Slæmt gengi Magdeburg í Evrópu heldur áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2024 20:45 Gísli Þorgeir og Ómar Ingi áttu góðan leik sóknarlega í kvöld. Cathrin Mueller/Getty Images Magdeburg tapaði óvænt fyrir Nantes í Meistaradeild karla í handbolta í kvöld, lokatölur í Þýskalandi 28-32. Ómar Ingi Magnússon var markahæstur í liði heimamanna en það dugði ekki í kvöld. Fyrir fram varef til vill búist við sigri heimamanna enda Magdeburg með betri liðum Evrópu síðustu ár. Þá höfðu liðin mæst sex sinnum fyrir leik kvöldsins og aldrei hafði Magdeburg tapað, það breyttist í kvöld. Gestirnir frá Frakklandi voru skrefi á undan nær allan fyrri hálfleikinn en á einhvern hátt tókst Magdeburg að leiða með einu marki í hálfleik, staðan þá 16-15. Halbzeit im Champions League Heimspiel gegen Nantes 🤩_____#SCMHUJA 💚❤️ I 📷 Franzi Gora pic.twitter.com/KwldITYJnN— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) October 16, 2024 Var það að mörgu leiti Ómar Inga og Gísla Þorgeiri Kristjánssyni að þakka en þeir skoruðu eða lögðu upp fjögur síðustu mörk liðsins í fyrri hálfleik. Ómar Ingi skoraði svo tvö fyrstu mörk Magdeburg í seinni hálfleik en í stöðunni 18-17 skoruðu gestirnir fimm mörk í röð og skildi sá kafli liðin einfaldlega að í kvöld. Magdeburg tókst ekki að vinna sig inn í leikinn að því loknu og á endanum unnu gestirnir fjögurra marka sigur, lokatölur 28-32. Aymeric Minne var markahæstur í liði Nantes og raunar markahæstur allra á vellinum með 9 mörk. Ofan á það gaf hann 3 stoðsendingar. RESULT: All smiles for @HBCNantes, who clinch their first ever triumph against @SCMagdeburg in their 7th clash 🤯 Final score in Germany is 28:32.#ehfcl #clm #handball pic.twitter.com/dhWxBQHVJ0— EHF Champions League (@ehfcl) October 16, 2024 Ómar Ingi skoraði 7 mörk og gaf einnig 3 stoðsendingar á meðan Gísli Þorgeir skoraði 2 mörk og gaf 5 stoðsendingar. Þýska stórveldið hefur byrjað tímabilið hrikalega í Meistaradeild Evrópu og sigur nú í 6. sæti síns riðils með aðeins 3 stig að loknum 5 leikjum. Nantes er í 2. sæti með 6 stig og barcelona á toppnum með fullt hús stiga. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Sjá meira
Fyrir fram varef til vill búist við sigri heimamanna enda Magdeburg með betri liðum Evrópu síðustu ár. Þá höfðu liðin mæst sex sinnum fyrir leik kvöldsins og aldrei hafði Magdeburg tapað, það breyttist í kvöld. Gestirnir frá Frakklandi voru skrefi á undan nær allan fyrri hálfleikinn en á einhvern hátt tókst Magdeburg að leiða með einu marki í hálfleik, staðan þá 16-15. Halbzeit im Champions League Heimspiel gegen Nantes 🤩_____#SCMHUJA 💚❤️ I 📷 Franzi Gora pic.twitter.com/KwldITYJnN— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) October 16, 2024 Var það að mörgu leiti Ómar Inga og Gísla Þorgeiri Kristjánssyni að þakka en þeir skoruðu eða lögðu upp fjögur síðustu mörk liðsins í fyrri hálfleik. Ómar Ingi skoraði svo tvö fyrstu mörk Magdeburg í seinni hálfleik en í stöðunni 18-17 skoruðu gestirnir fimm mörk í röð og skildi sá kafli liðin einfaldlega að í kvöld. Magdeburg tókst ekki að vinna sig inn í leikinn að því loknu og á endanum unnu gestirnir fjögurra marka sigur, lokatölur 28-32. Aymeric Minne var markahæstur í liði Nantes og raunar markahæstur allra á vellinum með 9 mörk. Ofan á það gaf hann 3 stoðsendingar. RESULT: All smiles for @HBCNantes, who clinch their first ever triumph against @SCMagdeburg in their 7th clash 🤯 Final score in Germany is 28:32.#ehfcl #clm #handball pic.twitter.com/dhWxBQHVJ0— EHF Champions League (@ehfcl) October 16, 2024 Ómar Ingi skoraði 7 mörk og gaf einnig 3 stoðsendingar á meðan Gísli Þorgeir skoraði 2 mörk og gaf 5 stoðsendingar. Þýska stórveldið hefur byrjað tímabilið hrikalega í Meistaradeild Evrópu og sigur nú í 6. sæti síns riðils með aðeins 3 stig að loknum 5 leikjum. Nantes er í 2. sæti með 6 stig og barcelona á toppnum með fullt hús stiga.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Sjá meira