Enginn þingfundur í dag og óvissa um framhaldið Elín Margrét Böðvarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 15. október 2024 08:02 Birgir Ármannsson, forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Þingfundur verður ekki á Alþingi í dag eins og gert hafði verið ráð fyrir og segir Birgir Ármannsson forseti Alþingis að það sé eðlilegt miðað við þær aðstæður sem nú eru uppi. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur nú ákveðið að biðjast lausnar fyrir sig og sitt ráðuneyti. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis hefði þingfundur átt að fara fram í dag. Birgir mun halda á fund Höllu Tómasdóttur forseta Íslands núna klukkan níu þar sem hann mun ræða við forseta um stöðu mála. Í framhaldi af því má búast við að Bjarni fari aftur á fund forseta til að biðjast lausnar. Halla mun væntanlega síðan síðar í dag eða á morgun greina frá því hverjum hún felur að gegna forsætisráðherraembættinu. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna lýsti því yfir í gærkvöldi að henni hugnist ekki að sitja í ríkisstjórn undir forsæti Sjálfstæðisflokksins, en sæi fyrir sér að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins gæti leitt starfsstjórn fram að kosningum. Telja má líklegt að forseti fari þá leið en það er þó ekki öruggt. Forsetinn gæti einnig falið Bjarna að leiða slíka stjórn. Samkvæmt starfsáætlun var gert ráð fyrir þingfundum í dag, á morgun og á fimmtudaginn. Samkvæmt þeim upplýsingum sem nú fyrir liggja á vef Alþingis er stefnt að óundirbúnum fyrirspurnatíma í þinginu klukkan 10:30 á fimmtudaginn, 17. október, þar sem fyrir svörum eiga að sitja forsætisráðherra, innviðaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra. Ætla má að það muni skýrast á næstunni hvert framhald þingstarfa verður í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi. Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Þórdís gæti boðið sig fram í Kraganum Mögulegt er að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, bjóði sig fram í Suðvesturkjördæmi í yfirvofandi kosningum. Hún segist íhuga það alvarlega. 15. október 2024 08:40 Arndís Anna hyggst ekki bjóða sig fram aftur Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, hyggst ekki bjóða sig fram í komandi Alþingiskosningum. Hún segist þó ekki vera hætt að vinna með Pírötum. 14. október 2024 23:08 Sér Sigurð Inga alveg fyrir sér sem forsætisráðherra Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur að Bjarni Benediktsson ætti að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, enda hafi hann og Sjálfstæðisflokkurinn gefist upp á verkefninu og yfirgefið ríkisstjórnina. Hún geti vel séð fyrir sér starfsstjórn Framsóknarflokks og Vinstri grænna fram að kosningum undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. 14. október 2024 19:25 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Birgir mun halda á fund Höllu Tómasdóttur forseta Íslands núna klukkan níu þar sem hann mun ræða við forseta um stöðu mála. Í framhaldi af því má búast við að Bjarni fari aftur á fund forseta til að biðjast lausnar. Halla mun væntanlega síðan síðar í dag eða á morgun greina frá því hverjum hún felur að gegna forsætisráðherraembættinu. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna lýsti því yfir í gærkvöldi að henni hugnist ekki að sitja í ríkisstjórn undir forsæti Sjálfstæðisflokksins, en sæi fyrir sér að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins gæti leitt starfsstjórn fram að kosningum. Telja má líklegt að forseti fari þá leið en það er þó ekki öruggt. Forsetinn gæti einnig falið Bjarna að leiða slíka stjórn. Samkvæmt starfsáætlun var gert ráð fyrir þingfundum í dag, á morgun og á fimmtudaginn. Samkvæmt þeim upplýsingum sem nú fyrir liggja á vef Alþingis er stefnt að óundirbúnum fyrirspurnatíma í þinginu klukkan 10:30 á fimmtudaginn, 17. október, þar sem fyrir svörum eiga að sitja forsætisráðherra, innviðaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra. Ætla má að það muni skýrast á næstunni hvert framhald þingstarfa verður í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Þórdís gæti boðið sig fram í Kraganum Mögulegt er að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, bjóði sig fram í Suðvesturkjördæmi í yfirvofandi kosningum. Hún segist íhuga það alvarlega. 15. október 2024 08:40 Arndís Anna hyggst ekki bjóða sig fram aftur Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, hyggst ekki bjóða sig fram í komandi Alþingiskosningum. Hún segist þó ekki vera hætt að vinna með Pírötum. 14. október 2024 23:08 Sér Sigurð Inga alveg fyrir sér sem forsætisráðherra Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur að Bjarni Benediktsson ætti að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, enda hafi hann og Sjálfstæðisflokkurinn gefist upp á verkefninu og yfirgefið ríkisstjórnina. Hún geti vel séð fyrir sér starfsstjórn Framsóknarflokks og Vinstri grænna fram að kosningum undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. 14. október 2024 19:25 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Þórdís gæti boðið sig fram í Kraganum Mögulegt er að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, bjóði sig fram í Suðvesturkjördæmi í yfirvofandi kosningum. Hún segist íhuga það alvarlega. 15. október 2024 08:40
Arndís Anna hyggst ekki bjóða sig fram aftur Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, hyggst ekki bjóða sig fram í komandi Alþingiskosningum. Hún segist þó ekki vera hætt að vinna með Pírötum. 14. október 2024 23:08
Sér Sigurð Inga alveg fyrir sér sem forsætisráðherra Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur að Bjarni Benediktsson ætti að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, enda hafi hann og Sjálfstæðisflokkurinn gefist upp á verkefninu og yfirgefið ríkisstjórnina. Hún geti vel séð fyrir sér starfsstjórn Framsóknarflokks og Vinstri grænna fram að kosningum undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. 14. október 2024 19:25