Þorsteinn Leó: Ég sá að stúkan var hálf blá Þorsteinn Hjálmsson skrifar 15. október 2024 21:41 Þorsteinn Leó Gunnarsson í hrömmum Alexanders Peterssonar. vísir/Anton Þorsteinn Leó Gunnarsson, leikmaður Porto, bjóst ekki við að lið hans myndi missa dampinn eftir góðan fyrri hálfleik, en liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik gegn Val. Valsmenn komu þó til baka og lauk leiknum með jafntefli, 27-27, og deildu liðin stigunum á milli sín í þessari annarri umferð Evrópudeildarinnar. Aðspurður hvort Þorsteinn Leó hafi búist við þessum viðsnúningi í leiknum, þá svaraði hann því neitandi. „Nei alls ekki. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og með mjög góða vörn og við vorum sáttir með þetta og sóknarleikurinn kom upp þarna síðustu 15 í fyrri hálfleik. Svo bara klikkar eitthvað í seinni. Við klikkum á dauðafærum og svo einhvern veginn missum við sjálfstraustið að vera klúðra, Björgvin [Páll Gústavsson] var heitur. Þetta var skrítinn leikur, mjög skrítinn.“ Þorsteinn Leó kom einmitt inn á eftir um korters leik og fannst honum margt breytast með innkomu sinni. Hann hrósar þó Valsmönnum fyrir að hafa lokað á sig í seinni hálfleik. „Já klárlega. Það var eins og þeir voru undirbúnir fyrir mig en ekki alveg á öllum atriðunum, en svo í seinni hálfleik þarf ég bara að taka hatt minn fyrir þeim. Þeir spiluðu mjög góða vörn á móti mér.“ Aðspurður hvernig stemmningin hafi verið inn í klefa Porto í hálfleik þar sem liðið var sjö mörkum yfir, þá svaraði Þorsteinn Leó því á þennan veg. „Við vorum bara mjög léttir inn í klefa, allir brosandi einhvern veginn og héldum að við værum komnir með þetta og ætluðum bara að sigla þessu heim. En svo bara fór sjálfstraustið hjá liðinu. Þetta var mjög sérstakt. Við grófum okkur í einhverja holu sem við komumst ekki upp úr, þetta var svekkjandi.“ Þorsteinn Leó fór út í atvinnumennsku í sumar frá uppeldisfélagi sínu Aftureldingu þar sem hann var ein af stjörnum Olís-deildarinnar. Það var því skemmtileg upplifun fyrir Þorstein Leó að fá að spila á Íslandi með nýju félagi, en stór hluti annarrar stúlkunnar var hvít og blá, í Porto litunum. Ísak Gústafsson sækir að marki Porto og Þorsteinn Leó tekur á móti honum.vísir/Anton „Geggjuð upplifun, mjög góð stemning. Ég var með svakalega tilhlökkun fyrir þennan leik, ég var mjög spenntur. Ég var búinn að kaupa sjálfur einhverjar 40 treyjur til að koma með hingað. Ég sá að stúkan var hálf blá hérna. Það var mikil tilhlökkun fyrir leiknum en lokaniðurstaðan er svekkjandi,“ sagði Þorsteinn Leó um upplifunina. Aðspurður út í fyrstu mánuði atvinnumennskunnar, segir Þorsteinn Leó það vera draumi líkast. „Þetta er draumur, að vera atvinnumaður og ég er bara að spila handbolta. Þetta er draumurinn minn. Mér finnst þetta gríðarlega gaman að það eina sem ég er að gera er að vera atvinnumaður í handbolta, bara geggjað. Þetta var það sem ég stefndi að síðan ég var krakki. Ég er algjörlega að lifa drauminn.“ Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Real Madrid - Barcelona | Spænska klassíkin Fótbolti Fleiri fréttir Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sjá meira
Aðspurður hvort Þorsteinn Leó hafi búist við þessum viðsnúningi í leiknum, þá svaraði hann því neitandi. „Nei alls ekki. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og með mjög góða vörn og við vorum sáttir með þetta og sóknarleikurinn kom upp þarna síðustu 15 í fyrri hálfleik. Svo bara klikkar eitthvað í seinni. Við klikkum á dauðafærum og svo einhvern veginn missum við sjálfstraustið að vera klúðra, Björgvin [Páll Gústavsson] var heitur. Þetta var skrítinn leikur, mjög skrítinn.“ Þorsteinn Leó kom einmitt inn á eftir um korters leik og fannst honum margt breytast með innkomu sinni. Hann hrósar þó Valsmönnum fyrir að hafa lokað á sig í seinni hálfleik. „Já klárlega. Það var eins og þeir voru undirbúnir fyrir mig en ekki alveg á öllum atriðunum, en svo í seinni hálfleik þarf ég bara að taka hatt minn fyrir þeim. Þeir spiluðu mjög góða vörn á móti mér.“ Aðspurður hvernig stemmningin hafi verið inn í klefa Porto í hálfleik þar sem liðið var sjö mörkum yfir, þá svaraði Þorsteinn Leó því á þennan veg. „Við vorum bara mjög léttir inn í klefa, allir brosandi einhvern veginn og héldum að við værum komnir með þetta og ætluðum bara að sigla þessu heim. En svo bara fór sjálfstraustið hjá liðinu. Þetta var mjög sérstakt. Við grófum okkur í einhverja holu sem við komumst ekki upp úr, þetta var svekkjandi.“ Þorsteinn Leó fór út í atvinnumennsku í sumar frá uppeldisfélagi sínu Aftureldingu þar sem hann var ein af stjörnum Olís-deildarinnar. Það var því skemmtileg upplifun fyrir Þorstein Leó að fá að spila á Íslandi með nýju félagi, en stór hluti annarrar stúlkunnar var hvít og blá, í Porto litunum. Ísak Gústafsson sækir að marki Porto og Þorsteinn Leó tekur á móti honum.vísir/Anton „Geggjuð upplifun, mjög góð stemning. Ég var með svakalega tilhlökkun fyrir þennan leik, ég var mjög spenntur. Ég var búinn að kaupa sjálfur einhverjar 40 treyjur til að koma með hingað. Ég sá að stúkan var hálf blá hérna. Það var mikil tilhlökkun fyrir leiknum en lokaniðurstaðan er svekkjandi,“ sagði Þorsteinn Leó um upplifunina. Aðspurður út í fyrstu mánuði atvinnumennskunnar, segir Þorsteinn Leó það vera draumi líkast. „Þetta er draumur, að vera atvinnumaður og ég er bara að spila handbolta. Þetta er draumurinn minn. Mér finnst þetta gríðarlega gaman að það eina sem ég er að gera er að vera atvinnumaður í handbolta, bara geggjað. Þetta var það sem ég stefndi að síðan ég var krakki. Ég er algjörlega að lifa drauminn.“
Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Real Madrid - Barcelona | Spænska klassíkin Fótbolti Fleiri fréttir Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sjá meira