Þurfti að missa þáttinn til að átta sig á næsta skrefi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. október 2024 14:25 Gústi B vill að Veislan verði vettvangur fyrir ungt fólk þar sem það geti rætt óhefðbundin mál. Samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, hefur ekki gefist upp á Veislunni þrátt fyrir að þátturinn hafi verið tekinn af dagskrá FM957. Hann hyggst snúa aftur í loftið með þáttinn á morgun, nú í hlaðvarpsformi. „Ég held ég hafi þurft að missa þáttinn til að átta mig á því að næsta skref gæti orðið stærra og betra. Endalok útvarpsþáttarins voru ekki mín og stundum þarf maður að stíga út fyrir þægindarammann til að átta sig á hvað er raunverulega í boði,“ segir Gústi B. í samtali við Vísi. Með honum í þættinum verða þau Gugga í gúmmíbát og Siggi Bond sem voru bæði fastagestir í útvarpinu. Fyrsti þáttur fer í loftið á morgun og síðan á fimmtudögum í hverri viku. Gústi hélt úti útvarpsþætti undir sama nafni á FM957 í á þriðja ár þar til í ágúst síðastliðnum. Þá var þátturinn tekinn af dagskrá en stuttu áður hafði Patrik Atlason sagt umdeildan brandara í þættinum þegar hann spurði innhringjanda hvort hann hygðist mæta á Þjóðhátíð með botnlaust tjald. Patrik baðst síðar afsökunar á ummælunum og meðal þeirra sem hann bað afsökunar var Gústi B. Engar reglur í hlaðvarpsheimum Gústi segist hafa verið ótrúlega þakklátur fyrir tíma sinn í útvarpi og fólkið sem hann hafi kynnst þar. Hann hafi lært hversu mikilvægt það sé að tengjast hlustendum með einlægni og virðingu að leiðarljósi. „Þegar Veislan var tekin af dagskrá fann ég fyrir ákveðnu frelsi. Ég áttaði mig á því að nú hefði ég tækifæri til að gera eitthvað alveg nýtt, að byrja frá grunni með mínum eigin reglum,“ segir Gústi. Hann segist trúa því að það sem geri hlaðvarpið sérstakt sé að þar þurfi ekki að fara eftir neinum reglum. „Og áður en þú spyrð, nei, það verða engir ósmekklegir brandarar,“ bætir Gústi við hlæjandi. Hann segir þáttinn ætlaðan ungu fólki sem vilji heyra óhefðbundnar umræður. „Við ætlum ekki að fara í hefðbundin mál, heldur förum við beint í umræðu sem snýr að raunverulegum spurningum sem unga fólkið er að velta fyrir sér – hvort sem það eru vangaveltur um hvað sé framhjáhald og hvað ekki eða að ræða nýjustu samsæriskenningarnar á TikTok.“ Siggi Bond, Gústi B og Gugga í gúmmíbát fá til sín góða gesti í Veisluna. Djarft án þess að gera lítið úr fólki Gústi segir sig og Sigga Bond og Guggu í gúmmíbát ætla að vera dugleg að taka á móti gestum. Hlaðvarpið verði bæði í hljóð og mynd. Hann segist ekki halda vatni yfir meðstjórnendum sínum. Bæði mættu þau reglulega í útvarpið á sínum tíma. Gugga hefur skapað sér nafn á samfélagsmiðlum og Siggi Bond þekktur fyrir að sitja ekki á skoðunum sínum í fótboltahlaðvarpi Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football. „Siggi getur verið djarfur en mér finnst það í lagi upp að vissu marki. Veislan á að vera djörf, án þess samt að gera lítið úr fólki.“ Gústi segist fyrst og fremst vilja búa til vettvang fyrir ungt fólk þar sem það getur opnað sig, rætt það sem því raunverulega finnst með húmor og hressleika að vopni. „Það er einmitt það sem við þurfum í dag – meira pláss fyrir óhefðbundnar raddir, ferskar skoðanir og, að sjálfsögðu, húmor. Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu.“ Það gekk mikið á í Veislunni þegar þátturinn var í loftinu á FM957, líkt og þegar Logi Geirs gekk út. Fjölmiðlar Hlaðvörp Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Fleiri fréttir Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Sjá meira
„Ég held ég hafi þurft að missa þáttinn til að átta mig á því að næsta skref gæti orðið stærra og betra. Endalok útvarpsþáttarins voru ekki mín og stundum þarf maður að stíga út fyrir þægindarammann til að átta sig á hvað er raunverulega í boði,“ segir Gústi B. í samtali við Vísi. Með honum í þættinum verða þau Gugga í gúmmíbát og Siggi Bond sem voru bæði fastagestir í útvarpinu. Fyrsti þáttur fer í loftið á morgun og síðan á fimmtudögum í hverri viku. Gústi hélt úti útvarpsþætti undir sama nafni á FM957 í á þriðja ár þar til í ágúst síðastliðnum. Þá var þátturinn tekinn af dagskrá en stuttu áður hafði Patrik Atlason sagt umdeildan brandara í þættinum þegar hann spurði innhringjanda hvort hann hygðist mæta á Þjóðhátíð með botnlaust tjald. Patrik baðst síðar afsökunar á ummælunum og meðal þeirra sem hann bað afsökunar var Gústi B. Engar reglur í hlaðvarpsheimum Gústi segist hafa verið ótrúlega þakklátur fyrir tíma sinn í útvarpi og fólkið sem hann hafi kynnst þar. Hann hafi lært hversu mikilvægt það sé að tengjast hlustendum með einlægni og virðingu að leiðarljósi. „Þegar Veislan var tekin af dagskrá fann ég fyrir ákveðnu frelsi. Ég áttaði mig á því að nú hefði ég tækifæri til að gera eitthvað alveg nýtt, að byrja frá grunni með mínum eigin reglum,“ segir Gústi. Hann segist trúa því að það sem geri hlaðvarpið sérstakt sé að þar þurfi ekki að fara eftir neinum reglum. „Og áður en þú spyrð, nei, það verða engir ósmekklegir brandarar,“ bætir Gústi við hlæjandi. Hann segir þáttinn ætlaðan ungu fólki sem vilji heyra óhefðbundnar umræður. „Við ætlum ekki að fara í hefðbundin mál, heldur förum við beint í umræðu sem snýr að raunverulegum spurningum sem unga fólkið er að velta fyrir sér – hvort sem það eru vangaveltur um hvað sé framhjáhald og hvað ekki eða að ræða nýjustu samsæriskenningarnar á TikTok.“ Siggi Bond, Gústi B og Gugga í gúmmíbát fá til sín góða gesti í Veisluna. Djarft án þess að gera lítið úr fólki Gústi segir sig og Sigga Bond og Guggu í gúmmíbát ætla að vera dugleg að taka á móti gestum. Hlaðvarpið verði bæði í hljóð og mynd. Hann segist ekki halda vatni yfir meðstjórnendum sínum. Bæði mættu þau reglulega í útvarpið á sínum tíma. Gugga hefur skapað sér nafn á samfélagsmiðlum og Siggi Bond þekktur fyrir að sitja ekki á skoðunum sínum í fótboltahlaðvarpi Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football. „Siggi getur verið djarfur en mér finnst það í lagi upp að vissu marki. Veislan á að vera djörf, án þess samt að gera lítið úr fólki.“ Gústi segist fyrst og fremst vilja búa til vettvang fyrir ungt fólk þar sem það getur opnað sig, rætt það sem því raunverulega finnst með húmor og hressleika að vopni. „Það er einmitt það sem við þurfum í dag – meira pláss fyrir óhefðbundnar raddir, ferskar skoðanir og, að sjálfsögðu, húmor. Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu.“ Það gekk mikið á í Veislunni þegar þátturinn var í loftinu á FM957, líkt og þegar Logi Geirs gekk út.
Fjölmiðlar Hlaðvörp Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Fleiri fréttir Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Sjá meira