Flokkarnir sem vilja senda okkur aftur í torfkofana Guðni Freyr Öfjörð skrifar 15. október 2024 15:00 Það fer hrollur um mig þegar ég hlusta á suma stjórnmálamenn tala um að endurskoða samninga eins og EES-samninginn. Nýleg dæmi eru Anton Sveinn, nýkjörinn formaður ungliðahreyfingar Miðflokksins og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Til þeirra vil ég segja: Þökk sé EES-samningnum og Schengen-samstarfinu hefur velferð og efnahagur Íslands blómstrað frá því að við gerðum þessa samninga. Einnig, hvaða hagsmuni eruð þið að reyna að vernda? Allavega ekki hagsmuni þjóðarinnar. Fortíðarþráhyggja þessara manna er algjör og skín í gegn. Efnahagslegir ávinningar og áhrif á fyrirtæki og neytendur EES-samningurinn hefur haft fjölmarga jákvæða þætti í för með sér fyrir Ísland. Með samningnum hefur landið fengið aðgang að innri markaði Evrópusambandsins sem hefur skapað mikla möguleika fyrir íslensk fyrirtæki. Fyrirtæki eins og Marel og Össur hafa vaxið og dafnað vegna þessa aðgangs. Árlegur efnahagslegur ávinningur er áætlaður um 52 milljarðar króna, sem nemur um 2% af landsframleiðslu. Aukinn innflutningur og samkeppni frá erlendum fyrirtækjum hefur stuðlað að lægra vöruverði og fjölbreyttara vöruúrvali fyrir neytendur, sem bætir lífsgæði almennings. Frjáls verslun með vörur og þjónustu innan EES hefur opnað stóran markað með yfir 500 milljón neytendum og aukið útflutning og tekjur. Innleiðing evrópskra reglugerða hefur einfaldað viðskipti og dregið úr einangrun, sem gerir íslenskt efnahagslíf sveigjanlegra gagnvart utanaðkomandi áföllum. Áhrif á heilbrigðis- og velferðarkerfið ásamt félagslegum þáttum Samningurinn hefur gert öryrkjum og ellilífeyrisþegum kleift að nýta sér heilbrigðis- og velferðarþjónustu í öðrum löndum innan EES-svæðisins í gegnum evrópska sjúkratryggingakerfið. Þetta þýðir að þeir hafa meira aðgengi að sérhæfðri þjónustu, sem oft getur verið takmörkuð hér heima. Þeir geta einnig búið í öðrum Evrópulöndum og fengið þar full réttindi án þess að missa þau réttindi sem þeir hafa áunnið sér á Íslandi. Með öðrum orðum, án EES-samningsins gætu öryrkjar og ellilífeyrisþegar ekki fengið bætur frá Íslandi. Nemendur hafa einnig fengið ýmis tækifæri með samningnum. Hann hefur opnað dyr fyrir þá til að taka þátt í Erasmus+ og öðrum menntaáætlunum, sem gerir þeim kleift að fara í nám, starfsnám og starfsþjálfun í Evrópu. Þetta eykur ekki bara menntun þeirra, heldur bætir tungumálakunnáttu og eykur menningarlega reynslu. EES-samningurinn auðveldar einnig námsaðstoð fyrir þá sem hafa sérþarfir, sem skapar jafnan aðgang að námi í Evrópu. EES-samningurinn tryggir frjálsa för fólks milli aðildarríkja, sem auðveldar íslenskum heilbrigðisstarfsmönnum að sækja sér nám og störf erlendis, auk þess sem samningurinn laðar erlenda heilbrigðisstarfsmenn til landsins. Þetta hefur leitt til aukinnar fagþekkingar og betri þjónustu fyrir landsmenn. Ísland tekur einnig þátt í evrópskum rannsóknum og samstarfsverkefnum á sviði heilbrigðis og velferðar, sem eykur möguleika á nýsköpun og þróun nýrra meðferða. Fjölbreytni í verslun og þjónustu Samningurinn hefur gert fjölmörgum erlendum verslunum kleift að koma inn á íslenskan markað, eins og Costco og Nettó, og þar með aukið aðgengi að vörum frá öðrum Evrópuþjóðum. Þetta hefur leitt til lægra vöruverðs og fjölbreyttari vörulista í íslenskum verslunum. EES samningurinn veitir líka aðgang að mörgum erlendum netverslunum. Spurningar til gagnrýnenda EES-samningsins Það er mikilvægt að átta sig á því að verslanir eins og Costco, Prís og allar verslanir Samkaupa væru ekki til staðar á Íslandi án EES-samningsins. Hann hefur áhrif á nánast öll fyrirtæki í landinu, birgja, heildsala, heilbrigðisþjónustuna og velferðarkerfið. Þess vegna langar mig að spyrja ykkur, Anton Sveinn, Jón Gunnarsson og aðrir í Miðflokknum: Viljið þið að þúsundir Íslendinga missi réttindi sín, bæði hér og erlendis? Er það ykkar vilji að verslanir á borð við Bónus, Krónuna, Nettó, Prís, Costco, Hagkaup og fleiri neyðist til að loka eða hætti að bjóða upp á fjölbreytt vöruúrval? Viljið þið takmarka aðgang Íslendinga að símtækjum, raftækjum, tölvum, bílum, varahlutum, hjólum, rafmagnshlaupahjólum, fatnaði, snyrtivörum, hreingerningarvörum og matvörum? Viljið þið svipta Íslendinga sem búa erlendis réttindum sínum, eins og örorkubótum og ellilífeyri, og hindra möguleika þeirra sem stunda nám í Evrópu? Viljið þið svipta landsmenn aðgengi að lífsnauðsynlegum lyfjum? Og hvað með heilbrigðiskerfið? Hvernig ætlið þið að tryggja okkur heilbrigðisþjónustu ef við missum helming starfsfólks úr landi? Viljið þið skapa skort á læknisvörum? Eða að þúsundir iðnaðarmanna, verktaka og fólks sem byggir upp innviði hér á landi missi vinnuna? EES-samningurinn er ekki bara mikilvægur; hann er lífsnauðsyn. Þetta er ekkert nýtt fyrir popúlista; þeir hafa tilhneigingu til að vekja ótta almennings með hræðsluáróðri og ógnarstjórnmálum. Í stað þess að bjóða upp á raunhæfa framtíðarsýn með viðeigandi lausnum grípa þeir til einfaldra lausna á flóknum vandamálum sem eðli sínu samkvæmt virka ekki og veikja stöðu þjóða. Popúlisminn er auðþekkjanlegur, ekki aðeins fyrir hræðsluáróðurinn, heldur einnig vegna þess hvernig hann einblínir á einföldun. Með því að einfalda raunveruleikann svo mikið að hann verður óraunsær, með því að koma með einfaldar lausnir á flóknum vandamálum sem eðli sínu samkvæmt virka ekki. Það er grundvallaratriði að láta ekki blekkjast af þessum gömlu brögðum popúlistanna. Við þurfum að standa vörð um EES-samninginn og önnur mikilvæg málefni sem hafa reynst Íslandi vel. Popúlískir stjórnmálamenn hafa einnig reynst vera snjallir í því að fá kjósendur til að kjósa gegn eigin hagsmunum með því að koma fram með einfaldar lausnir á flóknum vandamálum sem ekki standast raunveruleikann Við verðum að standa vörð um hluti sem tryggja velferð okkar og framtíð. Látum ekki popúlíska stjórnmálamenn draga okkur aftur í fornaldir. Niðurstaða EES-samningurinn hefur verið Íslandi til mikilla hagsbóta á mörgum sviðum. Hann hefur stutt við efnahagslegan vöxt, aukið möguleika fyrirtækja, bætt aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu og auðveldað neytendum aðgengi að fjölbreyttari vörum og þjónustu. EES-samningurinn er ein af ástæðum þess að Ísland er eitt ríkasta land í Evrópu. Að íhuga að endurskoða eða hætta við þennan samning er skref aftur á bak sem myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir velferð, fyrirtæki, neytendur og efnahag Íslands. Áframhaldandi alþjóðasamstarf er lykilatriði fyrir íslensku þjóðina til að missa ekki niður þá velferð sem við höfum haft svo mikið fyrir að byggja upp. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Guðni Freyr Öfjörð Verslun Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það fer hrollur um mig þegar ég hlusta á suma stjórnmálamenn tala um að endurskoða samninga eins og EES-samninginn. Nýleg dæmi eru Anton Sveinn, nýkjörinn formaður ungliðahreyfingar Miðflokksins og Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Til þeirra vil ég segja: Þökk sé EES-samningnum og Schengen-samstarfinu hefur velferð og efnahagur Íslands blómstrað frá því að við gerðum þessa samninga. Einnig, hvaða hagsmuni eruð þið að reyna að vernda? Allavega ekki hagsmuni þjóðarinnar. Fortíðarþráhyggja þessara manna er algjör og skín í gegn. Efnahagslegir ávinningar og áhrif á fyrirtæki og neytendur EES-samningurinn hefur haft fjölmarga jákvæða þætti í för með sér fyrir Ísland. Með samningnum hefur landið fengið aðgang að innri markaði Evrópusambandsins sem hefur skapað mikla möguleika fyrir íslensk fyrirtæki. Fyrirtæki eins og Marel og Össur hafa vaxið og dafnað vegna þessa aðgangs. Árlegur efnahagslegur ávinningur er áætlaður um 52 milljarðar króna, sem nemur um 2% af landsframleiðslu. Aukinn innflutningur og samkeppni frá erlendum fyrirtækjum hefur stuðlað að lægra vöruverði og fjölbreyttara vöruúrvali fyrir neytendur, sem bætir lífsgæði almennings. Frjáls verslun með vörur og þjónustu innan EES hefur opnað stóran markað með yfir 500 milljón neytendum og aukið útflutning og tekjur. Innleiðing evrópskra reglugerða hefur einfaldað viðskipti og dregið úr einangrun, sem gerir íslenskt efnahagslíf sveigjanlegra gagnvart utanaðkomandi áföllum. Áhrif á heilbrigðis- og velferðarkerfið ásamt félagslegum þáttum Samningurinn hefur gert öryrkjum og ellilífeyrisþegum kleift að nýta sér heilbrigðis- og velferðarþjónustu í öðrum löndum innan EES-svæðisins í gegnum evrópska sjúkratryggingakerfið. Þetta þýðir að þeir hafa meira aðgengi að sérhæfðri þjónustu, sem oft getur verið takmörkuð hér heima. Þeir geta einnig búið í öðrum Evrópulöndum og fengið þar full réttindi án þess að missa þau réttindi sem þeir hafa áunnið sér á Íslandi. Með öðrum orðum, án EES-samningsins gætu öryrkjar og ellilífeyrisþegar ekki fengið bætur frá Íslandi. Nemendur hafa einnig fengið ýmis tækifæri með samningnum. Hann hefur opnað dyr fyrir þá til að taka þátt í Erasmus+ og öðrum menntaáætlunum, sem gerir þeim kleift að fara í nám, starfsnám og starfsþjálfun í Evrópu. Þetta eykur ekki bara menntun þeirra, heldur bætir tungumálakunnáttu og eykur menningarlega reynslu. EES-samningurinn auðveldar einnig námsaðstoð fyrir þá sem hafa sérþarfir, sem skapar jafnan aðgang að námi í Evrópu. EES-samningurinn tryggir frjálsa för fólks milli aðildarríkja, sem auðveldar íslenskum heilbrigðisstarfsmönnum að sækja sér nám og störf erlendis, auk þess sem samningurinn laðar erlenda heilbrigðisstarfsmenn til landsins. Þetta hefur leitt til aukinnar fagþekkingar og betri þjónustu fyrir landsmenn. Ísland tekur einnig þátt í evrópskum rannsóknum og samstarfsverkefnum á sviði heilbrigðis og velferðar, sem eykur möguleika á nýsköpun og þróun nýrra meðferða. Fjölbreytni í verslun og þjónustu Samningurinn hefur gert fjölmörgum erlendum verslunum kleift að koma inn á íslenskan markað, eins og Costco og Nettó, og þar með aukið aðgengi að vörum frá öðrum Evrópuþjóðum. Þetta hefur leitt til lægra vöruverðs og fjölbreyttari vörulista í íslenskum verslunum. EES samningurinn veitir líka aðgang að mörgum erlendum netverslunum. Spurningar til gagnrýnenda EES-samningsins Það er mikilvægt að átta sig á því að verslanir eins og Costco, Prís og allar verslanir Samkaupa væru ekki til staðar á Íslandi án EES-samningsins. Hann hefur áhrif á nánast öll fyrirtæki í landinu, birgja, heildsala, heilbrigðisþjónustuna og velferðarkerfið. Þess vegna langar mig að spyrja ykkur, Anton Sveinn, Jón Gunnarsson og aðrir í Miðflokknum: Viljið þið að þúsundir Íslendinga missi réttindi sín, bæði hér og erlendis? Er það ykkar vilji að verslanir á borð við Bónus, Krónuna, Nettó, Prís, Costco, Hagkaup og fleiri neyðist til að loka eða hætti að bjóða upp á fjölbreytt vöruúrval? Viljið þið takmarka aðgang Íslendinga að símtækjum, raftækjum, tölvum, bílum, varahlutum, hjólum, rafmagnshlaupahjólum, fatnaði, snyrtivörum, hreingerningarvörum og matvörum? Viljið þið svipta Íslendinga sem búa erlendis réttindum sínum, eins og örorkubótum og ellilífeyri, og hindra möguleika þeirra sem stunda nám í Evrópu? Viljið þið svipta landsmenn aðgengi að lífsnauðsynlegum lyfjum? Og hvað með heilbrigðiskerfið? Hvernig ætlið þið að tryggja okkur heilbrigðisþjónustu ef við missum helming starfsfólks úr landi? Viljið þið skapa skort á læknisvörum? Eða að þúsundir iðnaðarmanna, verktaka og fólks sem byggir upp innviði hér á landi missi vinnuna? EES-samningurinn er ekki bara mikilvægur; hann er lífsnauðsyn. Þetta er ekkert nýtt fyrir popúlista; þeir hafa tilhneigingu til að vekja ótta almennings með hræðsluáróðri og ógnarstjórnmálum. Í stað þess að bjóða upp á raunhæfa framtíðarsýn með viðeigandi lausnum grípa þeir til einfaldra lausna á flóknum vandamálum sem eðli sínu samkvæmt virka ekki og veikja stöðu þjóða. Popúlisminn er auðþekkjanlegur, ekki aðeins fyrir hræðsluáróðurinn, heldur einnig vegna þess hvernig hann einblínir á einföldun. Með því að einfalda raunveruleikann svo mikið að hann verður óraunsær, með því að koma með einfaldar lausnir á flóknum vandamálum sem eðli sínu samkvæmt virka ekki. Það er grundvallaratriði að láta ekki blekkjast af þessum gömlu brögðum popúlistanna. Við þurfum að standa vörð um EES-samninginn og önnur mikilvæg málefni sem hafa reynst Íslandi vel. Popúlískir stjórnmálamenn hafa einnig reynst vera snjallir í því að fá kjósendur til að kjósa gegn eigin hagsmunum með því að koma fram með einfaldar lausnir á flóknum vandamálum sem ekki standast raunveruleikann Við verðum að standa vörð um hluti sem tryggja velferð okkar og framtíð. Látum ekki popúlíska stjórnmálamenn draga okkur aftur í fornaldir. Niðurstaða EES-samningurinn hefur verið Íslandi til mikilla hagsbóta á mörgum sviðum. Hann hefur stutt við efnahagslegan vöxt, aukið möguleika fyrirtækja, bætt aðgengi að menntun og heilbrigðisþjónustu og auðveldað neytendum aðgengi að fjölbreyttari vörum og þjónustu. EES-samningurinn er ein af ástæðum þess að Ísland er eitt ríkasta land í Evrópu. Að íhuga að endurskoða eða hætta við þennan samning er skref aftur á bak sem myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir velferð, fyrirtæki, neytendur og efnahag Íslands. Áframhaldandi alþjóðasamstarf er lykilatriði fyrir íslensku þjóðina til að missa ekki niður þá velferð sem við höfum haft svo mikið fyrir að byggja upp. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar