Við komum í gær og fórum með liðið í Sundlaug Seltjarnarness. Fór síðan með þá í ísbúðina og gaf þeim bragðaref. Við vorum að æfa núna og svo tekur bara við hefðbundinn undirbúningur fyrir leik,“ sagði Guðjón Valur.

Var þá efst á lista leiðsögumannsins Guðjón Vals að fara með þá í sund á netinu og svo í ísbíltúr?

„Það var spurning um að fara í Bláa lónið eða eitthvað svoleiðis. Ég ákvað bara að gera þetta eins og við Íslendingar myndum gera þetta. Ég hringdi í Hauk Geirmundsson forstöðumann í sundlaug Seltjarnarness og fékk leyfi til að vera aðeins eftir lokum hjá honum,“ sagði Guðjón.

„Ég kann konum bestu þakkir fyrir það og strákarnir voru gríðarlega ánægður með þetta. Þetta er ekki alveg sama reynsla og þeir hafa af því að fara í sund úti,“ sagði Guðjón.

Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan þar sem hann ræðir meðal annars leikinn við FH í kvöld.

Báðir heimaleikir Vals og FH fara fram í Kaplakrika í kvöld. Klukkan 18.15 hefst leikur Vals og FC Porto og klukkan 20.30 hefst síðan leikur FH og Gummersbach á sama stað.

Klippa: Viðtal við Guðjón Val fyrir leikinn við FH



Fleiri fréttir

Sjá meira


×