Banna Ítölum að finna staðgöngumæður erlendis Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2024 08:46 Kona hjólar fram hjá veggmynd af Giorgiu Meloni forsætisráðherra og Elly Schlein, leiðtoga Lýðræðisflokksins í Mílanó. Þær eru á öndverðum meiði um staðgöngumæðrun.Utan á Schlein stendur „Mitt leg, mitt val“ en á Meloni „ekki til leigu“. Vísir/EPA Ítalska þingið samþykkti bann við því að fólk leiti eftir staðgöngumæðrun erlendis í gær. Andstæðingar ríkisstjórnar Giorgiu Meloni forsætisráðherra segja lögunum beint að samkynja pörum. Allt að tveggja ára fangelsi lá þegar við því að Ítalír færu erlendis til þess að eignast barn með staðgöngumæðrun. Nýju lögin gera það einnig ólöglegt að sækja staðgöngumæðrun til landa eins og Bandaríkjanna og Kanada þar sem hún er lögleg. Bannið hefur verið sérstakt áhugamál Meloni forsætisráðherra sem hefur sett íhaldssömu fjölskyldugildi á stefnuskrána. Stjórn hennar hefur gert hinsegin foreldrum erfiðara um vik að verða foreldrar. Hún lýsti staðgöngumæðrun sem „ómannúðlegri“ fyrr á þessu ári. Á sama tíma fer fæðingartíðni á Ítalíu þó hnignandi. Hún hefur aldrei verið lægri en í fyrra og hefur farið lækkandi fimmtán ár í röð, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bannið við staðgöngumæðrun var samþykkt með 84 atkvæðum gegn 58 í öldungadeild ítalska þingsins.Vísir/EPA Franco Grillini, baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks, sagði nýju lögin ómanneskjuleg á mótmælum fyrir utan ítalska þingið á þriðjudag. „Ef einhver eignast barn ætti hann að fá heiðursorðu. Hér ert þú sendur í fangelsi í staðinn, ef þú eignast ekki börn á hefðbundinn hátt,“ sagði Grillini. Samtök hinsegin foreldra segja að 90 prósent þeirra sem eignist börn með staðgöngumæðrun í landinu séu gagnkynhneigðir foreldrar sem geri það að mestu á laun. Bannið muni því fyrst og fremst hafa áhrif á samkynja pör sem geti ekki dulið því. Ítalía Börn og uppeldi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Allt að tveggja ára fangelsi lá þegar við því að Ítalír færu erlendis til þess að eignast barn með staðgöngumæðrun. Nýju lögin gera það einnig ólöglegt að sækja staðgöngumæðrun til landa eins og Bandaríkjanna og Kanada þar sem hún er lögleg. Bannið hefur verið sérstakt áhugamál Meloni forsætisráðherra sem hefur sett íhaldssömu fjölskyldugildi á stefnuskrána. Stjórn hennar hefur gert hinsegin foreldrum erfiðara um vik að verða foreldrar. Hún lýsti staðgöngumæðrun sem „ómannúðlegri“ fyrr á þessu ári. Á sama tíma fer fæðingartíðni á Ítalíu þó hnignandi. Hún hefur aldrei verið lægri en í fyrra og hefur farið lækkandi fimmtán ár í röð, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bannið við staðgöngumæðrun var samþykkt með 84 atkvæðum gegn 58 í öldungadeild ítalska þingsins.Vísir/EPA Franco Grillini, baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks, sagði nýju lögin ómanneskjuleg á mótmælum fyrir utan ítalska þingið á þriðjudag. „Ef einhver eignast barn ætti hann að fá heiðursorðu. Hér ert þú sendur í fangelsi í staðinn, ef þú eignast ekki börn á hefðbundinn hátt,“ sagði Grillini. Samtök hinsegin foreldra segja að 90 prósent þeirra sem eignist börn með staðgöngumæðrun í landinu séu gagnkynhneigðir foreldrar sem geri það að mestu á laun. Bannið muni því fyrst og fremst hafa áhrif á samkynja pör sem geti ekki dulið því.
Ítalía Börn og uppeldi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira