Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Lovísa Arnardóttir skrifar 16. október 2024 12:36 Gjald verður lagt á nikótínpúða og rafrettuvökva á næsta ári verði frumvarp um breytingar á ýmsum lögum um skatta gjöld að raunveruleika á yfirstandandi þingi. Vísir/Einar Gert er ráð fyrir sex milljarða tekjum á næsta ári vegna gjaldtöku á nikótínvörur. Að auki má búast við því að hliðaráhrif vegna virðisaukaskatts gætu unið 1,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í mati á áhrifum frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld. Í matinu kemur fram að áformaðar séu breytingar sem fela í sér ýmsar nauðsynlegar lagabreytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld og fleiri lögum. Það muni meðal annars, leiða til betri og skýrari löggjafar. Gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að tekjur vegna gjaldtöku á millilítra af vökva í rafrettum og áfyllingarvökva fyrir rafrettur geti numið tveimur milljörðum á næsta ári. Þar kemur einnig fram að gert sé ráð fyrir því að tekjur ríkissjóðs af gjaldtöku á nikótínvörur að fjárhæð 30 krónur á hvert gramm gætu numið fjórum milljörðum króna auk 1,5 milljarða vegna virðisaukaskatts. „Samfélagslegur ávinningur er af aðgerðum sem auðvelda fjármögnun sprota- og nýsköpunarfyrirtækja, svo sem í formi aukinnar fjölbreytni efnahagslífsins. Sama á við um gjaldtöku á nikótínvörur, einnota rafrettur og áfyllingarvökva í rafrettur,“ segir í matinu og að breytingin muni hafa áhrif á lýðheilsu. Eftirspurn dragist mögulega saman vegna gjaldtöku Matið er næmt fyrir forsendum um eiginverðteygni eftirspurnar eftir framangreindum vörum, en hún hefur áhrif á skiptingu skattbyrðarinnar milli seljenda og neytenda og það hversu mikið eftirspurn mun dragast saman vegna gjaldtökunnar. Málið er eitt þeirra sem er á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem nú er að fara frá. Frumvarpið var sett inn í samráðsgáttina í gær og er frestur gefinn til 20. október til að skila inn athugasemd um málið. Nikótínpúðar Rafrettur Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skattar og tollar Tengdar fréttir Til skoðunar að beita refsisköttum á nikótínpúða Heilbrigðisráðherra segir að huga þurfi að skattlagningu á nikótínvörur til þess að sporna við notkun barna og ungmenna á nikótínpúðum og rafrettum. Hann segir framlegð af sölu nikótínvara óeðlilega en hún nær ekki tíu prósentum. 27. september 2024 14:00 Stjórnvöld sofi á verðinum meðan Svens sæki í börnin Eyrún Magnúsdóttir fjölmiðlakona og íbúi í Bústaðahverfi segir níkótínsölumenn starfa nær óáreitta í skjóli sofandi stjórnvalda hér á landi. Hún segir Bústaðaveg brátt verða Níkótínstræti vegna opnunar nýrrar verslunar Svens í Grímsbæ. Hún spyr hvort leigutekjur Reita, sem séu að mestu í eigu lífeyrissjóða, séu mikilvægari en áform níkótínsala um að ná fótfestu í skólahverfi. 12. ágúst 2024 13:32 Segir neytendur ósátta með miklar breytingar á rafrettureglum Reglur um rafrettur taka gífurlegum breytingum um mánaðamótin. Neytendur eru alls ekki sáttir að sögn verslunareiganda sem vill meina að breytingarnar séu slæmar fyrir alla sem koma að viðskiptunum, sem og umhverfið. 18. janúar 2024 20:00 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Í matinu kemur fram að áformaðar séu breytingar sem fela í sér ýmsar nauðsynlegar lagabreytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld og fleiri lögum. Það muni meðal annars, leiða til betri og skýrari löggjafar. Gert er ráð fyrir því í frumvarpinu að tekjur vegna gjaldtöku á millilítra af vökva í rafrettum og áfyllingarvökva fyrir rafrettur geti numið tveimur milljörðum á næsta ári. Þar kemur einnig fram að gert sé ráð fyrir því að tekjur ríkissjóðs af gjaldtöku á nikótínvörur að fjárhæð 30 krónur á hvert gramm gætu numið fjórum milljörðum króna auk 1,5 milljarða vegna virðisaukaskatts. „Samfélagslegur ávinningur er af aðgerðum sem auðvelda fjármögnun sprota- og nýsköpunarfyrirtækja, svo sem í formi aukinnar fjölbreytni efnahagslífsins. Sama á við um gjaldtöku á nikótínvörur, einnota rafrettur og áfyllingarvökva í rafrettur,“ segir í matinu og að breytingin muni hafa áhrif á lýðheilsu. Eftirspurn dragist mögulega saman vegna gjaldtöku Matið er næmt fyrir forsendum um eiginverðteygni eftirspurnar eftir framangreindum vörum, en hún hefur áhrif á skiptingu skattbyrðarinnar milli seljenda og neytenda og það hversu mikið eftirspurn mun dragast saman vegna gjaldtökunnar. Málið er eitt þeirra sem er á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem nú er að fara frá. Frumvarpið var sett inn í samráðsgáttina í gær og er frestur gefinn til 20. október til að skila inn athugasemd um málið.
Nikótínpúðar Rafrettur Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skattar og tollar Tengdar fréttir Til skoðunar að beita refsisköttum á nikótínpúða Heilbrigðisráðherra segir að huga þurfi að skattlagningu á nikótínvörur til þess að sporna við notkun barna og ungmenna á nikótínpúðum og rafrettum. Hann segir framlegð af sölu nikótínvara óeðlilega en hún nær ekki tíu prósentum. 27. september 2024 14:00 Stjórnvöld sofi á verðinum meðan Svens sæki í börnin Eyrún Magnúsdóttir fjölmiðlakona og íbúi í Bústaðahverfi segir níkótínsölumenn starfa nær óáreitta í skjóli sofandi stjórnvalda hér á landi. Hún segir Bústaðaveg brátt verða Níkótínstræti vegna opnunar nýrrar verslunar Svens í Grímsbæ. Hún spyr hvort leigutekjur Reita, sem séu að mestu í eigu lífeyrissjóða, séu mikilvægari en áform níkótínsala um að ná fótfestu í skólahverfi. 12. ágúst 2024 13:32 Segir neytendur ósátta með miklar breytingar á rafrettureglum Reglur um rafrettur taka gífurlegum breytingum um mánaðamótin. Neytendur eru alls ekki sáttir að sögn verslunareiganda sem vill meina að breytingarnar séu slæmar fyrir alla sem koma að viðskiptunum, sem og umhverfið. 18. janúar 2024 20:00 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Til skoðunar að beita refsisköttum á nikótínpúða Heilbrigðisráðherra segir að huga þurfi að skattlagningu á nikótínvörur til þess að sporna við notkun barna og ungmenna á nikótínpúðum og rafrettum. Hann segir framlegð af sölu nikótínvara óeðlilega en hún nær ekki tíu prósentum. 27. september 2024 14:00
Stjórnvöld sofi á verðinum meðan Svens sæki í börnin Eyrún Magnúsdóttir fjölmiðlakona og íbúi í Bústaðahverfi segir níkótínsölumenn starfa nær óáreitta í skjóli sofandi stjórnvalda hér á landi. Hún segir Bústaðaveg brátt verða Níkótínstræti vegna opnunar nýrrar verslunar Svens í Grímsbæ. Hún spyr hvort leigutekjur Reita, sem séu að mestu í eigu lífeyrissjóða, séu mikilvægari en áform níkótínsala um að ná fótfestu í skólahverfi. 12. ágúst 2024 13:32
Segir neytendur ósátta með miklar breytingar á rafrettureglum Reglur um rafrettur taka gífurlegum breytingum um mánaðamótin. Neytendur eru alls ekki sáttir að sögn verslunareiganda sem vill meina að breytingarnar séu slæmar fyrir alla sem koma að viðskiptunum, sem og umhverfið. 18. janúar 2024 20:00