„Tímapunkturinn finnst mér afleitur“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. október 2024 18:59 Guðmundur Ingi mun ekki sitja í starfsstjórninni fram að kosningum. Vísir/Vilhelm Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. Halla Tómasdóttir forseti Íslands tilkynnti síðdegis í dag að hún hafi fallist á beiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um þingrof. Þá bað hún fráfarandi ríkisstjórn að sitja áfram sem starfsstjórn. Í framhaldinu birti Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna Facebook-færslu þess efnis að ráðherrar flokksins muni ekki verða við beiðni Höllu um að sitja áfram í starfsstjórn. Ekki að bregðast skyldum sínum Svandís varð ekki við beiðni fréttastofu um viðtal vegna ákvörðunarinnar en Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna og fráfarandi félags- og vinnumarkaðsráðherra fór yfir málið í Kvöldfréttum. „Það var einfaldlega niðurstaða þingflokksins að tími okkar með Sjálfstæðisflokknum er liðinn. Og við munum því ekki taka sæti í þessari starfsstjórn,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir flokkinn ekki vera að bregðast skyldum sínum með ákvörðuninni. „Það sem brást var að forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn treystu sér ekki í áframhaldandi samstarf. Forsætisráðherra treysti sér ekki til að leiða mál til lykta. Það að þau hafi misst þrekið er eitthvað sem ég ber virðingu.“ Afleitur tími Fréttamaður bendir á að flokkurinn sé á ákveðnu hrapi og vísar í orð Ingu Sæland formanns Flokks fólksins í Pallborðinu í gær þegar hún sagði að VG verði líklega ekki lengur til eftir kosningar. Hann spyr hvort flokkurinn ætli að nýta þetta sem tækifæri næstu 45 daga til að einbeita sér að kosningabaráttunni. Og þannig kannski ekki vera að hugsa um hag almennings heldur hag Vinstri grænna? „Við höfum alltaf hag almennings að leiðarljósi í okkar störfum. Og það held ég að okkar seta í ríkisstjórn hafi sýnt á undanförnum sjö árum og núna fyrr á öldinni. Við höfum alltaf sett fólk í fyrirrúm frekar en fjármagn.“ Flokkurinn eigi góða sögu að segja af núliðnu kjörtímabili. „Búin að endurskoða örorkulífeyriskerfið sem var búið að bíða eftir í tíu, tuttugu ár, koma á Mannréttindastofnun og ganga frá mjög mikilvægum verkefnum í tenglum við kjarasamninga. Þannig að við förum mjög sátt frá borði.“ Hann virði ákvörðun hinna ráðherranna og þeir ákvörðun Vinstri grænna. Er ekki erfitt að verða ekki við beiðni forseta Íslands um að halda þessu gangandi? „Ísland heldur áfram að vera til og gangverkið mun halda áfram. Við erum fyrst og fremst með yfirlýsingu um það að tími okkar með Sjálfstæðisflokknum er liðinn og það eru skilaboðin okkar vegna þess trúnaðarbrests sem varð þegar forsætisráðherra tekur þá einhliða ákvörðun, án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna, um þetta meðan við töldum að það væri skynsamlegra að við myndum reyna að halda áfram. Einmitt fyrir fólkið í landinu og til að geta tekist saman á við brýn verkefni. Og tímapunkturinn finnst mér afleitur.“ Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Halla Tómasdóttir forseti Íslands tilkynnti síðdegis í dag að hún hafi fallist á beiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um þingrof. Þá bað hún fráfarandi ríkisstjórn að sitja áfram sem starfsstjórn. Í framhaldinu birti Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna Facebook-færslu þess efnis að ráðherrar flokksins muni ekki verða við beiðni Höllu um að sitja áfram í starfsstjórn. Ekki að bregðast skyldum sínum Svandís varð ekki við beiðni fréttastofu um viðtal vegna ákvörðunarinnar en Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna og fráfarandi félags- og vinnumarkaðsráðherra fór yfir málið í Kvöldfréttum. „Það var einfaldlega niðurstaða þingflokksins að tími okkar með Sjálfstæðisflokknum er liðinn. Og við munum því ekki taka sæti í þessari starfsstjórn,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir flokkinn ekki vera að bregðast skyldum sínum með ákvörðuninni. „Það sem brást var að forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn treystu sér ekki í áframhaldandi samstarf. Forsætisráðherra treysti sér ekki til að leiða mál til lykta. Það að þau hafi misst þrekið er eitthvað sem ég ber virðingu.“ Afleitur tími Fréttamaður bendir á að flokkurinn sé á ákveðnu hrapi og vísar í orð Ingu Sæland formanns Flokks fólksins í Pallborðinu í gær þegar hún sagði að VG verði líklega ekki lengur til eftir kosningar. Hann spyr hvort flokkurinn ætli að nýta þetta sem tækifæri næstu 45 daga til að einbeita sér að kosningabaráttunni. Og þannig kannski ekki vera að hugsa um hag almennings heldur hag Vinstri grænna? „Við höfum alltaf hag almennings að leiðarljósi í okkar störfum. Og það held ég að okkar seta í ríkisstjórn hafi sýnt á undanförnum sjö árum og núna fyrr á öldinni. Við höfum alltaf sett fólk í fyrirrúm frekar en fjármagn.“ Flokkurinn eigi góða sögu að segja af núliðnu kjörtímabili. „Búin að endurskoða örorkulífeyriskerfið sem var búið að bíða eftir í tíu, tuttugu ár, koma á Mannréttindastofnun og ganga frá mjög mikilvægum verkefnum í tenglum við kjarasamninga. Þannig að við förum mjög sátt frá borði.“ Hann virði ákvörðun hinna ráðherranna og þeir ákvörðun Vinstri grænna. Er ekki erfitt að verða ekki við beiðni forseta Íslands um að halda þessu gangandi? „Ísland heldur áfram að vera til og gangverkið mun halda áfram. Við erum fyrst og fremst með yfirlýsingu um það að tími okkar með Sjálfstæðisflokknum er liðinn og það eru skilaboðin okkar vegna þess trúnaðarbrests sem varð þegar forsætisráðherra tekur þá einhliða ákvörðun, án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna, um þetta meðan við töldum að það væri skynsamlegra að við myndum reyna að halda áfram. Einmitt fyrir fólkið í landinu og til að geta tekist saman á við brýn verkefni. Og tímapunkturinn finnst mér afleitur.“
Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira