Framboðin þurfi að vanda sig Lovísa Arnardóttir skrifar 16. október 2024 09:02 Kristín Edwald er formaður Landskjörstjórnar og hefur verið það í rúman áratug. Hún segist mikið kosninganörd og fylgjast vel með framkvæmd kosninga á Íslandi og annars staðar. Vísir/Vilhelm Kristín Edwald formaður Landskjörstjórnar segir mikilvægt að öll framboð hugi að formsatriðum við skil á sínu framboði. Frestur er til 31. október til að skila inn framboðslistum. Kristín hvetur einnig framboðin til að nota rafræn meðmælendakerfi. Kristín var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og fór þar yfir kosningarnar og fyrirkomulag þeirra. Hún segir rafræna meðmælendakerfið gott og einfaldi allt. Fólk geti skráð sig inn með rafrænum skilríkjum og framboðin geti fylgst með í rauntíma hversu mörg meðmæli eru komin. Mæli fólk með öðru framboði detti það til dæmis út. Þá megi fólk sem vinnur að kosningunum ekki mæla með framboði og geti dottið út. Þá segir hún mikilvægt að huga að framboðsfresti og öllum formsatriðum. Þau skipti máli. „Það er strangt á mat á því og verður að vera, vegna öryggis og trúverðugleika kosningar, að það sé ekkert svigrúm mikið þar.“ Dæmi um formsatriði er að ef fólk skilar meðmælalistum á pappír að allar viðeigandi upplýsingar séu á blaðinu. „Það þarf bara að vanda sig.“ Alþingiskosningarnar fara fram þann 30. nóvember og þurfa allir stjórnmálaflokkar að skila inn sínum framboðum fyrir 31. október. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst 7. nóvember. Kristín bendir á að fólk erlendis þurfi að gæta þess að kjósa í tíma svo atkvæðið nái heim. Hlutverkið breyttist mikið 2022 Kristín hefur verið í starfi formanns frá 2013 en árið 2020 breyttist hlutverk landskjörstjórnar þegar hún tók við stærra hlutverki auk þess sem samsetning hennar er önnur. Þrír eru kosnir af Alþingi og tveir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Áður hafi landskjörstjórn einungis séð um alþingiskosningar og komið lítillega að forsetakosningum en sjái nú einnig um sveitarstjórnarkosningar. Kristín segist hafa brennandi áhuga á kosningum og framkvæmda þeirra. „Ég er kosninganörd,“ segir Kristín og allt frá unga aldri hafi hún starfað við kosningar. Áhuginn hafi líklega komið frá pabba hennar sem starfaði alltaf í kosningum. Í landskjörstjórn eru fimm manns auk þess sem með stjórninni starfar framkvæmdastjóri. Á skrifstofu landskjörstjórnar eru fimm stöðugildi. Kristín segir alltaf nóg að gera hjá landskjörstjórn. Þau hafi áður tekist á við kosningar með stuttum fyrirvara. Fólk sem vinnur við kosningarnar getur ekki mælt með framboðum.Vísir/Vilhelm Alltaf tilbúin í kosningar „Nýju lögin tóku gildi 1. janúar 2022 og svo eru sveitarstjórnarkosningar 14. maí. Okkur fannst það líka stuttur tími. Þá átti líka eftir að setja fullt af reglum og leiðbeiningum fyrir kosningarnar,“ segir Kristín. Eftir þessar kosningar fóru þau svo beint í að vinna að forsetakosningum. Að tryggja að reglurnar giltu einnig fyrir þær. Svo þegar þeim var lokið í júní þá byrjuðu þau að undirbúa sig fyrir alþingiskosningar. Þá hafi skrifstofan einnig verið í samvinnu við aðra sem komi að kosningum eins og yfirkjörstjórnir sveitarfélaga og kjördæma. Sýslumenn sem sjái um fólk erlendis og ræðismenn. Það sé hægt að kjósa á 128 stöðum erlendis. Landskjörstjórn sjái um samhæfingu allra þessara aðila. „Landskjörstjórn á að vera tilbúin,“ segir Kristín um það hvort það sé ekki óþægilegt að fá svona óvæntar kosningar. Það sé alltaf passað upp á að þetta gæti gerst samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Þeim beri að vera tilbúin. Kristín segir ekki þurfa að gera neinar breytingar á lögum svo hægt sé að gera kosningar. Það séu ákveðnir vankantar sem þurfi að snyrta til en ekkert sem hafi bein áhrif á kosningarnar. Kristín segist ekki sjá fyrir sér rafræna kosningu í framtíðinni en hún myndi vilja fá rafræna kjörskrá. Á sumum kjörstöðum sé ekki nægilega gott netsamband til að framkvæma kosningarnar þannig. Það þurfi að bæta úr því áður en farið verður í að gera kjörskrána rafræna. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Bítið Tengdar fréttir Vill annað sætið í öðru Reykjavíkurkjördæmanna Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, sækist eftir öðru sætinu á lista Viðreisnar í öðru Reykjavíkurkjördæmanna í komandi þingkosningum sem fram fara 30. nóvember næstkomandi. 16. október 2024 07:44 „Tímapunkturinn finnst mér afleitur“ Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. 15. október 2024 18:59 „Falsfréttin“ og „þvælan“ sem raungerðist hratt Aðstoðarmenn Svandísar Svavarsdóttur formanns Vinstri grænna og innviðaráðherra til dagsins í dag sögðu það falsfrétt og algjöra þvælu að Svandís væri byrjuð að tæma skrifstofu sína í ráðuneytinu upp úr hádegi í dag. Ekkert slíkt lægi fyrir. Síðar um daginn var búið að tæma skrifstofuna. 15. október 2024 21:42 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Kristín var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun og fór þar yfir kosningarnar og fyrirkomulag þeirra. Hún segir rafræna meðmælendakerfið gott og einfaldi allt. Fólk geti skráð sig inn með rafrænum skilríkjum og framboðin geti fylgst með í rauntíma hversu mörg meðmæli eru komin. Mæli fólk með öðru framboði detti það til dæmis út. Þá megi fólk sem vinnur að kosningunum ekki mæla með framboði og geti dottið út. Þá segir hún mikilvægt að huga að framboðsfresti og öllum formsatriðum. Þau skipti máli. „Það er strangt á mat á því og verður að vera, vegna öryggis og trúverðugleika kosningar, að það sé ekkert svigrúm mikið þar.“ Dæmi um formsatriði er að ef fólk skilar meðmælalistum á pappír að allar viðeigandi upplýsingar séu á blaðinu. „Það þarf bara að vanda sig.“ Alþingiskosningarnar fara fram þann 30. nóvember og þurfa allir stjórnmálaflokkar að skila inn sínum framboðum fyrir 31. október. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst 7. nóvember. Kristín bendir á að fólk erlendis þurfi að gæta þess að kjósa í tíma svo atkvæðið nái heim. Hlutverkið breyttist mikið 2022 Kristín hefur verið í starfi formanns frá 2013 en árið 2020 breyttist hlutverk landskjörstjórnar þegar hún tók við stærra hlutverki auk þess sem samsetning hennar er önnur. Þrír eru kosnir af Alþingi og tveir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Áður hafi landskjörstjórn einungis séð um alþingiskosningar og komið lítillega að forsetakosningum en sjái nú einnig um sveitarstjórnarkosningar. Kristín segist hafa brennandi áhuga á kosningum og framkvæmda þeirra. „Ég er kosninganörd,“ segir Kristín og allt frá unga aldri hafi hún starfað við kosningar. Áhuginn hafi líklega komið frá pabba hennar sem starfaði alltaf í kosningum. Í landskjörstjórn eru fimm manns auk þess sem með stjórninni starfar framkvæmdastjóri. Á skrifstofu landskjörstjórnar eru fimm stöðugildi. Kristín segir alltaf nóg að gera hjá landskjörstjórn. Þau hafi áður tekist á við kosningar með stuttum fyrirvara. Fólk sem vinnur við kosningarnar getur ekki mælt með framboðum.Vísir/Vilhelm Alltaf tilbúin í kosningar „Nýju lögin tóku gildi 1. janúar 2022 og svo eru sveitarstjórnarkosningar 14. maí. Okkur fannst það líka stuttur tími. Þá átti líka eftir að setja fullt af reglum og leiðbeiningum fyrir kosningarnar,“ segir Kristín. Eftir þessar kosningar fóru þau svo beint í að vinna að forsetakosningum. Að tryggja að reglurnar giltu einnig fyrir þær. Svo þegar þeim var lokið í júní þá byrjuðu þau að undirbúa sig fyrir alþingiskosningar. Þá hafi skrifstofan einnig verið í samvinnu við aðra sem komi að kosningum eins og yfirkjörstjórnir sveitarfélaga og kjördæma. Sýslumenn sem sjái um fólk erlendis og ræðismenn. Það sé hægt að kjósa á 128 stöðum erlendis. Landskjörstjórn sjái um samhæfingu allra þessara aðila. „Landskjörstjórn á að vera tilbúin,“ segir Kristín um það hvort það sé ekki óþægilegt að fá svona óvæntar kosningar. Það sé alltaf passað upp á að þetta gæti gerst samkvæmt stjórnarskrá og lögum. Þeim beri að vera tilbúin. Kristín segir ekki þurfa að gera neinar breytingar á lögum svo hægt sé að gera kosningar. Það séu ákveðnir vankantar sem þurfi að snyrta til en ekkert sem hafi bein áhrif á kosningarnar. Kristín segist ekki sjá fyrir sér rafræna kosningu í framtíðinni en hún myndi vilja fá rafræna kjörskrá. Á sumum kjörstöðum sé ekki nægilega gott netsamband til að framkvæma kosningarnar þannig. Það þurfi að bæta úr því áður en farið verður í að gera kjörskrána rafræna.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Bítið Tengdar fréttir Vill annað sætið í öðru Reykjavíkurkjördæmanna Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, sækist eftir öðru sætinu á lista Viðreisnar í öðru Reykjavíkurkjördæmanna í komandi þingkosningum sem fram fara 30. nóvember næstkomandi. 16. október 2024 07:44 „Tímapunkturinn finnst mér afleitur“ Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. 15. október 2024 18:59 „Falsfréttin“ og „þvælan“ sem raungerðist hratt Aðstoðarmenn Svandísar Svavarsdóttur formanns Vinstri grænna og innviðaráðherra til dagsins í dag sögðu það falsfrétt og algjöra þvælu að Svandís væri byrjuð að tæma skrifstofu sína í ráðuneytinu upp úr hádegi í dag. Ekkert slíkt lægi fyrir. Síðar um daginn var búið að tæma skrifstofuna. 15. október 2024 21:42 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Vill annað sætið í öðru Reykjavíkurkjördæmanna Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, sækist eftir öðru sætinu á lista Viðreisnar í öðru Reykjavíkurkjördæmanna í komandi þingkosningum sem fram fara 30. nóvember næstkomandi. 16. október 2024 07:44
„Tímapunkturinn finnst mér afleitur“ Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. 15. október 2024 18:59
„Falsfréttin“ og „þvælan“ sem raungerðist hratt Aðstoðarmenn Svandísar Svavarsdóttur formanns Vinstri grænna og innviðaráðherra til dagsins í dag sögðu það falsfrétt og algjöra þvælu að Svandís væri byrjuð að tæma skrifstofu sína í ráðuneytinu upp úr hádegi í dag. Ekkert slíkt lægi fyrir. Síðar um daginn var búið að tæma skrifstofuna. 15. október 2024 21:42