Góð menntun borgar sig Jónína Hauksdóttir skrifar 17. október 2024 07:31 Nokkrir dagar eru þar til boðað verkfall hefst í níu skólum; tónlistar- og framhaldsskóla, þremur grunnskólum og fjórum leikskólum. Afstaða kennara er afdráttarlaus og einhuga líkt og sjá má á niðurstöðum atkvæðagreiðslna um aðgerðir. Allir sem greiddu atkvæði í tónlistarskólanum og leik- og grunnskólunum sögðu já við boðun verkfalls, eða 100%, og yfirgnæfandi meirihluti í framhaldsskólanum, eða 81%. Þegar er hafin atkvæðagreiðsla í öðrum framhaldsskóla og ekki er ólíklegt að fleiri kennarar þurfi að taka afstöðu við kjörkassann innan tíðar. Ákvörðun um aðgerðir er ekki léttvæg þó réttur launþega til verkfalla í kjarabaráttu sé skýr. Viðsemjendur kennara, ríki og sveitarfélög, hafa nú tæpan hálfan mánuð til að koma í veg fyrir verkföll sem enginn vill sjá raungerast. Kröfur okkar hjá Kennarasambandi Íslands eru einfaldar og skýrar: Orð skulu standa. Í átta ár höfum við beðið eftir því að ríki og sveit standi við loforð, sem gefið var 2016, um að jafna ómálefnalegan launamun á milli opinbera og almenna markaðarins. Loforð sem gefið var í kjölfar þess að lífeyrisréttindi hins opinbera markaðar voru skert og jöfnuð í takt við almenna markaðinn. Kennarar eru háskólamenntaðir sérfræðingar sem eiga að vera á sömu kjörum og aðrar sambærilegar stéttir á almennum markaði. Þegar tölur Hagstofu Íslands eru skoðaðar í dag kemur þó í ljós að enn er töluverður launamunur á milli kennara og annarra sérfræðinga. Þessi ómálefnalegi launamunur, sem lofað var að leiðrétta fyrir átta árum, hefur afleiðingar sem birtast okkur í grafalvarlegri stöðu í skólum landsins. Það sárvantar kennara. Einungis 24% þeirra sem starfa við kennslu í leikskólum eru kennarar, eða 1 af hverjum 4. Fyrir rúmum tíu árum var þetta hlutfall 37%, sem er ívið skárra, en stenst þó heldur ekki lög, sem kveða á um að tveir þriðju hlutar þeirra sem sinna uppeldi og kennslu í leikskóla skuli vera kennarar, eða 67%. Hlutfall kennara í grunnskólanum er 80%, það þýðir að 1 af hverjum 5 sem sinnir kennslu þar hefur ekki lokið kennaramenntun. Fyrir tíu árum var hlutfall kennara 96%. Í framhaldsskólanum fjölgaði réttindalausum við kennslu um 37% á tíu ára tímabili, eða frá 2011-2021. Í tónlistarskólanum var hlutfallsleg lækkun nemenda 28% á árunum 2009 til 2024, þegar horft er til mannfjöldaþróunar. Kennarar þeirra skóla sem samþykkt hafa verkföll eru fulltrúar allra kennara. En þeir standa ekki einir í baráttunni. Ég biðla til ykkar. Styðjum kennara í orðum og gjörðum. Sendum baráttukveðjur, skrifum og deilum greinum um mikilvægi kennarastarfsins og leiðréttum ósannindi og rangfærslur í orðræðunni. Komum grunnskilaboðunum á framfæri með öllum tiltækum leiðum og ráðum: Verkfallsaðgerðir og baráttan um kjör kennara eru fyrir börnin og framtíð þeirra, menntakerfið og, að endingu, samfélagið allt. Góð menntun skilar sér margfalt til baka til samfélagsins alls. Þar er kennarinn í lykilhlutverki. Með því að fjárfesta í kennurum tryggjum við börnum stöðugleika og aðgengi að gæðamenntun sérfræðinga sem hafa fagmennsku að leiðarljósi. Þannig aukast líkurnar á að börnin nái árangri til frambúðar, bæði félagslega og námslega, fari til dæmis í framhaldsnám og fjölgi þannig tækifærum fullorðinsáranna, sér og samfélaginu til hagsbóta. Með því að fjárfesta í kennurum leggjum við grunninn að samfélagi sem hlúir vel að börnum sínum, veitir þeim jöfn tækifæri, menntun og þjónustu við hæfi, öllum til heilla. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkrir dagar eru þar til boðað verkfall hefst í níu skólum; tónlistar- og framhaldsskóla, þremur grunnskólum og fjórum leikskólum. Afstaða kennara er afdráttarlaus og einhuga líkt og sjá má á niðurstöðum atkvæðagreiðslna um aðgerðir. Allir sem greiddu atkvæði í tónlistarskólanum og leik- og grunnskólunum sögðu já við boðun verkfalls, eða 100%, og yfirgnæfandi meirihluti í framhaldsskólanum, eða 81%. Þegar er hafin atkvæðagreiðsla í öðrum framhaldsskóla og ekki er ólíklegt að fleiri kennarar þurfi að taka afstöðu við kjörkassann innan tíðar. Ákvörðun um aðgerðir er ekki léttvæg þó réttur launþega til verkfalla í kjarabaráttu sé skýr. Viðsemjendur kennara, ríki og sveitarfélög, hafa nú tæpan hálfan mánuð til að koma í veg fyrir verkföll sem enginn vill sjá raungerast. Kröfur okkar hjá Kennarasambandi Íslands eru einfaldar og skýrar: Orð skulu standa. Í átta ár höfum við beðið eftir því að ríki og sveit standi við loforð, sem gefið var 2016, um að jafna ómálefnalegan launamun á milli opinbera og almenna markaðarins. Loforð sem gefið var í kjölfar þess að lífeyrisréttindi hins opinbera markaðar voru skert og jöfnuð í takt við almenna markaðinn. Kennarar eru háskólamenntaðir sérfræðingar sem eiga að vera á sömu kjörum og aðrar sambærilegar stéttir á almennum markaði. Þegar tölur Hagstofu Íslands eru skoðaðar í dag kemur þó í ljós að enn er töluverður launamunur á milli kennara og annarra sérfræðinga. Þessi ómálefnalegi launamunur, sem lofað var að leiðrétta fyrir átta árum, hefur afleiðingar sem birtast okkur í grafalvarlegri stöðu í skólum landsins. Það sárvantar kennara. Einungis 24% þeirra sem starfa við kennslu í leikskólum eru kennarar, eða 1 af hverjum 4. Fyrir rúmum tíu árum var þetta hlutfall 37%, sem er ívið skárra, en stenst þó heldur ekki lög, sem kveða á um að tveir þriðju hlutar þeirra sem sinna uppeldi og kennslu í leikskóla skuli vera kennarar, eða 67%. Hlutfall kennara í grunnskólanum er 80%, það þýðir að 1 af hverjum 5 sem sinnir kennslu þar hefur ekki lokið kennaramenntun. Fyrir tíu árum var hlutfall kennara 96%. Í framhaldsskólanum fjölgaði réttindalausum við kennslu um 37% á tíu ára tímabili, eða frá 2011-2021. Í tónlistarskólanum var hlutfallsleg lækkun nemenda 28% á árunum 2009 til 2024, þegar horft er til mannfjöldaþróunar. Kennarar þeirra skóla sem samþykkt hafa verkföll eru fulltrúar allra kennara. En þeir standa ekki einir í baráttunni. Ég biðla til ykkar. Styðjum kennara í orðum og gjörðum. Sendum baráttukveðjur, skrifum og deilum greinum um mikilvægi kennarastarfsins og leiðréttum ósannindi og rangfærslur í orðræðunni. Komum grunnskilaboðunum á framfæri með öllum tiltækum leiðum og ráðum: Verkfallsaðgerðir og baráttan um kjör kennara eru fyrir börnin og framtíð þeirra, menntakerfið og, að endingu, samfélagið allt. Góð menntun skilar sér margfalt til baka til samfélagsins alls. Þar er kennarinn í lykilhlutverki. Með því að fjárfesta í kennurum tryggjum við börnum stöðugleika og aðgengi að gæðamenntun sérfræðinga sem hafa fagmennsku að leiðarljósi. Þannig aukast líkurnar á að börnin nái árangri til frambúðar, bæði félagslega og námslega, fari til dæmis í framhaldsnám og fjölgi þannig tækifærum fullorðinsáranna, sér og samfélaginu til hagsbóta. Með því að fjárfesta í kennurum leggjum við grunninn að samfélagi sem hlúir vel að börnum sínum, veitir þeim jöfn tækifæri, menntun og þjónustu við hæfi, öllum til heilla. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun