Metsekt fyrir að mismuna gyðingum og banna þeim að fljúga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. október 2024 08:15 Lufthansa samþykkti að greiða sektina en hefur ekki viðurkennt sök. epa/Toms Kalnins Bandaríska ríkið hefur sektað flugfélagið Lufthansa um fjórar milljónir dala fyrir að hafa bannað gyðingum að ganga um borð í vél félagsins árið 2022 þar sem sumir þeirra neituðu að bera sóttvarnagrímu. Yfirvöld segja að um mismunun hafi verið að ræða, þar sem öllum hópnum var bannað að fljúga jafnvel þótt um væri að ræða einstaklinga og hópa sem þekktust ekki. Um er að ræða metupphæð en aldrei áður hefur svo há sekt verið lögð á flugfélag fyrir að brjóta gegn réttindum fólks. Talsmenn Lufthansa segja fyrirtækið hafa samþykkt að greiða sektina til að forðast málaferli en neita að hafa mismunað gegn farþegunum. Segja þeir málið byggja á misskilningi þegar atvikið átti sér stað. Umræddir farþegar voru að fara frá New York til Búdapest í maí 2022 og klæddust allir klæðnaði strangtrúaðra gyðinga. Þeir áttu það annað sameiginlegt að hafa bókað ferðalög sín með sömu ferðaskrifstofum. Millilent var í Frankfurt, þar sem öryggisvörðum var gert viðvart að sumir farþegar hefðu neitað að fara eftir ábendingum áhafnarinnar um að bera sóttvarnagrímur og forðast það að safnast saman á göngum vélarinnar. Ákveðið var í framhaldinu að ógilda um hundrað miða en miðaeigendurnir áttu það sameiginlegt að vera gyðingar. Samkvæmt úrskurði yfirvalda voru fulltrúar Lufthansa meðvitaðir um að með því að refsa hópnum væru þeir að refsa einstaklingum sem hefðu ekkert gert af sér en þeir sögðu ekki praktískt að taka á hverju máli fyrir sig. Meirihluti farþeganna var bókaður í annað flug sama dag. Yfirvöld sögðu Lufthansa ekki hafa getað bent á einn einasta farþega og ákveðið brot sem viðkomandi hefði framið en talsmenn fyrirtækisins sögðu brotin hafa verið svo mörg og staðið yfir svo lengi að það hefði verið ómögulegt að tengja stöku farþega við stöku brot. BBC greindi frá. Fréttir af flugi Bandaríkin Mannréttindi Þýskaland Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Yfirvöld segja að um mismunun hafi verið að ræða, þar sem öllum hópnum var bannað að fljúga jafnvel þótt um væri að ræða einstaklinga og hópa sem þekktust ekki. Um er að ræða metupphæð en aldrei áður hefur svo há sekt verið lögð á flugfélag fyrir að brjóta gegn réttindum fólks. Talsmenn Lufthansa segja fyrirtækið hafa samþykkt að greiða sektina til að forðast málaferli en neita að hafa mismunað gegn farþegunum. Segja þeir málið byggja á misskilningi þegar atvikið átti sér stað. Umræddir farþegar voru að fara frá New York til Búdapest í maí 2022 og klæddust allir klæðnaði strangtrúaðra gyðinga. Þeir áttu það annað sameiginlegt að hafa bókað ferðalög sín með sömu ferðaskrifstofum. Millilent var í Frankfurt, þar sem öryggisvörðum var gert viðvart að sumir farþegar hefðu neitað að fara eftir ábendingum áhafnarinnar um að bera sóttvarnagrímur og forðast það að safnast saman á göngum vélarinnar. Ákveðið var í framhaldinu að ógilda um hundrað miða en miðaeigendurnir áttu það sameiginlegt að vera gyðingar. Samkvæmt úrskurði yfirvalda voru fulltrúar Lufthansa meðvitaðir um að með því að refsa hópnum væru þeir að refsa einstaklingum sem hefðu ekkert gert af sér en þeir sögðu ekki praktískt að taka á hverju máli fyrir sig. Meirihluti farþeganna var bókaður í annað flug sama dag. Yfirvöld sögðu Lufthansa ekki hafa getað bent á einn einasta farþega og ákveðið brot sem viðkomandi hefði framið en talsmenn fyrirtækisins sögðu brotin hafa verið svo mörg og staðið yfir svo lengi að það hefði verið ómögulegt að tengja stöku farþega við stöku brot. BBC greindi frá.
Fréttir af flugi Bandaríkin Mannréttindi Þýskaland Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira