Að fundinum loknum var tilkynnt hvernig ráðuneytum Vinstri grænna yrði skipt þar sem þeir ætla að hætta í samstarfinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra, mun taka við innviðaráðuneytinu og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mun taka við félags- og vinnumarkaðráðuneytinu sem og matvælaráðuneytinu.
Þannig mun ríkisstjórnin verða fram að kosningunum 30. nóvember næstkomandi.
Hægt er að horfa á beina útsendingu í spilara hér að neðan. Þá verður hægt að fylgjast með helstu tíðindum í vaktinni þar fyrir neðan.