Þurfti að missa þáttinn til að átta sig á næsta skrefi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. október 2024 14:25 Gústi B vill að Veislan verði vettvangur fyrir ungt fólk þar sem það geti rætt óhefðbundin mál. Samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, hefur ekki gefist upp á Veislunni þrátt fyrir að þátturinn hafi verið tekinn af dagskrá FM957. Hann hyggst snúa aftur í loftið með þáttinn á morgun, nú í hlaðvarpsformi. „Ég held ég hafi þurft að missa þáttinn til að átta mig á því að næsta skref gæti orðið stærra og betra. Endalok útvarpsþáttarins voru ekki mín og stundum þarf maður að stíga út fyrir þægindarammann til að átta sig á hvað er raunverulega í boði,“ segir Gústi B. í samtali við Vísi. Með honum í þættinum verða þau Gugga í gúmmíbát og Siggi Bond sem voru bæði fastagestir í útvarpinu. Fyrsti þáttur fer í loftið á morgun og síðan á fimmtudögum í hverri viku. Gústi hélt úti útvarpsþætti undir sama nafni á FM957 í á þriðja ár þar til í ágúst síðastliðnum. Þá var þátturinn tekinn af dagskrá en stuttu áður hafði Patrik Atlason sagt umdeildan brandara í þættinum þegar hann spurði innhringjanda hvort hann hygðist mæta á Þjóðhátíð með botnlaust tjald. Patrik baðst síðar afsökunar á ummælunum og meðal þeirra sem hann bað afsökunar var Gústi B. Engar reglur í hlaðvarpsheimum Gústi segist hafa verið ótrúlega þakklátur fyrir tíma sinn í útvarpi og fólkið sem hann hafi kynnst þar. Hann hafi lært hversu mikilvægt það sé að tengjast hlustendum með einlægni og virðingu að leiðarljósi. „Þegar Veislan var tekin af dagskrá fann ég fyrir ákveðnu frelsi. Ég áttaði mig á því að nú hefði ég tækifæri til að gera eitthvað alveg nýtt, að byrja frá grunni með mínum eigin reglum,“ segir Gústi. Hann segist trúa því að það sem geri hlaðvarpið sérstakt sé að þar þurfi ekki að fara eftir neinum reglum. „Og áður en þú spyrð, nei, það verða engir ósmekklegir brandarar,“ bætir Gústi við hlæjandi. Hann segir þáttinn ætlaðan ungu fólki sem vilji heyra óhefðbundnar umræður. „Við ætlum ekki að fara í hefðbundin mál, heldur förum við beint í umræðu sem snýr að raunverulegum spurningum sem unga fólkið er að velta fyrir sér – hvort sem það eru vangaveltur um hvað sé framhjáhald og hvað ekki eða að ræða nýjustu samsæriskenningarnar á TikTok.“ Siggi Bond, Gústi B og Gugga í gúmmíbát fá til sín góða gesti í Veisluna. Djarft án þess að gera lítið úr fólki Gústi segir sig og Sigga Bond og Guggu í gúmmíbát ætla að vera dugleg að taka á móti gestum. Hlaðvarpið verði bæði í hljóð og mynd. Hann segist ekki halda vatni yfir meðstjórnendum sínum. Bæði mættu þau reglulega í útvarpið á sínum tíma. Gugga hefur skapað sér nafn á samfélagsmiðlum og Siggi Bond þekktur fyrir að sitja ekki á skoðunum sínum í fótboltahlaðvarpi Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football. „Siggi getur verið djarfur en mér finnst það í lagi upp að vissu marki. Veislan á að vera djörf, án þess samt að gera lítið úr fólki.“ Gústi segist fyrst og fremst vilja búa til vettvang fyrir ungt fólk þar sem það getur opnað sig, rætt það sem því raunverulega finnst með húmor og hressleika að vopni. „Það er einmitt það sem við þurfum í dag – meira pláss fyrir óhefðbundnar raddir, ferskar skoðanir og, að sjálfsögðu, húmor. Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu.“ Það gekk mikið á í Veislunni þegar þátturinn var í loftinu á FM957, líkt og þegar Logi Geirs gekk út. Fjölmiðlar Hlaðvörp Mest lesið „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hvuttar á kjörstað Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fleiri fréttir „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Sjá meira
„Ég held ég hafi þurft að missa þáttinn til að átta mig á því að næsta skref gæti orðið stærra og betra. Endalok útvarpsþáttarins voru ekki mín og stundum þarf maður að stíga út fyrir þægindarammann til að átta sig á hvað er raunverulega í boði,“ segir Gústi B. í samtali við Vísi. Með honum í þættinum verða þau Gugga í gúmmíbát og Siggi Bond sem voru bæði fastagestir í útvarpinu. Fyrsti þáttur fer í loftið á morgun og síðan á fimmtudögum í hverri viku. Gústi hélt úti útvarpsþætti undir sama nafni á FM957 í á þriðja ár þar til í ágúst síðastliðnum. Þá var þátturinn tekinn af dagskrá en stuttu áður hafði Patrik Atlason sagt umdeildan brandara í þættinum þegar hann spurði innhringjanda hvort hann hygðist mæta á Þjóðhátíð með botnlaust tjald. Patrik baðst síðar afsökunar á ummælunum og meðal þeirra sem hann bað afsökunar var Gústi B. Engar reglur í hlaðvarpsheimum Gústi segist hafa verið ótrúlega þakklátur fyrir tíma sinn í útvarpi og fólkið sem hann hafi kynnst þar. Hann hafi lært hversu mikilvægt það sé að tengjast hlustendum með einlægni og virðingu að leiðarljósi. „Þegar Veislan var tekin af dagskrá fann ég fyrir ákveðnu frelsi. Ég áttaði mig á því að nú hefði ég tækifæri til að gera eitthvað alveg nýtt, að byrja frá grunni með mínum eigin reglum,“ segir Gústi. Hann segist trúa því að það sem geri hlaðvarpið sérstakt sé að þar þurfi ekki að fara eftir neinum reglum. „Og áður en þú spyrð, nei, það verða engir ósmekklegir brandarar,“ bætir Gústi við hlæjandi. Hann segir þáttinn ætlaðan ungu fólki sem vilji heyra óhefðbundnar umræður. „Við ætlum ekki að fara í hefðbundin mál, heldur förum við beint í umræðu sem snýr að raunverulegum spurningum sem unga fólkið er að velta fyrir sér – hvort sem það eru vangaveltur um hvað sé framhjáhald og hvað ekki eða að ræða nýjustu samsæriskenningarnar á TikTok.“ Siggi Bond, Gústi B og Gugga í gúmmíbát fá til sín góða gesti í Veisluna. Djarft án þess að gera lítið úr fólki Gústi segir sig og Sigga Bond og Guggu í gúmmíbát ætla að vera dugleg að taka á móti gestum. Hlaðvarpið verði bæði í hljóð og mynd. Hann segist ekki halda vatni yfir meðstjórnendum sínum. Bæði mættu þau reglulega í útvarpið á sínum tíma. Gugga hefur skapað sér nafn á samfélagsmiðlum og Siggi Bond þekktur fyrir að sitja ekki á skoðunum sínum í fótboltahlaðvarpi Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football. „Siggi getur verið djarfur en mér finnst það í lagi upp að vissu marki. Veislan á að vera djörf, án þess samt að gera lítið úr fólki.“ Gústi segist fyrst og fremst vilja búa til vettvang fyrir ungt fólk þar sem það getur opnað sig, rætt það sem því raunverulega finnst með húmor og hressleika að vopni. „Það er einmitt það sem við þurfum í dag – meira pláss fyrir óhefðbundnar raddir, ferskar skoðanir og, að sjálfsögðu, húmor. Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu.“ Það gekk mikið á í Veislunni þegar þátturinn var í loftinu á FM957, líkt og þegar Logi Geirs gekk út.
Fjölmiðlar Hlaðvörp Mest lesið „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Hvuttar á kjörstað Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fleiri fréttir „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Sjá meira